Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Margrét á útleið og nýtt nafn Frjálslyndra?

Margrét Sverrisdóttir sagði, að hún teldi sig geta gengið af fundinum stolt og keik því engu hefði munað í kjörinu. Hún sagðist þó viðurkenna að niðurstaðan ylli sér vonbrigðum og eins að þurfa hugsanlega að sjá á bak hennar góða flokki. Boðaði hún síðan stuðningsfólk sitt til fundar á mánudaginn klukkan 18.
Þetta er óneitanlega áhugverð yfirlýsing og bendir til þess að þetta sér þegar ákveðið. Margrét getur ekki sagt annað en hún komi vel frá þessu kjöri, með 46% stuðning. Margur hefði skilið ákvörðun um borthvarf ef þetta hefði verið burst en svo var ekki.

 

Ég ímynda mér að margir hafi ferkar viljað fá þessi úrslit, bæði vegna þess að Magnús er veikari pólitískus. En ekki síst held ég að margir vilji vita hvaða atburðarrás fer af stað. Magnús var búinn að segja að hann myndi una niðurstöðinni en Margrét ætlar hugsanlega ekki að gera það. Einnig er Sverrir búinn að tryggja sér nafnið og því munu deilurnar hadlda áfram innan flokksins.

Hverngi á flokki eftir að ganaga í kosningabaráttu um leið og hann er í dómsmáli að berjast fyrir nafninu?


mbl.is Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr formaður fulltrúaráðsins

Í dag var kosinn ný stjórn og forysta í fulltrúaráðinu Verði. Helst markvert í þessum kosningum var að Magnús L. Sveinsson ákvað að bjóða sig ekki fram aftur til formennsku í fulltrúaráðinu og sagði að þetta hefði verið efttirréttur hjá sér en þegar hann hafi ákveðið að taka við formennsku hefði hann verið búinn að ákveða að hætta í stjórnmálum. Nýr Formaður er Marta Guðjónsdóttir, en Mörtu hef ég kynnst ágætlega undanfarið vegna starfa hennar í kringum borgarstjórnarflokkinn. Ég óska Mörtu auðvitað til hamingju.

Hitt markvert af þessum fundi var að Kjartan Gunnnarson, en hann kallaði tæplega 30 ára veru sína í stjórn fulltrúaráðsins forrétt.

Það sem var merkilegt við þennan fund að formlega er ég ekki með neina stöðu innan flokksins annað en að vera almennur félagsmaður með setu í fulltrúaráðinu. Það var sem sagt kosið nýtt Flokksráð fh. varðar. Flokksráð hefur fundað 1 sinni þau 2 ár sem ég hef setið í því. Það vildi þannig til þann dag að ég komst ekki. Þannig að seta mín í Flokksráði voru mér ekki sérstaklega þungar byrgðar.

Samfylkingin hefur áhyggjur af svikum D við B

Það er áhugavert að lesa þetta og heyra áhyggjurnar sem Samfylkingarmaðurinn Jóhanns Ársælsson hefur af því að Framsóknarflokkurinn hafi verið svikinn.

Skildum við eiga von á fleiri svona ábendingum hjá Samfylkingunni á því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn á að hafa svikið Framsókn. Ætli þeir félagar séu ekki fullfærir um að klára þessi mál, án hjálpar Jóhanns.

Honum væri nær að líta sér nær og velta fyrir sér vandamálum eigin flokks, þau virðast ærin um þessar mundir.
mbl.is Sveik loforð sitt við Framsóknarflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart!

Það kemur engum á óvart að borgarstjórnarflokkurinn skuli styðja hana Margréti. Hún er þá ekki lengur ein og óstudd eins og heyra mátti á henni þegar formaðurinn lýsti yfir stuðningi við gamla varaformanninn sinn.

Það eru alltaf að koma ný og skemmtileg útspil í þessari baráttu. Þetta er orðið skemmtilega reifarakennt.

Ég verð að segja að ekki vildi ég hafa svona ástand í mínum flokki.
mbl.is Borgarstjórnarflokkur F-lista styður Margréti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að stela flokk

Undanfarið hef ég nokkrum sinnum nefnt Frjálslyndaflokkinn, en ég hef verið þeirrar skoðunar að sú barátta sé tilbúin í herbúðum Sverris Hermanssonar.  Það þarf enga pólitíska snillinga til þess að sjá að svo sé.  Nú tek ég það fram að mér finnast þeir kumpánar sem eru formaður og varaformaður engir snillingar.

Nú hefur komið í ljós að búið er að flytja flokkinn, heim til Sverris, en flokkurinn er með húsnæði sem þeir eiga að Aðalstræti 9.  Væntanlega hafa þau einnig gert ráðstafanir út af því.  Einnig kemur í ljós að þau símanúmer sem eru skráð, er heimilisfangið Grenimel 9, og er síminn hennar Margrét Sverrisdóttur.

Einnig hefur verið þrálátur orðrómur þess efnis að Sverrir Hermansson hafi skráð einkaleyfi á nafninu Frjálslyndiflokkurinn.

Þessar aðgerðir þeirra feðgina benda nú ekki til þess að þau séu að rétta fram sáttarhönd eins og Margrét hefur fulllyrt, heldur öðru nær eru þau að undirbúa aðgerir til þess að ná flokknum til sín með góðu eða illu. 


Höllu í embætti KSÍ

Í gær leitaði ég svara og fékk varðandi framboð Höllu. Í fyrstu leit þetta út fyrir að vera eitthvað grín, en það var byggt á miskilningi mínum. Staðurinn "Fish and Chips" er víst nýr fínn staður, en sá staður sem gengur undir nafninu "Fish and Chips" er staðurinn á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Framboðið er sem sagt af fullri alvöru.

Það virðist komin ákveðin bylgja í samfélaginu að styðja Höllu, ansi margir eru tilbúnir að hrista upp í þessum samtökum (KSÍ) og fá ný sjónarmið inn. Það þýðir þó ekki að hún muni ná árangri.

Nú þegar hafa félög lýst yfir stuðningi við frambjóðendur, baktjaldamakk hefur farið fram og loforð hafa verið gefin.

Þeir sem eru með fulltrúa í þessu vali eru væntanlega ekki æstir í þessa uppstokkun sem Halla er að bjóða fram, það eru einfaldlega ekki þeira hagsmunir að hræra upp í kerfinu (þó menn vilji ákveðnar breytingar). Það eru þeira hagsmunir að hafa kerfið eins og það er, og að með stuðningi við ákveðinn frambjóðenda munu þeir tryggja félagi sínu aðgengi að fjármunum og góðu veðri hjá KSÍ.

Þetta mun hins vegar ekkert hafa með það að gera að Halla er kona, femínisti eða í VG. Ég vona að sú umræða eigi ekki eftir að koma upp í kjölfar kjörsins. Það eru bara ekki þau sjónarmið sem ráða þessu.

Ég styð Höllu, ekki að mitt atkvæði ráði neinu. Óháð kynferði og bakgrunni, held ég að Halla myndi hrista skemmtilega upp í þessu. Það veitir sjálfsagt ekki af því.

Fjáraustur rétt fyrir kosningar

Ég spái því að þetta "stríð" sé hluti af áætlanagerð sjálfstæðismanna að ná góðum árangri á Suðurlandi. Kjartan leggur í Sturlu, verður rebbell í smá tíma og vekur eftirtekt fyrir skelegga framgöngu. Sturla verður hetja fyrir að standa í lappirnar gegn frekju Sunnlendinga.

Svo rétt fyrir kosningar mun Sturla gefa eftir, Kjartan verður hylltur sem bjargvættur Suðurlands.

Fyrir þá sem hafa áhuga á þessum málum bendi ég á grein Samúels T. Péturssonar á Deiglunni. Þar bendir Samúel á kosti 2 + 1 á Suðurlandsvegi í staðinn fyrir 2 + 2. Þess má að lokum geta að Samúel veit hvað hann syngur þegar kemur að vegamálum.

2 + 1 selur auðvitað ekki þegar þú ert að fara í kosningar.
mbl.is Þingmaður krefst tvöföldunar Suðurlandsvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um Útvarp Sögu og Margréti

Ég er dyggur hlustandi Útvarps Sögu, eftir að það var eina masstöðin, og einnig eftir að Sigurður G. og morgunhaninn mætu á stöðina.  

Ég var að lesa á vefsíðu Margrétar Sverrisdóttur, þar sem hún hamast út í Jón Magnússon og útvarp sögu. Ég hafði ekki séð þetta þegar ég skrifaði um viðtalið við Eirrík Stefánsson í gær.

Þetta segir hún:

Um nokkurra mánaða skeið hefur fámennur hópur karla haft frjálsar hendur á Útvarpi Sögu til að flytja endalausan óhróður um mig.  Þeir ýmist flytja pistla eða hringja inn þegar símatími er og hafa einnig verið í viðtölum. Þetta eru eftirtaldir: Jón Magnússon formaður Nýs afls sbr. þessa heimasíðu http://www.nyttafl.is/jm/jm_149.html, Höskuldur Höskuldsson varaformaður Nýs afls, Tryggvi Agnarsson, stjórnarmaður í Nýju afli og Eiríkur Stefánsson frá Fáskrúðsfirði.

Ég get nú ekki verið sammála þessu, Jón Magnússon hefur verið með fasta pistla í nokkur ár á stöðinni, og hinir hafa komið 1-2 að undanförnu.

Margrét og hennar fólk hefur haft sama aðgengi og aðrir að símatímum stöðvarinnar, menn eru ekkert sérstaklega valdir inn heldur er þetta (eins og nafnið gefur til kynna) símatími! Ég man ekki betur en að Margrét hafi einmitt nýtt sér einn svona tíma til að tjá sig.

Ég heyrði svo í Tryggva áðan, en hann var nú aðlega að tala um hvað það væri gott að vera í flokknum og hvað það væri öflugt innra starf. Veit ekki hvort þetta var eitthvað háð hjá honum, eða þetta sé svo öflugt vegna handalögmála en ekki uppbyggjandi starfs.

Ég endurtek það sem ég sagði hérna um daginn og spái því að flokkurinn mun ekki fara einn til næstu þingkosninga heldur verði þetta eitt eða fleiri brot.

Góð viðbrögð

Eins og lesendur bloggsins míns vita var eitt fyrsta verk mitt sem forseti JCI Esju að skipuleggja ræðunámskeið og kynna það. Því er skemmst frá að segja að það eru bara örfá sæti laus í námskeiðið og gríðlegt gleðiefni fyrir nýkosinn forseta að það stefni í svo gott námskeið.

Það góða við JCI sem samtök er samt að maður fær þjálfun og ef maður hefur áhuga á þá nær maður vonandi síðar að gefa til baka og þjálfa sjálfur. Það er kosturinn við þessi námskeið.

Ég hef verið svo heppinn að fá gott fólk með mér í félag, svo við erum með frábæra kennara til að sjá um þetta. Lesendur bloggsins þurfa að hafa litlar áhyggjur af því að ég muni sjá um að þjálfa.


Netveðmál

Nú er komin upp töluverð umræða um Netveðmál, þetta virðist vera vandamál sem menn hérna heima eru allt í einu að átta sig á.  Ekki síst eftir að ákveðin fyrirtæki fóru að kynna þessa vöru á íslenskum vefjum, sum að hluta til í eigu Íslendinga.

Menn hrökkva í einhvern baklás og fara að velta fyrir sér hvernig er hægt að stöðva þetta.  Þetta gera íslensk yfirvöld mörgum árum eftir að þau bandarísku gera það.   

Bandaríkjamenn hafa ekki en fundið lausn á þessum málum, þegar sótt var að fyrirtækjunum fluttu þau sig einfaldlega úr landi. Þegar forsvarsmenn voru sóttir til saka gerðu þeir það líka.  Núna sitja þessir menn á heitum eyjum við Karabíahafið og vita ekki aura sinna tal.    Allar aðgerðir til að ná til þessar manna hafa ekki skilað árangri. 

Sú umræða sem nú er til umræðu hér heima vekur ekki síst athygli vegna þess að það eru íslenskir aðilar sem eru hluti af einu þessara fyrirtækja (Betson), hins vegar eru önnur eins og Partypoker og 888.com eru í hópi.   

Íslendingar segja sögur af því hvernig þeir hafa eytt aleigunni í þessi fyrirtæki.  Um leið og Bandaríkjamenn geta ekki með nokkru móti haldið aftur af þessu er mjög erfitt að sjá hvernig við ætlum að gera það.  

Kínverjar hafa stundað ritskoðun á netinu, það hefur reyndar ekki gengið sem skildi en það er spurning hvort íslenskum stjórnvöldum gengi ekki betur í því. Ekki að ég viti hvernig tækileg þetta væri framkvæmt en samt eru bara örfáir þræðir inn í landið fyrir utan gervihnattarsamband.  Þetta fer í gegnum örfáa söluaðila á netsamabandi.  Það kemur mér ekkert á óvart ef að umræða mun fara af stað um þessa lausn hér á landi.

Þessi lausn virkar illa í Kína og mun gera það sama hérna, þeir sem hafa áhuga að stunda þetta munu gera það. Spurningin er öllu heldur hvar sú ritskoðun myndi stoppa.  Er þetta eina óæskilega efnið sem við getum fundið á netinu.

Þessi fyrirtæki eru engir byrjendur, en margir sem sækja forrit á netinu samþykkja í leiðinni skilmála um að setja upp forrit á vélunum sínum. Þessi forrit poppa reglulega upp auglsýingu eða skapa tengar við þessi fyrirtæki.

Hingað til hafa verið nóg af tækifærum til þess að tapa heilu einbýlishúsunum, Háskólinn, rauðikrossinn og fleiri góðir aðilar hafa rekið spilakassasali um allan bæ.  

Væri ekki nær að hefja baráttuna eitthvað nær okkur en netveðmál? 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband