Um heimsóknir

Í gær skrifaði ég um heimsóknartölur á blog.is, Björn Ingi bendir á þessa færslu hjá mér. Hann spyr meðal annars:

Hefur heildaraðsókn að Moggablogginu dalað, eða hafa þeir tekið upp nýjar aðferðir við talninguna sem leiða til færri heimsókna?

Þetta er sama spurning og ég sá annarstaðar þar sem rætt var um blog.is, að þeir hefðu breytt teljaranum sínum. Nú er ég með annan teljara á síðuni Sitemeter, vegna þess að teljari blog.is sýnir eingöngu hversu margir hafa komið en ekki hvaðan. Það eru þó mjög verðmætar upplýsingar þegar maður vill getað svarað fyrir það sem er skrifað um einhverjar færslur. Þá er þetta oft eina leiðin til að sjá hverjir eru að linka á bloggið manns.

Samanburður á báðum teljurum sýnir að talning á blog.is hefur ekki breyst. Það er sami fjöldi heimsókna á báðum teljurum, og það var sami fjöldi áður.

Niðurstaðan er sem fyrr að heimsóknum á blog.is hefur fækkað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Stóra spurningin hlýtur að vera hvort heildarheimsóknum á blog.is hafi fækkað eða bara heimsóknum á einstakar síður. Mín kenning er sú að eftir því sem síðum á blog.is hafi fjölgað þá hafi dregið úr yfirburðum (í fjölda heimsókna) á einstakar síður og þess í stað séu heimsóknirnar dreifðari á fleiri síður en áður þannig að heildarfjöldi heimsókna á blog.is þarf ekkert endilega að vera minni. 

Gæti verið að þeir sem hafi áhyggjur af fækkun heimsókna séu kannski ekki að blogga eins oft og áður og því séu þeir með lægri heimsóknartölur?

Björg K. Sigurðardóttir, 10.3.2007 kl. 16:20

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ég fyrir mitt leit, hef breytt mínum rúnt, þannig að núna fer ég aldrei oftar en einu sinni á dag inná hverja síðu, var áður að fara nokkrum sinnum til að sjá hvort eitthvað væri að gerast.

Tómas Þóroddsson, 10.3.2007 kl. 17:16

3 Smámynd: TómasHa

Einar, þetta er valid í þeiri umræðu sem hefur verið í gangi á nokkrum bloggum undanfarið, hvort vinsældir blog.is hafa minnkað eða hvort þeir hafi breyt teljaranum.  Taktu eftir því að ég er ekki að ræða mitt blogg hérna. Ég veit ekki um þig en mér finnst þetta alveg valdid og áhugaverð umræða, sérstaklega í ljósi aukinnar samkeppni á milli blog.is og visir.is.

Björg: Maður veit ekki hverning þetta er að breytast, en maður veit að þetta er að breytast. 

TómasHa, 11.3.2007 kl. 00:38

4 Smámynd: TómasHa

Ég hef haft mikinn áhuga á þessu, ég veit ekki hvort þetta sé nördaskapur eða hvað en ég hef frá upphafi verið að velta þessu fyrir mér, hvernig þetta hefur virkað.  Það getur vel verið að mönnum finnist þetta ekki vera áhugavert, en þetta er bara svona.

Vefþjónustan hefur skipt máli, lestur blogga á blog.is hefur verið meiri en lestur blogga, sem eru bara hýst út í bæ.  Þetta hefur verið margþætt, t.d. tengingar við fréttir, teningar á milli blogganna, birtingar á forsíðu mbl.is og svo framvegis.  

Staðreyndin er sú að vinsælustu bloggin hafa dalað og þetta vakti athygli mína.  Mér finnst áhugavert að velta þessu fyrir mér. 

TómasHa, 11.3.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband