Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Óháður fulltrúi Íslandshreyfingarinnar!

Það var kostulegt að heyra í Ómari Ragnarssyni í hádeginu þegar hann fagnaði borgarfulltrúa Íslandshreyfingarinnar!  Margrét Sverrisdóttir er varla búinn að sleppa orðinu og fífla sig algjörlega þegar formaður hennar eigin flokks lýsir því yfir að hún sé alls ekki óháð heldur fulltrúi Íslandhreyfingarinnar!

Jæja Margrét, hvort ertu óháð eða fulltrúi Íslanshreyfingarinnar?


Biðlaun Villa

Í umræðunni um biðlaunin hjá Villa er eins og hann sé sendur heim og þar sitji hann í 6 mánuði.   Um leið og menn tala um 7 milljónir væri mun eðlilegra að velta fyrir sér hvaða laun hann hafa frá borginni þegar tíminn er liðinn.   Ætli 2 milljónir sé ekki nær lagi?  Hann sagði jú ekki af sér og er enn oddviti borgarstjórnarflokksins.  


BDSM-listinn

Ég held að orðið hafi hitt naglan á höfuðið þegar það kallar nýjan meirihluta BDSM-listann. Þetta er líklega óvenjugott heiti á þessu samstarfi, eins og kom fram í kvöld þá á þetta líklega eftir að vera nokkuð kvalræði. Hins vegar hafa þessir borgarfulltrúar sérstaklega mikið undir og munu því líklega taka út refsinguna.

Ef einhver er að velta fyrir sér fyrir hvað þetta stenur, þá eru það B - jörn, D - agur, S-vandís og M - argrét.

Kemur fáum á óvart

Þessi frétt á DV kemur væntanlega fáum á óvart. Enda alls engin samstaða um þessi mál hjá nýjum meiri hluta eins og ég hef oft bent á.

Svona lagað kemur auðvitað fram þegar samið er um stóla en ekki málefni, og himin og haf á milli aðila sem standa að meiri hlutanum.

Það skildi þó ekki vera að þetta verði brúað, en ekki var hægt að brúa bilið hjá Birni Inga um söluna, þegar deilan stóð um hvenær átti að selja.

Tekinn á ljósmyndasýningu

Eins og hver annar sjálfumglaður einstaklingur ætla ég að sýna hér mynd af sjálfum mér. Hún var tekin af mér í gær þegar ég var á opnum Airwaves ljósmyndasýningunni í Norrænahúsinu. Mjög skemmtileg og flott sýning.


Ég var þarna í boði Árna Torfasonar, sem er þarna með mér á myndinni. Ásamt vini mínum honum Lofti.

Eftir opnun ljósmyndasýningarinnar skellti ég mér á afmæli JCI Reykjavíkur. Ég skemmti mér konungalega með félögum mínum úr JCI Esju.


Góðar myndir

Svona á þessum tímum datt mér í hug þessar myndir, sem var dreift í seinustu kosningabaráttu. Ég man nú ekki hvað var í gangi þarna en það er hægt að hlæja af þeim mörgum núna:

























Talsmaður Davíðsarmsins

Ég held að DV sé farið að gefa útlagaganum í Ameríku heldur mikið vægi, ef það að hann hafi kallað Villa spilltan sé einhverjar vísbendingar um það sem "Davíðsarmurinn" er að plotta.   Það skildi þó ekki hafa frést að Friðjón hafi mætt á Holtið með þeim félögum?   Er blogg Friðjóns orðið einhver málsvari Davíðsarmsins? 

Bent er á að náinn samstarfsmaður Björns Bjarnasonar, Friðjón Friðjónsson, hafi sagt Vilhjálm borgarstjóra spilltan og Davíðsarmurinn viljað taka stefnu á samstarf við VG.  

Annars stofnaði Friðjón líka hóp á Facebook, sem heitir: Nýjan borgarstjóra takk!  Ég hafði lítinn áhuga á að taka þátt í þeim hópi, en í kjölfar nýrra tíðinda er ég nú orðinn félagi.

Menn geta líka velt fyrir sér hvort allt þetta fólk sem hér er upptalið viti yfir höfuð að það sé í einhverjum sérstökum "armi".

DV segir að fyrir Davíðsarminum fari Björn Bjarnason, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Styrmir Gunnarsson og Kjartan Gunnarsson. Fyrir hópi Geirs Haarde fer Guðlaugur Þór Þórðarson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Kjartan Magnússon, Jórunn Frímannsdóttir, Bolli Thoroddsen og Marta Guðjónsdóttir að sögn DV.

Enn og aftur verða menn að selja blaðið. hvað virkar betur en víg innvígðra og múraðra.


Til í allt - án Villa

Orðið segir að þessi SMS-skilaboð hafi farið á milli eins borgarfulltrúa D-lista og Oddvita VG.

Ég trúi þessu reyndar ekki, en spindoktorar hafa verið duglegir undanfarið að búa til sögur. Maður trúir því ekki að einhver myndi skilja svona "spor" eftir, hjá einhverjum sem er virkilega líklegur til þess að nota það gegn mann síðar. Sérstaklega þegar það að þetta komi fram sé líklegt til að valda viðkomandi virkilegum pólitískum skaða.

Viðkomandi borgarfulltrúi á örugglega eftir að leiðrétta þessa sögu, ég hef ekki trú á öðru.

Hverju svara þeir?

Þessar spurningar lýsa best kjarnanum í þessu samstarfi. Áður en nokkuð annað var rætt, þá var búið að skipta upp stólunum.   Björn Ingi sleit þessu út af hugsjónum, en það verður fróðlegt að heyra hvort hann eigi eftir að svara þessu núna.
mbl.is Ung vinstri-græn segja að Björn Ingi og Dagur skuldi skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verður þá um REI?

Bingi sleit út af REI, vegna þess prinsipps að hann ætlar að selja REI, þegar það hefur grætt mikla peninga.   Sjallarnir hafa verið gagnrýndir fyrir að vilja selja of snemma. 

Bæði Bingi og Dagur vilja selja, bara ekki núna.

Hvorki Margrét né Svandís vilja yfir höfuð selja.

Hvernig á eftir að fara með prinsipin hjá Binga?    

Það er ekki úr vegi að fara að rifja upp eitthvað af kosningaloforðum Binga.  Hvernig var þetta með flugvöllinn?  Hvernig var þetta með Sundagöngin?  Voru þetta ekki prinsipmál hjá Binga, en samt voru þetta aðalatriði í kosningabaráttu framsóknar?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband