Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.8.2007 | 08:33
Slæmt PR
púff.
Þetta er rosalega slæmt PR, ég veit ekki hversu margir styðja þetta. Ég hef amk. ekki hitt einn einasta.
Hvaða róna er ekki sama þótt bjórinn sé ekki kaldur? Volgur bjór er væntanlega betri en ódýr rakspýri á hvaða degi sem er.
![]() |
Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2007 | 13:28
DHL hefur leiðrétt þetta
Rétt í þessu var haft samband við mig frá DHL, þar sem málið var leiðrétt en þeir höfðu lesið færsluna mína. Það er sem sagt búið að fella niður skuldina mína án þess að ég þurfi að hafa meira fyrir þessu. Ég fékk líka afsökunarbeiðni vegna fyrra málsins.
Ég á reyndar ekki enn DHL bolla, bol eða penna. En afsökunarbeiðni og leiðrétting á skuldfærslunni var meira en nóg.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.8.2007 | 11:20
DHL sendi málið í innheimtu
Um daginn skrifaði ég um samskipti mín við DHL, og hvernig DHL tókst ekki að senda mér bækur fyrr en eftir 5 mánuði, þeir lugu því svo til að hafa send mér fullt af áminningarmiðum, gátu ekki beðist afsökunar. Nú ganga þeir svo skrefinu lengra og hafa send mér lögfræðihótun til þess að rukka inn þessa skuld.
Ég trúi ekki á tilviljanir en þessi lögfræðihótun frá Intrum var send daginn eftir að ég skrifaði um þetta, og 5 mánuðum eftir að pakkinn barst. Það er greinilegt að þetta hefur farið í taugarnar á einhverjum, því nú virðist það vera mitt mál að sanna að ég hafi greitt fyrir pakkans. Þetta á því eftir að kosta mig auka vesen og símtöl. Ef ekki eitthvað meira.
Þetta er það sem ég fæ, þegar ég hefði átt von á því að fá afsökunarbeiðni frá þessu fyrirtæki en fæ í staðin lögfræðihótun. Það er greinilega eitthvað mikið að í skipulaginu hjá þeim.
Í heimsókn minni um daginn var mér sagt að þeir hefðu greitt fyrir mig þær 3029 krónur sem ég var rukkaður fyrir, þeir gætu ekkert gert fyrir mig. Þeir væru jú bara að greiða fyrir mig opinbergjöld. Í ljós kemur að það var ekki allskostar rétt því þeir rukka mig um 980 króna útskriftargjald, þetta er gert þrátt fyrir að ég hafi greitt úti fyrir allan kostnað. Nú er ég beðinn um að greiða þeim meira en 5 þúsund.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2007 | 21:57
Megleiðbeiningar með megaviku
- Röðin að sækja - Þetta er klárlega lengsta röðin, og nær oft úr.
- Röðin að panta - gestir Dominos hafa gert með sér þögla sátt um að fólk sem er að panta fái að fara á undan þeim sem eru að sækja. Margir nýliðar eru hálf ruglaðir í þessari reglu
- Uppkallsröðin - hérna ruglast fólk oft virkilega en þetta er fólkið sem hangir víðsvegar um sjoppuna, án þess virðast vera í nokkurri röð. Þetta fólk er að bíða eftir að heyra nafn sitt, en Pizzan var þá ekki tilbúin þegar það hafði staðið í panta-röðin, pizzan var vitlaust bökuð eða það fór í panta röðina
Margir misskilja alveg kerfið og halda t.d. vegna þess að þeir hafi pantað á undan geti þeir bara vaðið inn og sótt sína pizzu. Þetta er auðvitað stór misskilningur, ætli hann sé ekki síst til kominn vegna SMS skilaboðana sem Dominos sendir. Þar segja þeir fólki hvenær pizzan er tilbúin. Þegar fólk mætir á þeim tíma í sækja röðina, þá er 20 mínútna bið og pizzan orðin köld. Málið er að sirka hvenær SMS-ið kemur og vera mættur í röðina þegar það kemur. Þannig hámarka menn líkurnar á að pizzan sé heit þegar hún er afhent.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2007 | 19:10
Hotmailið orðið 5 gigabite
20.8.2007 | 14:54
Lúkas sjálfur mættur

20.8.2007 | 09:55
Newcastle vs. Westham
Hvort ætli Westham eða Newcastle sé flottara lið. Ég efast um að kaup á svona félagi sé mikil gróðafjárfesting. Er þetta ekki bara næsta þota? Flott að eiga einkaþotu og fótboltalið. Standard milljarðamæringa á Íslandi að hætta.
Í þeim samanburði, þá stóðu gömlu milljarðamæringarni að Stoke, svona eins og það var einu sinni í tísku fyrir þá að njóta saman í Saga Class.
Ætli það sé ekki farið að vera einmanalegt að vera milli?
![]() |
Vilja kaupa Newcastle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2007 | 09:04
Heimsklassa hljómsveitir
- Það er ekki rokk að vera með spangir
- Markaðsátakið mitt á félaginu var stöðvað
- Ganga herstöðvaandstæðinga fór fram hjá okkur, annað hvort var mjög ungt eða mjög gamalt fólk í göngunni. Hvar var venjulega fólkið?
- Heimsmeistarinn í rökræðu tapaði fyrir minni spámanni, þegar hópur pönktara gekk fram hjá um leið og verið var að klappmæla til að vita hver vann. Pönkararnir klöppuðu mikið fyrir verri manninum.
- Brynjólfur mætti til að sjá mig keppa en ég ákvað á seinustu stundu að bakka út
- Ég móðgaði fyrverandi landsforseta, þegar ég gerði lítið (óvart) úr grip sem ég vissi ekki hver var.

20.8.2007 | 01:21
Skemmtilegar myndir frá heimsforseta
18.8.2007 | 22:31
Ó-stuðmenn
Það er óhætt að kalla framkomu í Stuðmanna í gær óstuð. Þeir voru ekki í essinu sínu, lögin voru ekki skemmtileg og atriðið var almennt frekar súrt. Þeir ættu kannski að nota svona jaðarhúmor á öðrum tímum en þegar þeir eru að spila fyrir alla þjóðin. Klárlega ekki peningana virði. Ég glápti á þetta til enda en rétt svo, ef það hefði verið eitthvað betra á öðrum rásum hefði ég frekar valið það.
Það var alveg sýnilega minna klappað en í atriðunum á undan.
Hitt var svo Bubbi, hann átti ágæta kafla. Hins vegar efast ég um að bankinn borgi manninum stórfé fyrir að drulla yfir ríkisstjórnina? Hann virtisti ekkert vita hvað hann var að drulla yfir. Óskýr skilaboð um peninga sem verið var að eyða. Hvaða peningar eru þetta?
Það var líka gaman að heyra mun í tölum. Mönnum var mikið í mun að fjöldinn væri mikill, tölum bar ekki saman og töldu kaupþingsmenn sig hafa fengið 100% meira en lögreglan virtist gefa upp.