Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.1.2008 | 13:37
Bara 1 spurning
![]() |
Iðnaðarráðherra rökstyður ráðningu Ólafar Ýrar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2008 | 11:23
Wii-ið virkar
Ég er nokkuð viss um að WIIið hafi góð áhrif á hreyfi getu fólks, margir leikir eru þannig að maður þarf að vera ótrúlega naskur.
Ég er ekki að segja að ég sé að skella í mér í skurðlækningar, en þetta hefur amk. ekki neikvæð áhrif á mann.
Alveg frá því ég prufaði Wii-inn fyrst var ég "hooked", algjör snilldar græja, og því leið ekki á löngu þangað til ég keypti mér tölvu með öllu tilheyrandi. Ég mæli amk. með því að menn prufi :)
![]() |
Skurðlæknar þjálfaðir með Wii |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2008 | 10:36
Flottir vefir
Ég mæli með að menn skoði þetta og taki þátt. Þetta er nokkuð góð kynning á þeim vefjum sem eru tilfnefndir.
Í fyrra mætti ég á verðlaunaafhendinguna, vegna þess að Deiglan var tilnefnd. Það var ótrúlega skemmtilegt.

16.1.2008 | 10:16
Atvinnuhúmor
Það er oft mjög gaman af svona orðaleikjum í kringum fyrirtækjanöfn og atvinnu. Stundum horfir maður á þessi nöfn og svo allt í einu fattar maður brandarann. Þessi brandarara verða þó oft mjög fljótt þreyttir.
Í viðskiptablaðinu í dag var einn slíkur brandari, þegar einn sagðist hafa verið á kafi í vinnu í 32 ár. Þegar betur var að gáð var þetta kafari.
Það var hægt að brosa að þessu, en ég er nokkuð viss um að þessi brandari hafi verið þjóðnýttur frá því fyrir 20 árum og þeir sem eru í kringum kafarann eru fyrir löngu komnir með leið á brandaranum.
Ég þekki alla vegana nokkkra sem kunna svona atvinnubrandara, og eru þeir notaðr í hvert einasta skipti og sömu mönnum finnst þeir alltaf jafn fyndnir.
15.1.2008 | 12:33
Að bjarga leiðinlegum mánuði
Það er misjafnt hvað gleður fólk, Þórunn Guðmundsdóttir gleðst yfir því að hafa fengið á sig kæru. Ég gleðst yfir því að hafa náð að fylla 2 ræðunámskeið á vegum JCI Esju.
Sjálfsagt er bæði jafn nördalegt.
Það er áhugavert að hafa það marga lögmenn í kringum sig að menn verði að draga um þeð hver fái að verja sig.
Er þetta ekki það sem heitir Showoff.
Kæra Ástþórs bjargar leiðinlegum janúar hjá Þórunni
Ég sem hélt að janúar yrði langur og leiðinlegur en þessi kæra bjargar honum alveg," segir Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Ástþór Magnússon hefur kært Þórunni fyrir brot á hegningarlögunum í kjölfar fréttar hér á Vísi undir þeirri fyrirsögn að forsetaframboð hans síðast hefði verið nauðgun á lýðræðinu.
Þórunn vinnur á lögmannsstofunni LEX og segir það valdi sér smá áhyggjum hversu mikla gleði kæra á hendur henni fyrir brot á almennum hegningarlögum hafi vakið meðal vinnufélaganna. Í þessum töluðu orðum eru þau víst að draga um hvert þeirra fái heiðurinn af því að verja mig í málinu," segir Þórunn.
Þórunn segir að hún sé sérstaklega stolt yfir því að Ástþór hafi meðal annars kært sig til Öryggis-og samvinnustofnunnar Evrópu (ÖSE). Það er ekki á hverjum degi sem maður fær kæru af slíkri stærðargráðu á sig. Mér hefur ekki verið sýndur annar eins heiður í langan tíma," segir Þórunn.
15.1.2008 | 00:29
FL á botninum
Gengi FL Group stendur nú í 10,81 krónur á hlut. Það hefur ekki farið niður fyrir 11 krónur á hlut síðan 10. janúar 2005, en þá var það 10,35. FL Group lækkaði mest allra félaga í vikunni sem leið í Kauphöllinni. Félagið lækkaði um 12,7% en Exista fylgdi fast á hæla þess með 11,8% hækkun.
Það merkilega við þá endurskipulagningu voru veglegir samningar sem stjórnendur fengu, þrátt fyrir að allt væri í kaldakolum, var samt hægt að veita þetta til þeirra.
Sjálfsagt er hluti af þessu að fyrirtækið hefur fallið jafn mikið og raun ber vitni. Fyrirtækið hafði séns á að hreinsa sig af þessu en í staðin klúðra þeir þessu með fáranlegum samningum.
14.1.2008 | 15:04
Auðvitað var skyndifriðun beitt
Hvaða vit hefði verið í að bíða þangað til það væri búið að rífa kofana, eins og þessi verktaki er með samning um að gera og það innan tveggja vikna? Þetta var eina rétta hjá nefndinni að gera fyrst þeir voru á annað borð að friða þessi hús.
Hitt er annað mál að ég tek undir með vinum mínum í SUS að það sé of seint að friða þetta núna, það sé búið að leggja í alltof mikin kostnað. Það á eftir að koma í ljós hvaða stefnu menntamálaráðherra á eftir að taka í þessum efnum.
Vonandi sendir hún þetta til baka, með þeim skilaboðum að nefndin taki sig á, og friði þau hús sem á að friða áður en ekki eftir að byrjað er að rífa þau.
Ég horfði eins og allir aðrir á Silfrið í gær, og sá umræðu Sigmunds um þróun í miðbænum. Að sumu leiti var ég sammála um uppbygginuna og öðru leiti ekki. Þetta eiga eftir að vera mjög áhugaverðir þættir hjá honum um skipulagsmál og á ég örugglega eftir að horfa á þessa þætti.
![]() |
Skyndifriðun beitt á Laugavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 17:10
Ræðumennskan vinsæl
Eftir að hafa auglýst ræðunámskeið JCI Esju hérna, og þá umfjöllun sem kom í mogganum hefur ekki bara eitt ræðunámskeið fyllst, heldur eru komin 2 námskeið á vegum JCI Esju. Þegar þetta er skrifað eru öfá sæti laus á seinna námskeiðið.
Þetta er ótrúlegur árangur og mjög ánægjulegt og sýnir þörfina á þessum námskeiðum.Það hefur alltaf verið skortur á því að æfa framkomu og ræðumennsku í grunnskóla. Íslendingar lenda oft í vandræðum þegar þeir koma út og eiga að flytja ræður eða koma fram.
Sama gildir þegar menn eru búnir að klára nám hérna heima og eiga að halda kynningar, standa á fundum og setja fram skoðanir eða selja vörur. Þá vantar bara reynslu og æfingu í framkomu.
Öryggi í ræðumennsku getur hjálpað fólki á margan hátt, margir halda að ræðumennskan sé einhvers konar nördaskapur þar sem menn eru bara að keppa í morfískeppnum en svo er ekki. Á þessum námskeiðum er bara verið að þjálfa sig í framkomu og styrkja mann í samskiptum.
Ef þú hefur áhuga á að bæta þig í framkomu og ræðumennsku, kíktu á heimasíðu JCI Esju og kynntu þér hvað þetta gengur út á.
13.1.2008 | 14:39
Umfjöllun um rasistasíður
13.1.2008 | 11:16
Að veðja á sigurvegara kosninganna
Hann bendir á síðuna www.intrade.com, þar sem hægt er að trade með spá um árangur í forvalinu, og hvernig þetta hefur verið að þróast með tímanum.
Þetta er áhugaverð síða, það væri gaman ef svona síða væri í boði á Íslandi, og menn gætu fylgst með verðmæti stjórnmálamanna.