Hræringar á útgáfumarkaði

Það hefur farið fram hjá fáum að breytingar eru framundan hjá 365 í rekstri blaða sinna. Nú er komið í ljós að DV hefur verið selt til nýs útgáfu félags sem er sagt vera 11% í eigu Sigurjóns M. Egilssonar og ber nafnið Dagblaðsins Vísir útgáfufélag og á að gefa út DV.

Hluti af þessum róteringum lágu fyrir, þar sem SME hafði gefið ansi ljósa mynd af því sem hann ætlaði að gera, annars vegar að hann ætlaði að fara í útgáfu DV (hugsanlega á nýju nafni), en að sama skapi ætlaði hann ekki vera í vinnu hjá 365. Þar með lág beint fyrir að þetta færi undan 365, en hins vegar áttu ýsmir von á því að þetta væri samt innan sama félags og Ísafold er gefin út (Fögrudyr), enda töldu menn að þetta útgáfufélag Reynis og 365 þyrfti meiri slagkraft.

Það var sem sagt ekki raunin og kemur í raun á óvart. Baugsmenn eru núna að dreifa útgáfunni sinni á milli félaga. Þegar fyrir skömmu dagsskipunin var að setja öll félögin undir einn hann. Í dag virðist vera komin ný dagskipun að dreifa þessu.

Reyndar fá Fögrudyr aukið vægi sem tímaritaútgáfa með því að Hér og nú og Veggfóður undir þá.

Þriðja útgáfu félagið er svo Bistro sem gefur út Bistro, en það er að hluta til í eigu í eigu starfsmanna blaðsins en Hjálmur keypti hlutdeild í því félagi, en það er nú í eigu starfsmanna, Hjálms og 365.

Hjálmur er eina límið á milli þessara þriggja félaga, en bæði í Fögrudyrum og Dagblaðsins Vísis, eru fengnar inn gamlar kempur, þeim réttur hlutdeild í félagi og fengnir til þess að reka þessa fjölmiðla.

Sjálfsagt er eitthvað plott í gangi. Sé það að skilja alla prentmiðlana frá, halda eftir prentmiðlunum og selja svo leifarnar til Sigurðs G, finnst manni einhver púsl í viðbót eiga eftir að koma í ljós.

Þar sem um fjölmiðla er að ræða þurfum við víst ekki að hafa áhyggjur að öðru en við munum fá fréttirnar mjög fljótt.


mbl.is Útgáfufélag í eigu Baugs og 365 tekur við útgáfu DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband