En Landsvirkjun?

Miðað við þetta kæmi ekkert á óvart að þau hefðu líka leitað til Landsvirkjunnar.

Nú það í raun sjálfsagt að þau leiti hvert sem er eftir peningum, en á móti eiga menn ekki að vera hissa á svona viðbrögðum. Ég efast um að Sjálfstæðisflokkurinn leiti til Baugs um fjárstuðning eftir það sem Jón Ásgeir hefur sagt (óháð því hvort það sé rétt sem hann sagði um flokkinn).
mbl.is VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landsvirkjun er ríkisfyrirtæki með pólitískt kjörna stjórn og því ekk hægt að líkja því saman við Alcan.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: TómasHa

Ég er ekkert að líkja þessu saman við Alcan, bara að velta fyrir mér hvert þeir hafi leitað peninga.   Spurningin er kannski frekar, til hvaða fyrirtækja þau hafa leitað og í hvað miklu magni.

TómasHa, 5.4.2007 kl. 11:33

3 identicon

Þetta er svipað og ef Frjálslyndiflokkurinn myndi biðja Alþjóðahús um styrk!  :)

Sigurður (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 12:45

4 identicon

Allir flokkar leita til fyrirtækja um stuðning. Fréttin um að VG hafi sníkt peninga hjá Alcan er "ekkifrétt". Það eru eðlileg vinnubrögð að sækja um stuðning til 100 stærstu fyrirtækjanna burtséð frá því hvort þau séu vinsamleg flokknum eða ekki. Sum veita stuðning önnur ekki. Það sem er í raun fréttnæmt í þessu er að Alcan er að reyna að hefna sína á VG fyrir andstöðuna við stækkunina í Straumsvík með því að leka "fréttinni" í fjölmiðla.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband