Nýr bloggvinur

Í dag fékk ég nýjan blogvin, en það er hann Gísli Freyr. Eins og margir bloggvinir mínir kannast ég lítilegaga við Gísla í gegnum flokkinn. Gísli er í hópi eðalbloggara á mogga blogginu og ég hef verið lesandi Gísla í nokkurn tíma.

Ég er alltaf jafn ánægður með þetta kerfi hjá mogganum með bloggvinina, ég hef sjálfur verið mjög ódulegur að óska eftir því að gerast blogvinur en finnst það ótrúlega flott hvernig menn tengjast svona neti.

Hinir heimsku fá Kross

Það var gaman að sjá Sigurð Einarsson á þessum lista, vegna útrásar íslensku fyrirtækina.  Alltof oft hefur krossin verið þveittur fyrir störf gerðum fyrir mjög löngum tíma og á langri starfsævi.  

Á sama tíma og nú virðist vera í tísku að sækja á útrásarfyrirtækin, jafnvel reyna að koma þeim úr landi má hrósa Ólafi fyrir að veita þessa orðu.  Sigurður á hana svo sannarlega skilið fyrir þau störf sem han n hefur gert.

Egill kallaði einmitt Sigurð og KB banka menn heimska, Davíð óttast að þeir geri upp í Evrum og VG vill helst að þeir borgi skattana sína annars staðar, því þeir séu ekki að borga nóg.

Aðrir áhugaverðir á þessum lista, er fólk eins og Baltasar Kormákur fyrir kvikmyndir sínar, Helga Steffenssen sem skemmti mér með brúðum í æsku minni, Háskólarektor, frambjóðandi til Háskólarektors, rithöfundur og sjómaður.

Þetta var sem sagt með betra móti þetta skiptið.


mbl.is Fjórtán sæmdir fálkaorðunni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með eða á móti?

Þegar maður les þetta sýnist manni ekki bara að John Cleese hafi ekkert á móti Íslandi heldur sé hann beinlínis hlyntur landinu. Það er furðulegt að setja upp fréttina svona, how do you like Iceland virðist vera farin að breytast og farin að verða: "Have you any thing against Iceland".

Annars var Cleese mjög hressandi í auglýsingum með Barkley kort fyrir nokkrum árum, þannig að maður er spentur að vita hvernig þessar auglýsingar eiga eftir að koma út.  

Allstaðar sem hefur verið rætt um þess auglýsingar hafa verið í umfjöllun, hefur verið tekið fram hversu ódýr Cleese var.  Ætli þetta hafi bara verið nokkrir þúsundkallar? 

Það hefði annars verið gaman að sjá hvaða hugmyndir þetta voru sem Cleese hafði og Þorsteinn Guðmundsson ákvað að væru ekki nógu fyndnar fyrir Ísland.

 


mbl.is John Cleese hefur ekkert á móti Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæðingarfréttir

Samkvæmt hagstofunni fæddust að meðaltali 4158 einstaklingar á ári, á árunum 2001-2005, þar af 145 tvíburar eða tæplega 3,5% tilfella. Þannig að hefði fyrsta fæðingin verið tvíburi, þá hefði það verið frétt.

Það væri líka frétt ef faðirinn væri 44 ára eða eldri, en á því eru jafnar líkur og á tvíburafæðingu. Svipað hlutfall og ef faðirinn væri 20 ára eða yngri.

Að sjálfsögðu væri líka frétt ef fyrsta barnið væri dökt á hörund en faðirinn hvítur, það gerðist í einu tilfelli amk. Árið 2005.

Mér finnst hins vegar lítil frétt í því að barn hafi fæðst nokkrum klukkustund eftir miðnætti.  Það gerist alla hina dagana.


mbl.is Fyrsta barn ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki blog Egils

Nú keppast menn eins og Egill og fleiri til að vitna í að þeir séu ekki bloggarar eða geti ekki verið bloggarar þar sem þeir hafi byrjað fyrir ákveðinn tíma.   Ég sá í einu athugasemdir kerfi einhvers sem vísaði að viðkomandi hafi byrjað fyrir tíma bloggsins eða árið 2001, svipaðar hugleiðingar og Egill er með:

Egill segir nákvæmlega:

Nú þegar árið er að renna sitt skeið langar mig að taka fram að ég hef aldrei skrifað blogg. Sögu mína á internetinu má rekja til 1. febrúar árið 2000, sem er sirka fimm árum áður en bloggið var fundið upp. Þar af leiðandi get ég ekki verið bloggari. Ég hef skrifað á netið í næstum sjö ár.

Það væri gaman að heyra þessa upphafsdagsetningu bloggsins hjá Agli, en árið 1998 var hér á Íslandi lifandi blogg með fjölmörgum bloggurum. Þá var þegar komin stór bylgja erlendis og blogger.com kominn fram.  Í kjölfarið fór hópurinn mjög hratt vaxandi og var svo komið menn voru ekki maður með mönnum nema að vera með blogg, ekki síst eftir að blogger fór að bjóða upp á ókeypis blogspot.com.  Hvar var Egill á þessum tíma?

Hver er svo skilgreining á bloggi?  Ef við snúum okkur aftur að Wikipedia má sjá:

A blog is a user generated website where entries are made in journal style and displayed in a reverse chronological order.

Spurningin er þá hjá Agli ef hann bloggar ekki, hvað gerir hann þá? Hvað er svona merkilegra við hugleiðingar Egils en annara bloggara?   Um leið og hann vorkennir mönnum sem vinna á fríblaði, birtast hugleiðingar hans undir sér kafla, í tímaröð og oft um pólitík á frívefnum vísi.is allt ókeypis. Allt samkvæmt skilgreiningu á bloggi.  Nokkurs konar eins mans fjölmiðill.  Það er ekki hægt að sjá neinn mun á þessum hlugleiðingum hans Egils og margra bloggara. 

Varðandi hversu merkilegt blogg er, þá er varla hægt að bera það saman við hefðbundna fjölmiðla með því fjármagni sem liggur að baki því, með yfirlestri og öllu því sem fylgir fjölmiðlum. Að afskrifa blog sem ómerkilegt eða heimskulegt er ódýrt.  Blogg eru mjög dýnamísk, bæði innan blogga og einnig milli blogga, það er t.d. fátt sameiginlegt með bloggi eins hjá Steingrími Sævars sem fær tugiþúsundi lesenda á viku og á bloggi á barnalandi um raunir barns. Bæði eru þetta þó blogg, en mjög mismunandi. Bæði í formi vinnu í bloggsins, þeim hugleiðingum sem þar birtast og fjölda gesta. Þetta eru þó bæði einstaklingar að setja fram eigin hugleiðingar í journal á vefinn.

Alveg eins og hugleiðingar Egils eru blogg og eru ekkert ómerkilegar sem slíkar.


Skaupið

Spá mín um skaupið reyndist rétt, mér stökk varla á bros nema í þeim kafla sem hafði þegar verið sýndur.  

Það var þó deilt um hvort þetta skaup hafði verið verra, eða kynningarmyndbandið sem var sýnt í fyrra um fjölskyldu Eddu Björgvins.  Það var ótrúlegt að sjá þá hvernig skattpeningum okkar var eytt í að kynna leikara son þeirra, sem var nú ágætur í fyrstu en varð svo bara óhemju leiðinlegur.

Í kjölfarið á skaupin í fyrra mætti það fólk sem stóða að því í þátt eftir þátt, þar sem fólkinu var hampað sem hetjum.

Ég vona að fjölmiðlar hafi vita á því í ár að sleppa því.

Menn hljóta svo að spyrja hver framtíð skaupsins verði,  það hefur ekki komið fyndið skaup í mörg ár og það virðist stöðugt erfiðara að finna hina sameiginlegu fyndni sem fjölskyldan getur sest yfir og hlegið.

Hvað sem því líður fannst mér þetta skaup lélegt. Kalt mat.


Aðrar lausnir?

Nú þegar það á að taka Byrgið af fjárlögum, er ekkert nema eðlilegt að fundnar verði aðrar lausnir.  Þó svo að fjármál Byrigisins hafi verið í lamasessi breytir það ekki því að þeir hafa gert góða hluti og með því að loka að fjárstreymið er ljóst það fólk sem hefur nýtt sér þjónustu Byrgisins þarf að fá hana annar staðar. 

Þau verkefni sem hafa verið á höndum Byrgisins eru málefni sem hafa ekki verið í góðum málum á Íslandi,  Framsókn var með gott loforð um fíkniefnalaust Ísland.  Það var auðvitað frekar fjarlægt markmið en breytir því ekki að á Íslandi eigum við mikið af fólki í þessum sporum.

Væntanlega mun Félagsmálaráðuneytið kynna fyrir okkur nýjum lausnum.  Nema að hann ætli að bjóða gistingu fyrir þetta fólk í félagsmálaráðuneytinu. 


mbl.is Forstöðumaður Byrgisins vissi ekki að greiðslur hafi verið stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keypt fyrir líkama og sál

Ég fór og verslaði bæði af Ársæli eins og á hverju ári, sem og af Einari, sem fullyrt hefur verið að sé bara framlenging af Krossinum.  Maður er því búinn  að versla fyrir Líkama og Sál :)

Á báðum stöðum var mikið að gera, en ég gerði nú engan sérstakan verðsamanburð enda það örugglega mjög erfitt.  Það er ekki um einsleita vöru og menn geta sagt að það sé meira eða minna af púðri en hjá samkeppnisaðilanum, betri gæðu, færri gallar og svo framvegis.  Eina sem er alveg öruggt er að þetta er mjög dýrt hjá báðum aðilum.

Um leið og maður fagnar samkeppni, það heldur björgunarsveitunum við efnið.  Neytendur geta valið og velja á hvorum staðnum þeir versla.  Það er hins vegar fyndið að heyra í einkaaðilum gera eins og þeir séu að gera neytendum einhverja greiða.  Þeir ætla sér að græða á þessu og það mikið.  

Ég sé ekki eftir þeim peningum sem ég eyði í þetta, ég versla mest allt hjá Ársæli og ætlast til þess að þeir sæki mig þegar ég týnist.  Ég lít oft við hjá hinum, meira til að skoða úrvalið og hugsanlega kaupa mér sniðuga flugelda sem ég fæ ekki hjá hinum.


mbl.is Allt stefnir í að sala á flugeldum verði meiri í ár heldur en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lén fyrir ekkert

Enn og aftur sannast að ekkert er ókeypis í heiminum, ég hef reyndar ekki kynnt mér þetta mál, en las þessa grein.  Það er verið að lofa ókeypis lénum, en þú borgar að sjálfsögðu fyrir það í rauninni með dýrari hýsingu.

Ef það er ódýr vefhýsing sem menn leita sér að,hef ég góða reynslu af hozt.biz og fann þar sniðuga hýsingu.  Áður var ég að hýsa mjög dýrt en nú er ég með nokkur lén á einni hýsingu.


Góð ákvörðun

Ég hef áður bloggað um þetta, en mér finnst þetta gríðarlega góð ákvörðun og ekki tekin degi of snemma. Ef hérna væri um þjóðbraut að ræða, væri þetta löngu búið að gera eitthvað.

Auðvitað má deila um það fjármagn sem fer í þetta, en samt liggur það fyrir að þeir einstaklingar og fyrirtæki sem greiða þetta niður. Líklega kemur mest á óvart hversu ódýr þessi strengur er miðað við þörfina.   Fjölmörg fyrirtæki reiða sig á strenginn, og auk þess má búast við því að fleiri eins og BT komi til landsins og nýti sér þá þekkingu sem hér er fyrir hendi.


mbl.is Samþykkt að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband