FL á botninum

Gengi FL Group stendur nú í 10,81 krónur á hlut. Það hefur ekki farið niður fyrir 11 krónur á hlut síðan 10. janúar 2005, en þá var það 10,35. FL Group lækkaði mest allra félaga í vikunni sem leið í Kauphöllinni. Félagið lækkaði um 12,7% en Exista fylgdi fast á hæla þess með 11,8% hækkun.
Vísir segir frá gengi FL Group, en fyrirtækið er nýlega komið úr gagngeri endurskipulagni.

Það merkilega við þá endurskipulagningu voru veglegir samningar sem stjórnendur fengu, þrátt fyrir að allt væri í kaldakolum, var samt hægt að veita þetta til þeirra.

Sjálfsagt er hluti af þessu að fyrirtækið hefur fallið jafn mikið og raun ber vitni. Fyrirtækið hafði séns á að hreinsa sig af þessu en í staðin klúðra þeir þessu með fáranlegum samningum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Voru þetta ekki "bara" kaupréttarsamningar á genginu 14.7?

Ef þeim tekst að rétta skútuna af (og ná genginu upp fyrir 15) fá að njóta þess, annars eru þessir samningar einskins virði fyrir þá. En annars veit ég ekkert um þessi mál...

Einar Jón, 15.1.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: TómasHa

Ég veit að þetta voru kaupréttarsamningar upp, upp á einhverjar milljarða.  Ég veit svo sem ekki heldur hvernig þetta gengur fyrir sig, en samt skrýtin aðgerð um leið og menn voru að bjarga fyrirtækinu.

TómasHa, 15.1.2008 kl. 13:52

3 identicon

ég er sammála þér Tómas, líklega á þetta að tákna það útávið að vera með ríflega kaupréttasamninga og uppsagnar samninga að fyrirtækið sé stöndugt(en er svo ekki í raun), þetta byrjaði hjá Kolkrabbanum þegar Hörður forstjóri EIMSKIPS var rekin, vegna þess að hafa tekið sér 50 millur í umboðslaun  á hvort skip(stóru skipin) sem EIMSKIP keypti, þá fékk hann tuga milljónirkr í einhverskonar eftirlaunasjóð og kristalstyttu mörg hundruð þúsundakr virði frá Davið Oddssyni og co í Xd flokknum,og kveðjupartýið maður það var sko ekkert slor upp á hundruð þúsunda kr og sjálft fyrirtækið sem rak hann borgaði,, líklega eini þjófurinn sem er svona verðlaunaður og að sjálfsögðu hinn landsfrægi þingmanns þjófurinn sem er orðin þingmaður aftur var vel launaðaur til að koma ekki upp um hina þjófanna sem stálu grimmt í tíð DO ríkisstjórnar, svo að það varð að gefa blessaða manninum uppreisn æru svo að hann kæmi ekki upp um hina, svona er nú þjóðfélagið orðið í allri dýrtíðinni í einka og einkavinavæðingunni, sem nærri 40% þjóðarinnar kýs sér og undrast alltaf samt að fá ekkert í sína sporslu.......

Tryggvi

Tryggvi (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband