Færsluflokkur: Vefurinn

Um heimsóknir

Í gær skrifaði ég um heimsóknartölur á blog.is, Björn Ingi bendir á þessa færslu hjá mér. Hann spyr meðal annars:

Hefur heildaraðsókn að Moggablogginu dalað, eða hafa þeir tekið upp nýjar aðferðir við talninguna sem leiða til færri heimsókna?

Þetta er sama spurning og ég sá annarstaðar þar sem rætt var um blog.is, að þeir hefðu breytt teljaranum sínum. Nú er ég með annan teljara á síðuni Sitemeter, vegna þess að teljari blog.is sýnir eingöngu hversu margir hafa komið en ekki hvaðan. Það eru þó mjög verðmætar upplýsingar þegar maður vill getað svarað fyrir það sem er skrifað um einhverjar færslur. Þá er þetta oft eina leiðin til að sjá hverjir eru að linka á bloggið manns.

Samanburður á báðum teljurum sýnir að talning á blog.is hefur ekki breyst. Það er sami fjöldi heimsókna á báðum teljurum, og það var sami fjöldi áður.

Niðurstaðan er sem fyrr að heimsóknum á blog.is hefur fækkað.

Rímorðavélin

Brjálaði Anarkistinn svaraði mér áðan og sagði að hi netföng væri aðgengileg á netinu (fyrir nemdendur) og einnig á kaupanlegum listum. Í fréttinni var sagt að hann hafi sent á kvenkynsnemendur, þannig að væntanlega hefur hann haft nafn og netfang, og sent bara á þær sem voru "dóttir".

Elísa segir:
Hingað til hafa netföng allra nemenda alltaf verið aðgengileg öllum nemendum, þó reyndar hafi staðið til að breyta því á næstunni.

Þetta er væntanlega á lokuðu svæði eða hvað?

Annars kemur ekki fram á hvaða tíma þetta var, en þegar ég byrjaði í háskólanum var einfaldur listi með öllum heimasíðum á háskólasvæðinu, þar sem slóðin fyrir aftan tilduna var notendanafnið. Það hefði verið nokkuð einfalt að finna út netföngin út frá því.

Ég held samt að menn verði að fara varlega í að loka á aðgengi að netföngum, þetta hefur verið ágætt þannig að þú hefur þurft að leita, þannig hefur ekki verið of mikil hætta á söfnunum á netföngum.

Ástæðan fyrir þessari færslur var samt ekki að ræða um netföng Hí, heldur að minnast á rímorðavél Elíasar, snilldar tól og betur hefði ég haft þetta um daginn þegar ég var að reyna að koma saman vísu í tilefni af giftingu. Vísan fór aldrei saman, en aðrar lausnir fundust.

Hér er svo Rímorðavélin.

Islandsflokkurinn.is

Steingrímur Sævarr benti á það áðan að flokkur Margrétar og Ómars muni heita Íslandsflokkurinn. Ég myndi ekki veðja á móti Steingrími um þetta, en Sigurlín Margrét skráði lénið Íslandsflokkurinn.is í dag.

Miðað við þá staðreynd að Sigurlín hefur verið dyggur stuðningsmaður Margrétar og sagði sig úr flokknum um leið og Margrét má telja mjög líklegt að þetta verði það nafn sem þau hafa ákveðið.

Nafnið er amk. í þeim anda þeirar áherslu sem þau hafa kynnt.

Tæknisýning á blog.is

Sýningin Tækni og vit sem fer fram núna þessa dagana er búin að koma sér upp eigin bloggi á blog.is. Þetta er í raun bara fréttahluti síðunnar þeirra, en ekki raunverulegt blogg.

Þeir gera þetta augljóslega í von um að ná til fleiri lesenda. Það virðist vera að virka alla vegna hafa tæplega 1500 manns skoðað síðuna hjá þeim. Væntanlega mun fleiri en ef þeir hefðu haft þetta inn á eigi síðu.

Er heimsóknum að fækka á moggablogginu?

Ég var að skoða listann yfir vinsælustu blogginn á blogg.is og ég get ekki séð betur en að heimsóknartölur séu að breytast. Það séu færri núna en voru fyrir nokkrum vikum. T.d. er Sigmar með 17 þúsund heimsóknir en hann var með um 30 þúsund fyrir nokkrum vikum, einnig duga núna rúmlega 1500 heimsóknir á viku til að vera á topp 50 en var fyrir nokkrum vikum um 3 þúsund.

Ég skrifaði hér í seinustu viku um Denna og hans nýja blogg. Ég velti fyrir mér hvort hann hafi verið að draga vagninn?

Ekki nægar heimsóknir á vísi.is

Denni bendir mönnum á að heimsækja bloggið sitt á Vísi.

Maður veltir fyrir sér hvort sumir séu ekki ánægðir með heimsóknirnar sínar á nýjum stað.

Ég hef auðvitað fjallað nokkrum sinnum um vísisbloggið hérna á blogginu mínu.

Denni flytur

Ofurbloggarinn Steingrímur Sævar, hefur nú ákveðið að flytja sig á vísis bloggið. Þrátt fyrir ýmsar breytignar þar á bæ virðist það ekki hafa náð neinum vinsældum líkt og moggabloggið. Sem dæmi virðist nánast aldrei vera bloggað um fréttir, þrátt fyrir að þeir hafi bætt þeim fídus við.

Það verður spennandi að fylgjast með hvort það rædist eitthvað úr þessu núna hjá þeim, með nýjan ofurbloggara innaborðs.

Ætli það verði farið að bjóða í menn líkt og gerðist hjá blog.is, þegar þeir fengu menn eins og Guðmund Magnússon, Björn Bjarnason og Pétur Gunnarsson til að snúa frá sínum eldri bloggkerfum og snúa sér að moggablogginu?

Hvað ætli gangverðið á einum góðum bloggar sé í dag?

Skrifstofustarf en ekki ritskoðun

Ég hafði gaman að lesa grein Steingríms J, í mogganum í dag.  Hvernig hann ræðst að bloggurum Samfylkingar og Framsóknar fyrir að benda á Netlögregluna sem hann vill koma á fót.   

Það er gaman að hlusta á hvernig Steingrímur reynir að kenna þeim um þetta, að þeir séu að mistúlka orðin hans, eða þessu hálfu setningu eins og hann kallar þetta.  Ég held að meiningin hafi ekki farið fram hjá neinum sem sá þetta. Núna er hins vegar búin nað setja á fullt í bakkgírinn þegar viðbrögðin koma í ljós. Hérna er því á ferðinni það sem PR-menn myndu kalla "Damage control".

Það sem Steingrímur sagði og þessi hálfa setning sem hann skrifar í dag heila grein til að verja er nokkurnvegin svona:
Egill: Myndirðu vilja ráðstafana til að takmarka klám á netinu:
Steingrímur: Já, alveg absalút, ég vil stofna netlögreglu sem meðal annars hefur það hlutverk og ekki síst að stöðva dreifingu kláms á netinu...

Dæmi nú hver fyrir sig, hvort þessi orð um netlögreglu hafi verið tekin úr samhengi. Hvernig á lögreglan að stöðva klám? Senda erlendum klámdreifingaraðilum bréf?

Hérna er augljóslega verið að ræða um ritskoðun.

Að taka út fréttatenginu

Ég væri alveg til í að það væri hægt að taka út fréttateningu í eina átt, það er að ég gæti beðið um það að tengingin við mig birtist ekki við fréttina sjálfa, þó svo að linkurinn birtist hjá mér.

Ástæðan er einföld stundum dettur mér eitthvað í hug um leið og ég sé fréttina og dæli því inn. Hins vegar veit ég að það er hvorki viðbót né áhugavert fyrir þá sem eru að lesa fréttina að fá þetta.

Hins vegar vill ég
  • Hafa linkinn í minni færslu
  • Geta farið beint úr fréttinni og bloggað
    • Ég er mjög hrifinn af þessum "blogga um frétt" fídus, reyndar blogga ég um margar aðrar fréttir en sem birtast á mbl.is en þá kópera ég yfirleitt fréttina eins og hún leggur sig.

Blogg framkvæmdarstjóra

Það er gaman þegar forstjórar stórra fyrirtækja eru að blogga, það fyrirtæki sem ég hef oftast verslað vefhýsingu hjá er með bloggandi forstjóra. Stundum þegar eitthvað gerist kíki ég á bloggið. Það er bloggið hjá bluehost:
http://www.mattheaton.com

Eini íslenski framkvæmdarstjóri sem ég veit um á íslandi og er að blogga er Egill hjá Brimborg. Hann hefur mest verið að blogga um eigið hugðarefni, hins vegar er Brimborg auðvitað eina bloggandi fyrirtækið.

Bluehost.com Web Hosting $6.95

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband