Tækifæri fyrir Björgvin

Ég hefði haldið að þetta væri mjög gott tækifæri fyrir Björgvin, neytendaráðherra, að sanna sig.  Þetta er goddy mál fyrir Björgvin.   Það er enginn sem vill fá póst, sem hann ekki biður um.   Þó svo að yfirleitt sé ég nokkuð ánægður með að fá bæði fríblöðin og fjölpóst, þá koma tímar sem maður vill fá frið frá þessu.

Það eru merkileg rök frá Póstinum að þeir hafi skildu til þess að bera þennan póst til mín. Hvar stendur það í lögum að ómerktir snepplar eigi erindi inn um lúguna mína?  Þeir hafa fyrst og fremst skildur þegar kemur að pósti sem er merktur mér á nafn.

Hetja almúgans hlýtur að rísa á fætur og berjast gegn þessu eins og öðrum órétti eins og seðilgjöld.


mbl.is Neytendur geti afþakkað fjölpóst í fríblöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg með ólíkindum að það sé ekki hægt að stoppa þessi fríblöð. Ég er nú búinn að ákveða það að ef það verður ekki hægt að stoppa þetta, þá ætla ég að senda þeim blöðin í pósti tilbaka. Burðargjald greiðist af viðtakanda.

Það það er varla sú frétt í þessum blöðum sem maður er ekki búinn að sjá á netinu löngu áður.

Gams (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:35

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fáðu þingmanninn þinn til að leggja fram frumvarp þar sem skylda dreifingarfyrirtæka er afnumin. Þetta ákvæði fylgir rekstraleyfi póstdreifingarfyritækja sama hverslu oft þú berð hausnum við steininn.

Ef fyrirtæki vill hafa rekstraleyfi til póstdreifingar, þar með talinn fjölpóstur ( sem er póstur samkvæmt sömu lögum ) er þeim gert að dreifa því sem þeim er falið. Það er nefnilega réttur sendenda að geta póstlagt hvað sem er hvert sem er samkvæmt þessum lögum, hversu réttlátt sem þér þykir það. En lögum má breyta og það er gert á Alþingi.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.2.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: TómasHa

Hver er þingmaðurinn minn Jón Ingi? 

Það er munur á því að póstleggja bréf sem er stílað á mig eða fjölpóstur sem er alls ekki stílaður á mig. 

TómasHa, 12.2.2008 kl. 15:46

4 identicon

Sammála því, eiga þá ekki þeir sem senda fjölpóst og þessi fríblöð að þurfa að merkja öll blöð og alla pappíra sem eru sendir með nafni og heimilisfangi?

Gams (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samkvæmt lögum geta sendendur pósts keypt sér dreifingu sem kölluð er fjölpóstur.... þar með hafa þeir keypt þjónustu sem gerir ráð fyrir dreifingu inn um allar bréfalúgur og í alla póstkassa.... eitt eintak á hverja.... án nafns... enda búa oftast fjöldi manna innan við hverja bréfalúgu. Þessi þjónusta hefur ekki með einstaklinga að gera heldur heimili og fyrirtæki.

Ef þú vilt láta breyta þessu þarftu að semja við alþingismenn að breyta þessu en það er samt smá hængur á.

Þetta er hluti af alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirgengist og ég veit ekki hvort menn treysta sér til að leggja í þann slag að segja Ísland úr lögum við alþjóðapóstheiminn.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.2.2008 kl. 17:17

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fyrirgefðu sá ekki þessa fyrirspurn um þinmanninn þinn..... ég reikna með að þú vitir það betur en ég

Jón Ingi Cæsarsson, 12.2.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband