Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Friðarþing SUS

Ég átti nú varla orð í morgun þegar ég flétti í mogganum, þar var ein merkilegasta grein sem ég hef séð í mjög langan tíma. Það eru greinilega komnar á sætti á milli þeirra fylkinga sem hafa undanfarin ár tekist á í SUS. Það voru þeir Davíð Örn Jónssson og Teitur Einarsson sem skrifuðu greinina. Davíð hefur verið mjög öfulugur andstæðingur þess arms sem hefur verið Deigluna. Í greininni lýstu þeir yfir stuðningi við Þórlind Kjartansson en Þórlindur er einmitt ritstjóri Deiglunnar. Hérna er greinin fyrir þá sem sem hafa áhuga á henni. grein-tbe-doj.JPG

Spenntur

Það er langt síðan ég hefur verið spenntur að heyra dóma um íslenska mynd. Þetta hljómar nokkuð spennandi og flott mynd. Allt útlit fyrir að það séu einhverjar skemmtilegar tæknibrellur í myndinni. Það er líka gaman að fá ævintýramynd og vonandi einhverja smá spennu.

Eiginlega eina sem ég er frekar óspenntur yfir eru leikararnir, ég sé þessa gaura ekki fyrir mér í einhverjum alvarlegum leikhlutverkum. Fyrir utan það eru þeir löngu orðinir alltof þreyttir. Þeim veitir ekki af smá hvíld.
mbl.is Astrópía frumsýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðamyndavélar við skóla

Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð ánægður með að heyra að lögregla var að sekta ökumenn sem keyrðu of hratt við skóla. Það sem kom í raun á óvart var hversu lítið yfir þennan hámarkshraða menn voru að keyra sem voru kærðir. Það sem sagt var frá í fréttum var hraðakstur við Fjallkonuveg, þar sem hraði er vanalega nokkuð hár, en meðalhraði þeirra sem voru teknir var 44. Hann var heldur hærri í við Torfufell, þar sem hraði er vanalega lægri.

Þetta var ágætis áminning að lækka hraðar.

Hvernig ertu í kjaftinum?

JCI Esja er að fara af stað með ræðunámskeið. Námskeiðið er 6. kvöld og er farið yfir alla helstu þætti sem snúa að ræðumennsku.

Ef einhverjir lesendur hafa áhuga á að bæta sig í ræðumennsku þá mæli ég eindregið með þessum námskeiðum. Þau eru mjög góð þar sem fólk er bæði að læra á bókina og svo eru verklega.  Í lokin er svo smá keppni þar sem fólk fær að spreyta sig.  Ræðunámskeiðið hefst fimmtudaginn 30. ágúst.   Hægt er að skrá sig á heimasíðu JCI Esju, http://www.jciesja.org.

Ef þú villt kynna þér starfið hjá JCI erum við svo með kynningarkvöld á mánudaginn að Hellusundi 3 beint á móti þýska sendiráðinu.  Fundurinn hefst klukkan 19:30, svo um 20.00 byrjum við á skemmtilegu námskeið sem heitir "týndur á hafi úti" og snýst um að taka ákvörðun undir pressu.



Heitar umræður

Þetta er ótrúlega sniðug viðbót! Nú er hægt að sjá á forsíðu moggans blogg þar sem flestar athugasemdir hafa verið skrifaðar.  Væntanlega gildir þetta um færslur sem eru ákveðið gamlar.   Nú getur maðru einmitt fylgst með þar sem eitthvað er í gangi.

Ég er nokkuð viss um á að húmorista á við félaga Bol, eigi eftir að nýta sér þetta óspart og skrifa 50 sinnum í eigið bloggkerfi, "Ég er vinsæl", bara til að komast inn á þennan lista. 


Hefðbundnir stuðmenn!

Það segir nú nokkuð um þessa tónleika hjá KB banka að Mosfellsbær þurfi að senda frá sér tilkynningu að þeir ætli að spila góða lög og það verði í hefðbundnum búningi.

Einn varðana sem starfaði á þessum tönleikum þakkaði þeim víst í einhverju blaðinu, þetta hafi verið nokkuð gott bara.  Fólk hafi týnst út eitt og eitt eftir því sem leið á stuðmanna tónleikana. 


mbl.is Hefðbundnir Stuðmenn á Varmárvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi gangi betur en vísir.is

Þegar ég las þetta rifjaðist það upp fyrir mér þegar þær á femín ætluðu að takayfir vísir.is á sínum tíma.  Mér þótti það eihver klikkaðast hugmynd sem ég hafði heyrt.   Það endaði eftir nokkra mánuði og undið var upp af þessu öllu með klikkuðum kostnaði fyrir femin konur. Síðan hefur maður eiginlega ekkert heyrt af þeim.

Þetta er samt eitthvað svo sáraeinföld hugmynd, það er ótrúlegt ef það er ekki ótrúlega krökkt af vefjum sem eru að bjóða sambærilega þjónustu.   Það er líka örugglega eitthvað allt annað sem breksar konur eru að leita eftir en þær íslensku.

Maður vonar nú samt að þetta gangi hjá þeim.   


mbl.is Femín færir út kvíarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strætó bs enn í vandræðum

Nú er enn einu sinni verið að gagnrýna Strætó Bs nú fyrir að hafa tekið út leiðartólið sitt, sem hjálpaði fólki að finna einföldustu leiðinar.  Bylgjan greindi frá því að þetta hafi kostað 5 milljónir á sínum tíma í gerð og nú hafi því einfaldlega verið hent.

Spurningin er hvort þetta hafi nokkuð verið notað?  Áður en strætó lagði í gerð nýrrar heimasíðu hafa þeir væntanlega farið ítarlega yfir notkun.   Það ætti því að vera létt verk að svara fyrir þetta og útskýra hvernig á þessu stendur.

Maður skilur hins vegar ekki hver ástæðan er yfir höfuð að strætó sé að búa til nýja heimasíðu.  Var sú gamla ekki bara fín?

Afhverju ekki 100%

Spurning er frekar hvað þurfa samtök eins og öryrkabandalagið að gera til að fá ekki 90%.  Þetta eru samtök sem eru að berjast fyrir góðum málstað. 

Hitt er hver er þörfin á því fyrir svona samtök að vita þetta.  Það kostar töluverða peninga að láta gallup spyrja svona spurninga.  Það liggur nokkuð fyrir að samtökin njóta mikils velvilja hjá þjóðinni.  

Er vikirlega þörf á að gera svona könnun?


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get nú skrifað á blogg annars manns!

Í gær gerðist það merkilega að það birtist flipi hjá mér, sem heitir önnur blogg.  Ég kíkti á þetta, og sá að þar var blogg sem ég kannaðist bara ekkert við.  Ég ákvað að prufa að skrifa og úr varð þetta:

http://res.blog.is/blog/res/entry/292134/

Ekki áhugamaður um veiðar, tónlist fótbolta.   Kannski þetta ofl. eigi við um mig, en ég skil enn ekkert í því hvernig þetta gerðist. Ég veit ekki einu sinni hver þessi res er og hvernig hægt er að bjóða mér að skrifa inn á önnur blog án þess að ég þurfi að samþykkja það eða bregðast eitthvað við.

Ég kannski skrifa einhverjar fleiri færslur þarna inn.  Það er hægt að skrifa um ágæti flokksins míns eða hvað JCI eru skemmtileg samtök.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband