Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Facebook í höndum Microsoft

Það er nokkuð fyndið að ég var að ræða við félaga minn í gær um Facebook.  Hann sagði að gallinn við Facebook er að það er ekki eign okkar.  Það er eign einhverra annara, og það getur gufað upp jafnfljótt og það kom.  

Á þeim tíma fannst mér það jafnfráleit hugmynd og heimsendakenningar sumar.  Skildi samt alveg hvað var verið að meina.  Hins vegar fannst mér það langsótt að einhver myndi taka þetta úr loftinu eða breyta þessu verulega.

Í dag kom hins vegar vinkill inn í þessa umræðu sem ég hafði ekki hugsað út í. Microsoft er að hugsa um að kaupa facebook (sjá t.d. hér). 

Það er alveg ljóst að sjarminn verður fljótur að detta af Facebook, þegar Microsoft ætlar að fara að nýta sér þetta til að þekkja markhópinn sinn betur.  Um leið og þetta gangast mjög vel í þeim tilgangi sem það er ætlað í, gagnast það ekki síður vel til þess að þekkja fólkið og nýta til að markaðssetja.  Einstaklingar hafa sett ansi mikið af markaðsvænum upplýsingum inn á vefinn. 

Um leið og það gerist er ljóst að ýmsir eiga eftir að skoða aðrar lausnir.  Ég vona að það verði ekki af þessum kaupum. 


Britney eftirlíkingin sem grætur Britney

Myndbandið þar sem Britney eftirlíking grætur Britney hefur gengið ansi hratt um netið, það eru komin fjölmörg eftirhermumyndbönd eftir þessu myndbandi.  Mér skilst að það sér búið að ráða þessa fígúru í raunveruleikaþátt og allt. 

Hérna er hægt að lesa wikipediugrein um hann og hérna er svo videóbloggið hans.

Spurningin er auðvitað hvað er mikið satt af þessu.  Í svona tilfellum veit maður það eiginlega ekki. Öllu jafna myndi maður halda að þetta væri tilbúin karakter, einhver Silvía á sterum.  Hins vegar veit maður að ýmislegt er til í Bandaríkjunum og kæmi ekkert á óvart að einhver svona ruglaður væri raunverulega til.




Keilir fannst ekki

Manni finnst það álíka skrýtið og að finna ekki Esjuna að finan ekki Keili, en það var nú samt þannig á sunnudaginn þegar ég ætlaði að ganga upp á fjallið með erlendum vin.   

Reyndar var farið fyrst upp á Esjuna, reyndar ekki topinn en veðrið hamlaði för. Við náðum ca. upp í miðjar hlíðar þá var ekki stætt.  Það var samt heldur súrt að snúa undan þegar hópur skólabarna tók fram úr okkur.  Reyndar velit maður fyrir sér ábyrgðinni en þau voru flest mjög illa búin og greinilega skítkallt.  

Ég ákvað næst að reyna við Keili, það er minni hækkun en meiri gangur á jafnslettu.  Hins vegar er greinilega mikið í gangi á þessu svæði í kringum tvöföldunina á Reykjanesbraut.  Ég fann slóðan en þegar ég fylgdi honum endaði ég nú bara ofan í einhverri grifju.  Næsta tilraun var línuvegur.  Þó svo að ég hafi giskað á hvaða spotti væri sá rétti ákvað ég að það væri meir en nóg komið og fór með vin minn og sýndi Garðskagavita.  Það var ekki síður upplifun í þeim vind sem var á sunnudaginn.

Seinast þegar ég fór þangað var nú bara farið yfir götuna en ekki um þessi fínu undirgöng.  Þá var slóðin líka bara beint upp á Keili.  Þeir mættu alveg merkja slóðan uppeftir aðeins betur. 


Saumaklúbbar

Á leiðinni út til Ameríku var heill saumaklúbbur með okkur, þetta voru allt saman að því er virtust vera verkakonur. Maður hefur nægan tíma til að velta fyrir sér hlutina á meðan maður er í svona flugi og því fór ég að velta fyrir mér hlutunum varðandi Saumaklúbba.

Ætli þessi klúbbar séu séríslensk fyrirbrigði? Það er þetta form og undir þessum formerkjum. Hvað ætli þeir séu margir á Íslandi? Hversu algengt ætli að konur séu í fleiri en einum, maður hefur séð mjög marga svona klúbba en ég veit eiginlega ekki um margar konur sem eru í fleiri en einum. Stærðin á þessum klúbbum er nokkuð standard líka eða hvað? Ætli það sé misjafnt eftir stéttum hversu algengt er að menn séu í þessum klúbbum. Algengast virðist vera að þessir klúbbar séu stofnaðir af konum á þegar þær eru á milli 2ö-30 og haldast út ævina. Er annars mjög algengt að saumklúbbar verði fyrverandi.

Undanfarið hefur verið mikið rætt um netkerfi kvenna, samt sem áður eru svo margar íslenskar konur í klúbbum sem eru nánast die hard klúbbar, þar sem ætt að vera hægt að ná ótrúlega mikið af networking hlutum í gegn og er örugglega í gegn. Það eru ekki til neinir sambærilegir klúbbar hjá körlum, ekki svona sterkir og ekki sem endast í svona rosalega langan tíma.

Það væri gaman að heyra í lesendum varðandi þesssa klúbba. Ég velti fyrir mér hvort upplifun fleiri sé svipuði og mín.

Kynningarfundur á morgun

Við keyptum auglýsinguí Verðandi, ég hannaði auglýsinguna sérstaklega fyrir þetta á meðan ég var í New York.  Eins og stundum vill verða þegar maður er að gera svona undir tímapressu þá urðu mistök.  Ég auglýsti fundinn minn á Mánudaginn 25. sept.  Þetta er auðvitað algjört klúður.

Hérna er auglýsingin frá mér.  

Ég vonasta auðvitað til að mánudagurinn verði það sem stendur upp úr, því það verður enginn á Kaffi Óliver á þriðjudaginn.

Annars eru þetta tilraunir hjá okkur að hafa þetta á bar, við höfum yfirleitt haldið þessa fundi í JCI heimilinu en ýmsir bent okkur á hversu erfitt það er að mæta á fundi sem eru haldnir á slíkum stöðum.

Við vonum alla vegna eftir því að það eigi einhverjir eftir að koma og kynnast því sem JCI hefur upp á að bjóða. 

JCI Auglýsing


Allt í leiðindum

Ég trúi því varla að skjár1 sé að fara að bjóða landanum aftur upp á Allt í drasli.  Eru þetta ekki bara einhverjir leiðinlegustu þættir sem til eru?  Ég er amk. ekkert yfirmig spenntur að fylgjast með þvottaóðri húsmóður hlaupa um heimili landans og fara í dekstu króka og kima í leit að ryki.   

Þetta var nú ekki mjög skemmtilegt með Heiðar snyrti.  Núna púff.


Sekur uns sakleysi sannað hjá tollinum

Kom heim í morgun og flaug í gegnum tollinn.  Þetta er alltaf jafn skrýtið að fara í gegnum hliðið, manni líður alltaf eins og glæpamanni þótt maður hafi ekki neitt óhreint í pokahorninu. Ástæðan er líka sú að það er yfirleitt komið fram við mann eins og að maður sé að brjóta af sér.  Þetta var staðfest í grein í Mogganum í morgun að þessi tilfinning er rétt.  Tollararnir gera sjálkrafa ráð fyrir að maður sé að svíkja.

Það skal tekið fram að sá sem tók á móti okkur í morgun var mjög kurteis og spurði eingöngu um tíma sem við vorum úti og einnig hvað við hefðum verslað fyrir.   Þetta hefur ekki alltaf verið svona og er nú svo komið að ég nenni helst ekki með betri myndavélina mína á milli landa, vegna þeirra umræðu sem ég lendi í nánast í hvert skipti sem ég fer með myndavélina.

Vélina keypti ég reyndar í Bandaríkjunum, en pantaði heim með pósti og greiddi öll gjöld af henni.  Ég átti mínar nótur í þau ár sem hún var í ábyrgð og hef ekki séð ástæðu til þess að geyma nótur í 5 ár, löngu eftir að öll ábyrgð er dottin úr gildi.   Enda hefur það verið nóg hingað til að fylla út miða sem staðfestir að ég fór með vélina úr landi.

Það gildir ekki lengur og hefur greinilega verið starfsregla í um 1 ár hjá þeim, því þrátt fyrir að hafa sýnt gulamiðan hefur mér verið sagt að hann skipti bara ekki neinu máli.  Ég hafi getað smyglað henni áður. Þeir hafi rétt á að rukka mig um tolla og skatta í 5 ár!

Til hvers var þá verið að láta mig fylla út þessa gulu miða?

Að því er virðist eru þeir líka hættir að biðja fólk um að fylla þessa miða. Sem er eðlilegt í ljósi þess að þeir taka ekki sjálfir mark á þessum miðum sem þeir voru að biðja fólk um að fylla út.

það er alveg fáránleg nálgun að gera ráð fyrir að maður sé sekur þangað til sekt er sönnuð. Ég vorkenni þeim ekkert að sjá að myndavél sé gömul. Ég sé heldur ekkert að því að einn og einn komist inn í landið með skattlausa myndavél, ef við hin þurfum ekki að lenda í þriðju gráðu yfirheyrslu með þeim ruddaskap sem því fylgir frá Tollurunum út af velli að margra ára gamalli myndavél.  Bara af því þeir geta gert það. 

Ég vorkenni þeim ekkert að opna augun og sjá þegar fólk trylla heim með heilu ferðatöskurnar af dýrum vörum og svo hina sem eru bara að túristast og viljum að myndirnar úr ferðinni séu í lagi.

 


Mikil ganga

Í dag var gengið 25,5 km í New York, það er óhætt að segja að maður sér þreyttur eftir alla þessa göngu. Í gær voru það um 20 km, og dagana á undan eitthvað svipað.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til NY og því mikið að fara yfir á svo stuttum tíma.

Til þess að meta vegalendir göngunar var fjárfest í göngnumæli sem hefur reynst algjör snilld.  

Annars hefur þetta verið hreint ótrúlegt ferðalag.  


Eyjan átti slúðrið

Það verður að gefa Eyjunni að hún var fyrst með þetta í gær, ég sá þetta amk. lang fyrst hjá þeim. Þetta er meira klúðrið hjá símanum og ótrúlega lélegar afsaknir hjá þeim.  Þeir hefðu átt að kalla þetta bara sínu réttnefni: Klúður.
mbl.is Merki Vodafone sást í Símaauglýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörðu skotum skotið að rektor

Ég er á póstlista starfsmanna Háskólans, en þar var sendur póstur eftirfarandi póstur fyrr í dag:

Sæl öll!
Ég hef frétt að búið sé að segja upp hreingerningafólki í Árnagarði og
einhverri byggingu háskólans annarri. Það merkilega er að fólkið fékk
uppsagnarbréf - að mér skilst án þess að við það væri talað sérstaklega og
án þess að því væri boðin áframhaldandi vinna á rýrari kjörum - líkt og
gerðist hér um árið þegar Securitas tók við hreingerningum í ýmsum byggingum
HÍ. Við störfunum hafa tekið Pólverjar sem ætla má að ekki séu ofsælir af
launum sínum. Í þeim hópi sem hefur verið sagt upp eru konur sem starfað
hafa við HÍ um áratugaskeið. Mér finnst háskólanum lítill sómi að
uppsögnunum og þætti vænt um að heyra meira um málið - og í framhaldi af því
álit annarra á því sem gerst hefur.

Í kjölfarið kemur eftirfarandi svar:

Er þetta ekki bara í stíl við það sem eiginmaður rektors og yfirmenn hans í Icelandair eru að gera hjá sínu fyrirtæki, þ.e. að segja upp starfsfólki?

Talandi um að skjóta neðan beltis!  Það verður fróðlegt hvort ekki eigi eftir að vera brugðist við skrifum á þennan póstlista í kjölfarið, viðkomandi á sjálfsagt eftir að fá fund fljótlega með rektor.  Það er alla vegna ljóst að svona skrifar maður ekki um æðsta mann í því fyrirtæki sem maður er að vinna hjá fyrir framan alla starfsmenn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband