Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Heimsókn til forseta með forsetum

Undanfarna daga hef ég verið að skottast með heimsforseta JCI, ég hef reyndar ekki náð að fara á alla staðina en í fyrra dag mættum við í Alþingi þar sem Sigurður Kári tók á móti okkur og fylgidi okkur um þetta merkilega hús.  Í gær fórum við svo til forsetans, þar sem forsetinn settist niður með okkur og spjallaði um daginn og veginn.  Þetta var nú mjög skemmtielg heimsókn, þar sem þetta var ekki þessi hefðbundna stífa heimsókn, héldur lék forstinn á alls oddi og spilaði hlutverk þjóðfhöðingja vel.  Forseti JCI mun amk. örugglega alltaf muna eftir þessu og sjálfsagt eftir að nefna land og þjóð víða eftir þessa heimsókn.

Margir fúlir út DHL

Það er greinilegt að DHL er ekki að standa sig. Það hafa greinilega ótrúlega margir lent í svipuðum upp á komum og ég í gær, amk. hef ég sjaldan eða aldrei fengið jafn mikið af sterkum viðbrögðum eins og í gær. Auk þess hafa á annað þúsund manns lesið þetta á einum sólarhring, án þess að ég hafi gert nokkuð annað en að skrifa þetta í pirringi mínum í gær.

Ég hef oft fengið fína þjónustu hjá þeim, en það er greinilegt að þegar hlutirnir klikka þá hafa þeir engin ráð. Ótrúlegt að svona fyrirtæki.


DHL sendi mér bækur 5 mánuðum of seint!

Í dag fékk ég frekar skrýtna sendingu, en ég kannaðist ekkert við að hafa pantað neitt sem átti að koma með DHL í dag. Þegar ég mætti þangað voru það bækur sem ég hafði pantað í febrúar og borist til landsins í mars. Fyrir meira en 5 mánuðum síðan!

Ég varð auðvitað nokkuð hissa og benti starfsmanninum á þetta. Hann sagði að ég hefði bara ekki sótt pakkann, en þeir hefðu gert sitt til þess að koma honum til mín.

Eftir þrugl og leiðindi komust við að því að þeir hefðu átt að vera búnir að senda mér nokkra pósta með póstinum. Á einhvern undarlegan máta virðast þeir hafa gufað upp, þeir hafa amk. aldrei rambað inn um lúguna til mín.

Þeir gátu heldur ekki gert neitt, þeir gátu ekki boðið mér afslátt af sendingunni, ekki afsökun vegna tafanna og starfsmanninum virtist vera nokkuð sama yfir höfuð. Þetta var bara vinnan hans. Hann var þó alltaf kurteis, þrátt fyrir að ég hafi verið orðinn mjög fúll yfir þessu og að þetta fyrirtæki gæti virkilega ekki gert neitt annað en óbeint að saka mig um að lesa ekki póstinn minn.

Það er algjörlega ótrúlegt að fyrirtæki eins og DHL, skuli ekki hafa neinar lausnir þegar svona gerist. Það er augljóst að það hafa orðið einhver mistök og þeir geta ekki einu sinni beðist afsökunar. Eina sem mér var boðið var að endursenda bækurnar! Það hefði örugglega verið frábær lausn, að senda bækur sem ég greiddi fullt af peningum fyrir út í heim aftur í þeirri von og óvon að fá þetta einhvern tíman endurgreitt. Hitt var að senda kröfu á Amazon, sem ætti að senda kröfu á DHL, sem þá hugsanlega gætti endurgreitt mér hluta af sendingarkostnaðnum! Líklegt að það gerist á þessari öld.

Það þarf ekki að taka fram að ég yfirgaf staðinn sót illur og lofaði þeim að ég myndi tala illa um þá í hverju samtali sem ég myndi eiga næstu vikurnar eftir þessar kveðjur. Starfsmaðurinn tók bara undir þetta plan hjá mér og ég var ekki frá því að hann ætlaði bara að gera það sama. Þetta væri hvort sem er bara vinnan hans eins og hann sagði.

Það fyndna í þessu er að það hefði verið svo einfalt að koma í veg fyrir þetta. Fyrir utan að drullast til að senda bara pakkann til mín á réttum tíma, þá hefðu þeir einfaldlega geta beðist afsökunar. Hérna hefðu greinilega orðið einhver mistök. Því miður væri ekki hægt að endurgreiða mér út af þessu, út af bla bla bla, en ég gæti fengið þennan líka fína DHL bolla, blýant eða DHL bol. Það er nefnilega merkilegt hvað svona smáhlutir geta gert. Þar með hefði ég fengið eitthvað fyrir minn snúð, og viðurkenningu á því ranglæti sem ég hefði orðið fyrir. Ég hefði að sjálfsögðu skilið þá aðstöðu sem fyrirtækið er í og jafnvel gleymt því að þeir hafi logið til um að hafa sent fjölmarga pósta til að minna mig á pakkann. Allir gera mistök. Fyrirtækið hefði orðið af 100 kalli (fyrir bollann) og ég hefði farið ánægður út. Það er nefnilega merkilegt hvað afsökunarbeiðni og bolli geta gert margt til að létta manni lund. Ég hefði farið burt sem sigurvegari, í staðin fyrir að fara með skottið á milli lappana, eftir fyrirtækið rétti mér löngutöng.

Af sjálfsögðu fá þeir mína löngutöng á móti, og ég mun tuða um af hverju DHL heiti DHL ásamt varnaðarorðum um að fólk eigi að forðast þá eins og pestina. 


Bloggheimur veit betur

Þetta er rosalega skrýtið hjá þeim!  Hvað er eiginlega málið?  Eru þeir núna að reyna að losa sig við Sigurjón líka?  Sigurjón hefur verið einn ötulasti talsmaður flokksins, hann hefur verið gríðalegar duglegur að skrifa og á mjög stóran hóp stuðningsmanna um allt land.   

Á flokkurinn virkilega einhvern verðugri flokksgæðing til að taka þetta starf?  

Ég gat ekki sagt neitt annað en að það væri algjör snilld fyrir flokkinn að hafa Sigurjón í þessari stöðu í nokkur ár, þar gæti hann haldið áfram að starfa fyrir flokkinn og koma fram fyrir skjöldu sem framkvæmdarstjóri.

Það eina sem menn geta verið að spá í er að losa sig við hann, til að koma einhverjum öðrum að.  Það eru margir mánuðir síða þessu var skúbbað í bloggheima og það vissu allir af þessu.

Spuningin er kannski núna, hver skúbbaði? Var það Sigurjón sjálfur? 


mbl.is Mannaráðningar málefni flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélsmiðja að opna brugghús?

Vélsmiðja Orms og Víglundar voru að kaupa sér lénið brugghúsið.is, það skildi þó ekki vera að þar á bænum væru menn að velta fyrir sér að opna brugghús. Það væri þá eitt af mörgum sem menn eru að spá í að opna, nú þegar er eitt í gangi fyrir á Árskógsströnd, hugmyndir í Eyjum og svo nú þetta. Þetta fer að vera jafn skemmtilegt og í Þýskalandi þar sem hvert svæði er með sína bjórmenningu.

Gúrkunni útvistað

Stebbi skrifar hvernig mbl.is virðist hafa lokað á Bol. Ég skrifaði í morgun um skrýtna hætti hans. Hann misnotaði kerfið á hæsta skala með því að skrifa eina - tvær línur um hverja frétt án þess að segja nokkuð.

Þetta er auðvitað eitthvað sem mogginn er í hættu með, margir hafa bent á að menn þurfi að vinna sér inn réttindi til að skrifa um fréttir eða að þeir muni einfaldlega fjarlægja þennan möguleika.

En sem komið er hafa þeir í mestu afgreitt þetta í hverju tilviki fyrir sig. Það getur vel verið að það sé nú bara nóg ef flestir hegða sér almennileg.

Sumir hafa jú trú á einstaklingnum :)

Bömmer

Bölvaður bömmer, ég keypti móðurborð og örgjörva í gömlu tölvuna mína.  Núna er ég búinn að eyða 30 mínútum í að koma því í tölvuna mína en núna startar hún alls ekki.  

Þetta var fjárfesting upp á 13.000 krónur, svo ég ætla rétt að vona að það sé ekki búið að klúðrast eitthvað borðið. Það væri mega bömmer.  Það væri týpískt að þetta væri eitthvað bilað.

Ég er reyndar ekki búinn að gerfast upp á þessu, það er bara kominn hálfleikur. 


Ritdeila hjá Eyjubloggurum

Það stefnir allt í skemmtilega ritdeilu hjá Eyjubloggurum, en Össur ræðst að Friðjóni eftir skrif hans um Sigríði Ingu Ingadóttur í pistli sem heitir Sturtað niður úr gullklósettinu.

Það er alltaf gaman að fylgjast með ritdeilum. Nú er boltinn hjá Friðjóni.

Gúrka í bloggheimum

Það má segja að það sé algjör gúrka í bloggheimum, þegar bloggarinn bolur bolsson er vinsælasti bloggarinn.  Hann hefur tekið að tengja blogg við fréttir á nýtt level og mikið undur að enginn hafi í raun gert þetta áður.  1-2 línur við hverja frétt og svo bara að gera þetta við allar fréttirnar.  

Ýmsir hafa verið dulegir að blogga um fréttir en enginn eins og bolur. 


Ótrúlegt klúður

Hvernig er hægt að klúðra þessu svona svakalega. Var þessi bygging byggð á þessari einu skýrslu sem svo miðaði alls ekki við þær breytingar sem áttu að gera á skipinu?

Maður hefur á tilfinningunni að þetta hafi verið einhvers konar naglasúpa, þar sem menn þurftu að byrja á einhverjum stað.  Menn hafi ekki verið tilbúnir að kaupa heilt skip í einu, en orðið að sýna eitthvað. 

Þetta eitthvað er nú orðið miklu mun dýrara en að kaupa bara strax í upphafi nýtt og flott skip handa þeim.

Ég vona að núverandi samgönguráðherra sem hefur verið iðinn við að nöldra um Grímseyjarferjuna, sleppi því að kaupa fleiri naglasúpur. 


mbl.is Tappi hélt dallinum á floti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband