Hörðu skotum skotið að rektor

Ég er á póstlista starfsmanna Háskólans, en þar var sendur póstur eftirfarandi póstur fyrr í dag:

Sæl öll!
Ég hef frétt að búið sé að segja upp hreingerningafólki í Árnagarði og
einhverri byggingu háskólans annarri. Það merkilega er að fólkið fékk
uppsagnarbréf - að mér skilst án þess að við það væri talað sérstaklega og
án þess að því væri boðin áframhaldandi vinna á rýrari kjörum - líkt og
gerðist hér um árið þegar Securitas tók við hreingerningum í ýmsum byggingum
HÍ. Við störfunum hafa tekið Pólverjar sem ætla má að ekki séu ofsælir af
launum sínum. Í þeim hópi sem hefur verið sagt upp eru konur sem starfað
hafa við HÍ um áratugaskeið. Mér finnst háskólanum lítill sómi að
uppsögnunum og þætti vænt um að heyra meira um málið - og í framhaldi af því
álit annarra á því sem gerst hefur.

Í kjölfarið kemur eftirfarandi svar:

Er þetta ekki bara í stíl við það sem eiginmaður rektors og yfirmenn hans í Icelandair eru að gera hjá sínu fyrirtæki, þ.e. að segja upp starfsfólki?

Talandi um að skjóta neðan beltis!  Það verður fróðlegt hvort ekki eigi eftir að vera brugðist við skrifum á þennan póstlista í kjölfarið, viðkomandi á sjálfsagt eftir að fá fund fljótlega með rektor.  Það er alla vegna ljóst að svona skrifar maður ekki um æðsta mann í því fyrirtæki sem maður er að vinna hjá fyrir framan alla starfsmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hvernig talar maður við æðsta mann í því fyrirtæki sem maður vinnur hjá?

María Kristjánsdóttir, 11.9.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: TómasHa

María: Af virðingu, maður dregur að minnstakosti ekki inn dylgjur vegna starfs maka viðkomandi.

Jónas:  Hversu langt er gengið að að blanda eiginmanni fyrirtækisins þíns í bréf sem er sent á alla starfsmenn?  Er þetta yfir höfuð ákvörðun rektors?  Hafði maki rektors eitthvað með þetta að gera?     

TómasHa, 11.9.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Reyndar á rektor að sjá sóma sinn í að segja af sér svona á stofnun eins og háskólinn ekki að koma fram.

Einar Þór Strand, 11.9.2007 kl. 22:40

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Að sjálfsögðu, Tómas. Það ætti maður að reyna við alla menn í lengstu lög. En ef þetta er rétt með uppsagnirnar þá get ég skilið að maðurinn hafi orðið reiður.

María Kristjánsdóttir, 11.9.2007 kl. 23:22

5 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Eiginmaður rektors er forstjóri Árvakurs - ekki Icelandair

Sigurður Elvar Þórólfsson, 12.9.2007 kl. 10:03

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Síðan hvenær hefur það verið í verkahrig rektors Háskóla Íslands að ráða þá starfsmenn eða reka, sem sjá um ræstingar skólans?
Er þetta afrakstur feminismans á Íslandi að láta konur líða fyrir það hvaða störf eiginmenn þeirra stunda?
Skyldi þetta nafnlausa bréf e.t.v. hafa verið skrifað af konu? Heimskuleg skrif! Ég myndi hið snarasta taka þennan dæmalausa kjaftagang af síðunni minni Heiti Pottur. 

Júlíus Valsson, 12.9.2007 kl. 11:21

7 Smámynd: TómasHa

Sigurður: Fyndin villa

Júlíus:  Þetta er reyndar frá kalli komið.    Ég veit einmitt ekki heldur til þess að Rektor ráði og reki. 

TómasHa, 12.9.2007 kl. 15:33

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Hjúkk! Eitt augnablik hélt ég að þetta væri komið frá öfundsjúkum feministum!

Júlíus Valsson, 12.9.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband