Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.10.2007 | 19:16
Margrét hress
Það æðislegt að heyra í Margréti Sverissdóttur í dag. Hún var í framboði fyrir Íslandshreyfinguna, en er starfar í borginni sem óháð.
Það er með hreinum ólíkindum að hlusta á hana. Menn hafa undanfarið rifjað upp skrif hennar þegar Gunnar Örlyggsson hætti í Frjálslyndaflokknum.
Nú reynir hún að hanga á því hálmstraí að hún sé óháður! Hún bauð sig nú ekki fram sem óháður á sínum tíma.
Það sjá allir hvers konar brandari þetta er hjá henni.
11.10.2007 | 11:28
Í hvaða prófkjörum?
Það væri mjög fróðlegt að vita hvaða prófkjörum þetta kerfi hafi verið notað. Orðalagið er líka nokkuð sérstakt hjá Alcan, þegar þeir tala um að þeim hafi verið talin trú um þetta.
Bera þessir menn enga ábyrgð? Var þetta bara einhver vondur tölvumaður sem seldi þeim meingallaða lausn? Vissu þeir ekkert hvað þeir voru að gera eða fara út í?
![]() |
Persónuvernd til skammar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2007 | 10:16
Tengslanet - ókeypis námskeið
Undanfarið hef ég mikið rætt um tengslanet og bent mönnum á að skoða Facebook. Ástæðan er sú að ég hef verið að undirbúa námskeið sem ég ætla að halda á vegum JCI Esju í tengslanetum og hvernig þau virka. Þetta er ekki námskeið þar sem menn sitja á skólabekk og hlusta, en hins vegar taka menn þátt í umræðum um þetta.
Námskeiðið verður haldið í sjálfstæðissalnum í Grafarvogi, en hann er í Hverafold 5. Við ætlum að byrja klukkan 20.
Ef þú hefur áhuga á þessu, vilt velta þessu fyrir þér með okkur eða vilt spá í hvernig þú getur bætt eigið net, komndu þá með okkur í kvöld.

10.10.2007 | 10:04
Guðmundur á eftir að fjúka
Ég spái því að Guðmundur eigi eftir að fjúka fljótlega, amk. áður en fyrirtækið verður selt. Ég efast um að menn sætti sig við það sem hann hefur verið að segja undanfarna daga, sérstaklega þau viðhorf sem hann hefur sýnt gangvart kjörnum fulltrúum og þeim sem hann á að svara til. Hann virðist líta á sig sem ósnertanlegan.
Það má sjálfsagt deila um þennan þátt Guðmundar, en miðað við umræðuna sem hefur verið undanfarið væri ég ekkert hissa á því að þetta yrði raunin.
8.10.2007 | 23:23
Eyjan í sókn
Undanfarið ár hefur hinn daglegu skamttur af fréttum fyrst og fremst komið í gegnum netið. Sé eitthvað í kvöldfréttum eða slíku hef ég notað netið til að sjá það í endursýningu. Meira að segja frétta tengdir þættir eins og Kompás hafa verið auðaðgengilegir í gengum netið og því ekki ástæða til annars en að sjá þá síðar. Maður sér það á netinu ef það var eitthvað varið í þá.
Núna er gósentíð fyrir þá sem eru að fylgajst með netfréttum. Það hafa í rauninni tveir nýir og öflugir vefir bæst í hópinn. Annars vegar er það endurfædd Eyja sem orðin mjög áhugaverður kostur. Mér líst mjög vel á þessar breytingar, en helst er það að mér finnst ekki auðvelt að sjá þeirra eigin fréttir annars vegar og hins vegar linka út af vefnum.
Hinn vefurinn er DV.is, sem hefur farið hratt af stað. Þetta er virkilega hress vefur með mikið af hæfileikaríku fólki innanborðs. Hann er kominn rækilega í rúntinn.
Um leið og Eyjan breytti útliti virðast þeir hafa ákveðið að kasta Pottinum.com. Ég bloggaði á Pottinum mjög kröftulega í upphafi en dró úr því þegar mér fannst óþægilegt að vera alltaf efstur. Á meðan ég var að blogga 10 sinnum, voru allir hinir bloggararnir að blogga 5 sinnum. Því dró ég úr því og hef eiginlega ekki fundið mig síðan.
Ég vona að báðir vefirnir eigi eftir að standa sig og við eigum eftir að hafa aðgengi að þeim til framtíðar.
8.10.2007 | 10:41
Formaður Ljósmyndarafélagsins
Lárus Karl Ingason, formaður Ljósmyndarafélags Íslands, kannast ekki við að þetta sé vandamál. Hann segir að ekkert muni um að vera með tækjatryggingu og tækjalista í vasanum en þetta mál verði rætt á næsta stjórnarfundi. Tollverðir hafa samkvæmt lögum ríkar heimildir til að fylgjast með því sem komið er með inn í landið.
Þessi ríka skilda þeirra nær mun lengra en til myndavéla þá. Á ég ekki að fara að fara með nótu út af gleraunum mínum? Það er verslun í fríhöfninni sem er að selja manni gleraugu án vsk. Oft eru þetta viðskipti fyrir tugi þúsunda. Það skildi þó ekki vera að maður þurfi að fara að sýna fram á að maður hafi keypt gleraugunu hér á landi. Sú skilda hlýtur að vera jafn rík.
Ég vona að þetta séu bara mistök hjá formanninum. Hann hlýtur að leiðrétta þetta, annars trúi ég því ekki að hann eigi eftir mikinn tíma sem formaður félgasins. Þetta eru hagsmunir ljósmyndara sem þurfa eiginlega að ferðast með bókhaldið sitt á milli landa núna, ef þeir eru með mikið af græjum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2007 | 01:25
Falleg stjarna á himnum
Svona fyrir þá sem eru núna að horfa til himna í tilefni friðarsúlunnar.
5.10.2007 | 16:46
Það eru deilur!
Já, það eru svo sannarlega deilur innan borgarstjórnarflokksins. Kenningar DV eru þess efnis að þetta er vegna aðkomu Baugs að málinu. Maður á mjög erfitt með að trúa slíkum ásökunum, enda hefur jafnvel sést til hörðustu Sjalla í verslunum í þeirra eigu nýlega. Það ber auðvitað að hugsa til þess að Baugur er eigandi DV, fyrir utan hvað þessi frétt selur miklu betur en að menn séu að berjast fyrir hugsjónum.
Það er áhugavert að lesa þetta fyrir 5 dögum síðan og lesa svo þetta. Maður spyr sig, er þetta sami maður sem skrifar þetta? Fyrir nokkrum dögum voru Heimdellingar nánast landráðamenn fyrir að gagnrýna borgarstjóra, og svo dregur höfundur staksteina stóru byssurnar og fagnar unga fólki í borgarstjórnarflokknum, sem lét svo vel í sér heyra á fundinum.
Mundi bendir á mjög áhugaverðan punkt í dag, þegar hann bendir á samanburðinn við Enex, í fyrsta lagi byrjaði Enex að starfa í þeirri mynd sem það starfar árið 2001 og hins vegar hefur Enex ekki staðið í fjárfestingum heldur verið ráðgjafar. Ég hef fylgst með þessu fyrirtæki frá upphafi með mikill aðdáun enda hefur það rutt brautina, sem bæði Geysir og Rei voru að feta. Það er augljóst að sameinað fyrirtæki mun vera mun sterkara en bæði félögin séu að berjast um sömu verkefnin. Rökin fyrir að félögin starfi saman eru ótrúlega mörg.
Hins vegar er mun eyðilegra að þetta verði í höndum einkaaðila en ekki einhverskonar sambland einkaaðila og borgarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.10.2007 | 09:53
Er deila?
Nú keppast allir fjölmiðlar að éta upp eftir þessari Moggagrein. Það hefur bara einn borgarfulltrúi tjáð sig um málið. Mér finnst þetta varla vera tímabær umræða, menn verða að vita eitthvað meira en ummæli eins fulltrúans.
Hvað skildi þetta vera margir aðilar?
Það er amk. ljóst að það er meira sem á eftir að koma í ljós en þetta áður en menn geta fjallað um þetta mál almennilega.
4.10.2007 | 07:34
Einn fúll
Það er greinilega einn fúll. Það er bara fínt. Menn fara virkilega að vakna á þessum bænum. Það hlaut að koma að því. Nú er bara að fara að hamast og drífa í að menn borgarstjórnarflokkurinn fari að vinna vinnuna sína og setji allt í botn!
Ég hef ekki kynnt mér þessa sölu en finnst frábært að þessi félög skuli snúa bökum saman. Nú þegar hefur maðru heyrt af því að þau hafi verið að kroppa augun hvort úr öðru á erlendum vettvagni, þar sem þau voru að berjast um sömu verkefni. Einnig hefur maður heyrt undrun erlendra aðila þess að tvö slík fyrirtæki frá Íslandi væru að bejrast um þessi verkefni en ekki að menn standa saman út á við.
Ég komst að því um daginn að Landsvirkjun á eitthvað svona fyrirtæki líka. Það væri áhugavert ef það fyrirtæki kæm inn í þetta og þeir færu að spýta í líka. Þar er gríðarleg þekking á ferðinni.
Margir hafar gagnrýnt þetta vegna þess að þetta eru að hluta til opinber fyrirtæki, ég tek alveg undir það. Á samatíma er alveg ljóst að hérna er gríðarlegt tæki. Þó svo að nú verði einhver hluti af Hitaveitu Suðurnesja inn í þessu, þá verður það lítill hluti miða við hin spennandi verkefnin sem er í boði.
Annað sem er gott við þessar breytingar er að pólitíkusarnir hafa fjarlægtst fyrirtækið eftir að það var sameinað. Það er gott að menn geta ekki verið að raða einhverjum flokkpólitískum hestum í útrásara fyrirtækið. Það er ansi hætt á því að það flug myndi lækka mjög fljótt ef menn hefðu haldið því áfram.
![]() |
Sjálfstæðismenn ósáttir við sameiningu REI og Geysir Green Energy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |