Hvað á að gera?

Hvað á ríkið að gera? Taka á móti þessu liði og vísa því beint úr landi? Velja "klámlega einstaklinga" úr röðinnni á Keflavík og meina þeim inngöngu?

Svo lengi sem þetta fólk gerir ekkert ólöglegt er varla hægt að banna þeim að koma hingað og halda þessa ráðstefnu.

Stígamót: Klámráðstefnu verði aflýst

Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir að þing nærri hundrað framleiðenda klámefnis fyrir netmiðla verði haldið á Íslandi í næsta mánuði.

Bréfið sem er undirritað af Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta er stílað á ríkisstjórn Íslands, þingheim, borgarstjórn, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og ríkislögreglustjóra.

Í bréfinu segir m.a. að Íslendingar hafi sýnt að þeir vilji ekki fá fulltrúa skipulagðra samtaka lögbrjóta til landsins. Það hafi t.d. verið sýnt í verki þegar fulltrúar Vítisengla gerðu tilraun til að ná fótfestu á landinu. Í bréfi Stígamóta segir að því verði ekki trúað að þessi samkoma verði liðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband