Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.2.2008 | 09:19
Kraðak
Nú þegar er þetta alltof mikið kraðak, það er ekki sjáanlegt hvernig menn ætla að ganga frá þessu ef það verður slík fjölgun á háhýsum þarna í kópavogi. Þegar Kópavogur verður orðin Manhattan Íslands, nema það gengur enginn og enginn nennir að taka strætó.
Ég er nokkuð fenginn að þurfa ekki að fara þarna í gegn á mornanna.
Gagnrýna áhrif háhýsa á umferð við Smárann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2008 | 16:11
Kári Sturluson biður til skipulagsnefndar
Það er nokkuð merkilegt að heyra að Kári Sturluson sé að biðla til skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar um að bjarga Nasa.
Mér skilst að hann hafi leitað á náðir Gísla Marteins sem lofaði öllu fögru.
Í seinustu viku lokaði hann blogginu sínu, eftir að hafa kallað Vilhjálm virkan alka. Baráttu menn fyrir lengri líftíma Nasa ættu kannski að finna sér trúverðugri málsvara. Það skilar varla miklum árangri að vera með slíkan málsvara svo stuttu eftir slíka uppákomu.
12.2.2008 | 15:08
Tækifæri fyrir Björgvin
Ég hefði haldið að þetta væri mjög gott tækifæri fyrir Björgvin, neytendaráðherra, að sanna sig. Þetta er goddy mál fyrir Björgvin. Það er enginn sem vill fá póst, sem hann ekki biður um. Þó svo að yfirleitt sé ég nokkuð ánægður með að fá bæði fríblöðin og fjölpóst, þá koma tímar sem maður vill fá frið frá þessu.
Það eru merkileg rök frá Póstinum að þeir hafi skildu til þess að bera þennan póst til mín. Hvar stendur það í lögum að ómerktir snepplar eigi erindi inn um lúguna mína? Þeir hafa fyrst og fremst skildur þegar kemur að pósti sem er merktur mér á nafn.
Hetja almúgans hlýtur að rísa á fætur og berjast gegn þessu eins og öðrum órétti eins og seðilgjöld.
Neytendur geti afþakkað fjölpóst í fríblöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2008 | 12:25
Skiptir engu máli
Gaman af þessu. Nú þegar eru komnar upp torrent síður sem eru jafn öflugar og istorrent var á sínum tíma, þetta hefur því ekki haft nokkur áhrif á þá aðila sem hafa áhuga á að sækja efni.
Öllu verri eru hugmyndir sem eru nú í gagni í Evrópu, þar sem þingmenn eru að leggja til ritskoðun á efni sem fer um þræði internetsins. Hversu eðlilegt er að krefja söluaðila á nettenginum um ritskoðun á notendum sínum?
Máli gegn Istorrent ekki vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2008 | 09:44
Snilldar ferðalag
Um helgina fór ég í skemmtilega ferð um Suðurlandið með félögum JCI frá Frankfurt.
Við byrjuðum á því að heimsækja Hellisheiðarvirkjun, sem er mjög skemtilegt mannvirki og gaman að hafa séð þetta.
Eftir þetta var haldið til Seljalandsfoss, en hann var allur frosinn og ekki hægt með góðu móti að klifra bak við hann. Við vorum 3 sem komumst næstum alla leið.
Þá datt einhverjum í hug að reyna að sjá hvað við kæmumst áfram í áttina að Þórsmörk. Við náðum aðeins þegar ég festist í smásnjó, enda var ég á nýjum bíl og var ragur að keyra hann. Við snerum þá við.
Nú var ákveðið að skipta hópnum upp, upphaflega hafði staðið að halda áfram í áttina að Vík, en nú var ljóst að það væri ekki tími til þess. Einhverjum langaði til að sjá Geysi, á meðan aðrir vildu helst sjá svartar strendur.
Ég ákvað að fara með hópinn sem vildi sjá Geysi.
Vegirnir voru allan tíman þannig að þeir voru ísilagðir og lágrenninngur var yfir veginum þannig að lítið sást á veginn. Skyggnið var að öðru leiti mjög gott.
Þegar ég kom á Geysi kom í ljós að farþegar í mínum bíl og voru mjög skefldir við þessar aðstæður og því hægði ég töluvert á mér við aksturinn.
Um kvöldið var svo haldið á Þorrablót JCI Esju. Út af þessum aukatúr hafði ég ekki tíma til þess að fara heim og skella mér í jakkafötin. Þegar ég mætti á staðinn var ég beðinn um að vera blótstjóri, meðal annars vegna glæsilegs klæðnar (lopapeysan og gönguskórnir).
Eins og alltaf þegar JCI Esja heldur þorrablót er þetta mikil skemmtun. Þýsku gestirnir voru mjög skemmtilegur.
Eftir þorrablótið var haldið niður í bæ, þar sem skemmtuninni var haldið áfram í Hellusundinu.
Eins og er siður hjá Þjóðverjunum, þá fóru þeir flestir beint í rútúna út á Keflvíkurflugvöll af íslensku skemmtanalífi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2008 | 20:58
Að gefast upp á moggablogginu
Það eru sjálfsagt margar ástður til þess að hætta á moggablogginu en ein þeirra er ekki þessi auglýsing sem birtist núna á hliðinni. Mér finnst svo sannarlega ekki sjálfsagt að mogginn sé að bjóða mér upp á blogg án þess að ég greiði neitt fyrir það. Varla halda menn að Mogginn sé að bjóða upp á eitthvað góðgerðarblogg!
9.2.2008 | 00:20
Gönguferð, þýska sendiráðið og brjálað veður
Dagurinn í dag var mjög skemmtilegur, ég fór í morgun og hitti JCI félaga frá Frankfurt, til stóð að sýna þeim miðbæinn. Ferðin byrjaði ágætlega en í leiðindar veðri fórum við í Hallgrímskirkju, það lá leiðin í JCI heimilið að Hellusundi. Þar ræddum við ýmislegt, meðal annars að bandarískum JCI félaga hefði verið neitað inngöngu í bandaríska sendiráðið. Það stóð ekki á þeim og þeir skelltu sér yfir götuna og inn í sendiráðið og kröfðust kaffiveitinga. Það var auðsótt mál, ég átti því fund með þýska sendiherranum. Það var ótrúlega skemmtilegur fundur.
Seinipartinn var svo ferðinni heitið í Bláalónið. Eftir að hafa ráðfært okkur við vegagerðina var lagt í ferðina. Veðrið var alveg brjálað, sem í sjálfu sér var bara ævintýri fyrir þjóðverjana. Mér leist á köflum ekkert á að ferðina heima. Þegar við svo keyrðum heim var veðrið alveg vitlaust, rúta hafði nýlega fokið út af.
Þegar við komum heim var svo haldið á Fjörukránna. Virkilega skemmtilegur staður og gaman að fara með erlenda gesti. Það komu bæði söngvarar og sögumenn, til að skemmta gestunum. Frábærlega skemmtilegt og gestir okkur vour virkilega ánægðir með þetta.
8.2.2008 | 09:03
Brandaratilboð Stöðvar 2
Nú auglýsir stöð 2 30% afslátt af fyrsta mánuðnum sé keypt heilt ár. Sé þessum 30% deilt á 12 mánuð sést að þetta er í 2,5% afsláttur á mánuði!
Í mínum kokkabókum heitir það ekkert sérstakt tilboð og eiginlega bara algjör brandari þegar menn eru að festa sig í viðskiptum í heilt ár.
6.2.2008 | 17:10
Skrýtin svör
Annars eru svona mál, eitthvað sem á ekkert erindi í fjölmiðla. Það er rætt við einhverja óánægða starsmenn eins og gengur og gerist og því alveg óljóst hvort það sé nokkuð að marka þessa frétt.
5.2.2008 | 12:41
Ekkert grín að vera ræningi
Það er auðvitað ekkert grín að vera ræningi, ráðast inn í banka og ræna og rupla.
Yfirleitt reyna menn að dulbúast fyrst en greinilega hafa þessir ræningjar ætlað að vera frumlegir og dulbúast eftir á.
Þetta kemur í ljós þegar þessi frétt var skoðuð, en í kjölfar ránsins ákváðu þeir félagar að skella sér á snyrtistofu og fá sér brúnkukrem.
Því miður fyrir þá dugði það ekki og voru þeir handteknir um leið og þeir komu út af snyrstistofunni.
Það jákvæða fyrir þá var að þetta var ókeypis, því peningarnir sem þeir greiddu fyrir þetta voru gerðir upptækir enda hluti af ránsfengnum.