Þarf að ná tökum á póstinum

Nú þarf bara að ná tökum á póstinum, ríkið hefur á fullu verið að selja frá sér eignir á sama tíma og pósturinn verið á fullu. Það þarf að ná tökum á þessu fyrirtæki og helst að selja það.

Enn er eftir að útskýra fyrir mér afhverju það var svo gott fyrir póstinn að kaupa sér prentsmiðju.

Þetta framtak er mjög gott hjá Valgerði, enda algjör óþarfi að eiga hlut í þessu félagi.
mbl.is Hlutur ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það væri í lagi að haf smá vit á því sem maður er að setja á blað. Selja póstinn og svo hvað ? Pósturinn var ekki að kaupa prentsmiðju heldur fyrirtæki í auglýsingum og slíku.  Hverjum ætlar þú að selja póstinn og með hvaða kvöðum.

Pósturinn er hlutafélag í samkeppni um land allt. Baðfélag Mývatnssveitar er fyrirtæki af allt öðrum toga. Af hverju leggur þú ekki til að selja Landsspítalan eða Þjóminjasafnið ? Kynntu þér hvað gerðist á Nýja Sjálandi og löndum þar sem hluti af póstþjónustu hefur verið seldur.

Pósturinn hefur hvergi verið seldur og alls staðar í heiminum í grunninn í eigu ríkis því þetta er einn af hornsteinum samfélaga. Skoðun þín er ekkert ígrunduð og sett fram af ábyrðarleysi og vanþekkingu

Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Já svei,  þú hefur bara ekkert vit á póstþjónustu.  Það er t.d. engin ríkispóstur á Norður pólnum viltu ekki að Jólasveininn fá póst?

Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 03:36

3 Smámynd: TómasHa

Ertu að líkja póstþjónustu saman við heilbrigðisþjónustu?  Er þetta orðið að einhverskonar grunnþjónustu, það er það svo sannarlega ekki í mínum kokkabókum. 

Það stendur til að fella einkaleifi ríkisins af póstdreifingu eftir nokkurn tíma, nú þegar eru nokkrir áhugasamiir um að bætast í þennan hóp.  Þetta er bara þjónusta eins og önnur þjónusta.  Það er ekkert athugavert við að einkaaðilar framkvæmi hana.    

Nú er búið að einkavæða símann.  Síminn þinn virkar alveg enn þá er það ekki?  Kerfið er ekkert að hrinja?

Varðandi kaupin, hvað er eðlilegt að Pósturinn kaupi.  Væri eðlilegt að hann keypti Eimskip eða flugleiðir.  Þetta eru jú fyrirtæki sem hann er í samkeppni við Póstinn en á sama sviði.  Hvað með Norðlenska Matborðið eða Modernus? Eru eðlilegt að síminn eigi þau.

Ég sé bara ekkert eðlilegt við að Pósturinn kaupi Samskipti. Mér er alveg sama þótt hann sé í auglýsingavörum.  Þetta er bara eitthvað sem Pósturinn á að kaupa á opnum markaði eins og önnur fyrirtæki.

TómasHa, 5.4.2007 kl. 10:32

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvað er eðlilegt og ekki eðlilegt í viðskiptum. Samkvæmt kokkabókum sjalla er frjálsræði sem gildir...en er það bara frjálsræði hinna útvöldu. Þetta er auðvitað kjaftæði. Þú býrð greinilega á svæði sem ekki þarf á samfélagspóstþjónustu að halda. Það kostar 1000 kall að koma bréfi frá Djúpavogi til Reykjavíkur...þú ætlar kannski að rukka þá sem þar búa um þá upphæð í stað jöfnunargjaldsins 60 kr ?

Þýski pósturinn er sá öflugasti í Evrópu og er að stærstum hluta í eigu þýska ríkisins. Hann er stærsti hluthafi í DHL og þykir eðlilegt á þeim bænum. Ég get nefnt þér mýmörg dæmi um sambærilegt um alla Evrópu en nenni því ekki af því þú er svo trúaður. Hér á Akureyri er prentfyrirtæki í samkeppni við póstinn um dreifingu á fjölpósti...og það er hið besta mál...samkeppni þroskar fyrirtæki og það skiptir ekki máli hver á þau þegar það er skoðað.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.4.2007 kl. 10:52

5 Smámynd: TómasHa

Hvað finnst þér um eignarhlut Póstsins í Norðlenska? Eða Modernus.  Er eitthvað sem bendir til þess að Ríkið sé betur til þess fallið að sjá um þessa dreifingu en einkaaðilar?

Ertu að borga hærra gjald fyrir að hringja frá Djúpavogi?  Það liggur fyrir að það er mun dýrara að hringja af þessu svæði.  Er eitthvað sem segir að sama gildi ekki um póstinn?

TómasHa, 5.4.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband