31.5.2007 | 08:37
Sjálfstæðisflokkurinn eyddi einna minnst
Mér sýnist Sjálfstæðisflokkurinn hafa eytt ca. 25% minna en Samfylkingin í auglýsingar. Það vekur athygli hvað Frjálslyndir eyddur raunverulega miklu fé í þetta. Miðað við stærð flokksins, og hvað maður varð lítið var við auglýsingarnar frá þeim.
Ég held að gamla góða lagið "Can't buy me love" eigi vel við í þessu samhengi.
Samfylkingin og Framsóknarflokkur vörðu mestu fé í auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað ætli allar kosningaskrifstofurnar sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera með í hverju einasta hverfi borgarinnar kosti? Hvað ætli úthringiherferðin þeirra hafi kostað? Hvað ætli flokkurinn hafi keypt flettiskilti, auglýsingar á strætóskýli og aðrar umhverfisauglýsingar fyrir mikið? Að ógleymdum öðrum kostnaði við alls kyns auglýsingar.
Þessi samanburður og þetta eftirlit var nefnilega alveg ofboðslega takmarkað - svo ekki sé meira sagt.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 09:00
Þessari mælingu var ætlað að mæla ákveðna hluti. Það þarf enginn að segja mér að aðrir flokkar hafi ekki notað sömu tæni. Samfó var t.d. með kosningaskriftofu í mínu hverfi og ég fékk svo heimsókn og mér voru færð blóm.
TómasHa, 31.5.2007 kl. 09:12
auðvitað er þetta þá svona, afþví að tölurnar eru ekki þér að skapi ingibjörg þá er samanburðurinn og eftirlitið takmarkað eins og þú segir, sorglegt. Voru s.s ekki aðrir flokkar með úthringingarstarfsemi, kosningaskrifstofur, strætóauglýsingar ofl.??? Náði "takmörkunin" á eftirlitinu bara til sjálfstæðisflokksins?
steini (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 09:13
Býrðu í Grafarvoginum Tómas?
Ingibjörg Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 09:48
Steini: auðvitað náði takmörkunin á eftirlitinu til allra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn virtist bara vera með kosningaskrifstofur í hverju einasta hverfi borgarinnar og það var aldrei talað um það sem kostnað. Samfylkingin var hins vegar bara með kosningaskrifstofur í miðbænum og svo í Grafarvogi, auk auðvitað flokksskrifstofunnar. Ég þekki best til í Reykjavík og treysti mér ekki til að tjá mig um hvernig þetta var á landsbyggðinni.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 09:50
Rétt er það. ég bý í Grafarvoginum.
TómasHa, 31.5.2007 kl. 09:54
Það hefur nú varla þá verið stór munur á þessu. Hverfafélögin eiga mörg sitt eigið húsnæði og voru með kosningabarátu í þeim. Það hefur nú alltaf verið gert og enginn munur á því núna, frá því sem áður var.
TómasHa, 31.5.2007 kl. 11:00
Veistu nokkuð Tómas hvað Sjálfstæðisflokkurinn var með margar kosningaskrifstofur úti í hverfunum? Ég tók eftir skrifstofu í JL-húsinu (hún stendur auð núna, hefur líklega verið í leiguhúsnæði), í Árbænum, á Langholtsveginum, svo var náttúrulega Valhöll og örugglega líka skrifstofur í Breiðholti og í Grafarvogi. Þarna eru komnar a.m.k. sex kosningaskrifstofur auk þess sem mig minnir að sjálfstæðismenn hafi haft einhverja aðstöðu í gömlu við Aðalstrætið. Kannski getur einhver bætt við upptalninguna.
Samfylkingin var bara með tvær kosningaskrifstofur í Reykjavík auk flokksskrifstofunnar. Þarna erum við því að tala um a.m.k. þrefalt fleiri kosningaskrifstofur sjálfstæðismanna. Í hverja þeirra þarf húsgögn, síma, tölvur, prentara, ljósritunarvél o.sv.frv. Svo þarf auðvitað auglýsingaskilti og borða á skrifstofunnar, auk veitinga að ógleymdu því að auðvitað þarf að manna staðina. Nú getur verið að það hafi allt verið sjálfboðaliðar-ég efa það þó að ég vilji ekki gera lítið úr grasrótarstarfi flokksins sem hefur löngum verið sterkt. Þó grunar mig að það sé orðið veikara heldur en það var og að hverfaskrifstofurnar séu þarna merki um forna frægð og fornan styrkleika.
Ég hef heldur ekki sagt að munur sé á kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins hvað þetta varðar heldur að þessar skrifstofur eru aldrei taldar með þegar verið er að tala um kostnað flokka. Því man ég eftir frá fyrri kosningum.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 11:33
Hverjar eru þessar flokksskrifstofur sem þú talar alltaf um? Er það þá ekki sama og Valhöll? Þar með eru hlutföllin ekki lengur amk. 3 sinnum heldur bara 2 sinnum. Ég kannast ekki við neina skrifstofu í Austurstræti.
Félögin í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi eiga öll sitt húsnæði, ég veit ekki hvernig þetta var með hin hverfin.
Ég keyri daglega fram hjá skrifstofu Samfylkingarinnar í Grafarvogi. Þar er sömuleiðis allt autt, svo það hefur verið leigu skrifstofa.
Þú fullyrðir að þetta hafi verið í hverju hverfi, þetta er ansi langt frá því.
Ég tek undir með Steina, þessar tölur virðast bara ekki vera þér að skapi. Þetta er mæling á ákveðnum hlutum og þar kom Sjálfstæðisflokkurinn best út á meðan Samfylking eyddi mestu. Sjálsagt hefðu menn getað gert samning um aðra hluti, en þetta var sá samningur sem menn gerðu um að hafa eftirlit með í þeim samanburði eyddi Samfylkingin mestu.
TómasHa, 31.5.2007 kl. 12:14
Já þetta er nú meira ruglið. Allt S-V kjördæmi var t.d. með sína kosningaskrifstofu í félagsheimilinu sem Sjálfstæðismenn í Kópavogi eiga og nota allt árið. Þetta var svipað með flestar aðrar kosningaskrifstofur, þ.e. notuð voru félagsheimili sem félögin eiga sjálf og nota síðan að sjálfsögðu sem kosningaskrifstofur fyrir kosningar....þ.a.l. er enginn aukakostnaður fólginn í þessum húsnæðum!
Margrét Elín Arnarsdóttir, 31.5.2007 kl. 13:03
Tómas: ég talaði ekki um flokksskrifstofur í fleirtölu heldur skrifstofu Samfylkingarinnar sem er við Hallveigarstíg. Þar var auðvitað unnið að kosningabaráttunni á landsvísu eins og væntanlega hefur líka verið gert í Valhöll. Ef við skrifstofur flokkanna út úr þessu dæmi þá er málið þannig að Samfylkingin var með tvær kosningaskrifstofur í Reykjavík en Sjálfstæðisflokkurinn með a.m.k. fimm - það er þær sem ég veit um og tók eftir þegar ég keyrði um bæinn. Líklega voru þær fleiri. Um það hef ég hins vegar ekki fengið nein svör. Hins vegar er það örugglega rétt hjá þér Tómas og flokksfélögin ykkar eigi þessar þrjár skrifstofur sem þú nefndir og að okkar aðstaða hafi verið leigð. Það breytir ekki því að fleiri skrifstofur kalla á aukinn kostnað. Kostnað sem mjög sjaldan virðist talinn með í neinum samanburði.
Ég held að við getum þó verið sammála um að þessi samanburður sem gerður var fyrir þessar kosningar var mjög takmarkaður.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.