Færsluflokkur: Bloggar
18.12.2006 | 21:01
Sorta fólkið
Nú þegar jólin eru að nálgast er gaman að minnast þess þegar húsmæður voru metnar út frá fjölda sorta sem viðkomandi bakaði.
Í dag er fólk ansi marga sorta, bara skella sér í Bónus og leysa vandamálið er leyst.
Ég er amk. þriggja-sorta-maður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2006 | 19:52
Jólamynd Schwarzeneggers sú alversta
Kemur lítið á óvart að þessi mynd sé sú versta sem komið hefur fram. Það kæmi lítið á óvart þótt fleiri myndir Arnolds væri á lista yfir verstu myndir í sögunni.
Það er spurning hvort Arnold hafi ekki fundið betri hylli í lífuni. Það er væntanlega umdeilanlegt :)
Reyndar er einn skandall á þessum lista, það er National Lampoon's Christmas Vacation. Snilldar mynd.
![]() |
Jólamynd Schwarzeneggers sú alversta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 18:46
Erfðaskrá.is
Veit það ekki en lénið erfdaskra.is hlýtur að vera á topp 10 yfir léleg lén. Gat þetta lögfræðifirma ekki fundið sér eitthvað betra lén? Það er kannski svona mikið að gera í erfðaskrám að þetta firma hefur nóg að gera.
Ætli það sé að verða algengara að menn geri erfðaskrár?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 18:00
20 árum síðar
Ætli maður væri ekki ánægður með dagsverkið ef maður væri Friðrik Sigurðsson. Tölvumyndir orðið ótrúlega öflugt fyrirtæki í dag, með sterkan fjárfestingahóp að baki sér.
Þetta er sjálfsagt ágætis tími til að hætta, fyrirtækið á góðri siglingu eftir að hafa tekið nokkrar dýfur eftir .com vandann.
Skildi maður sem skýrði fyrirtækið sitt TölvuMyndir fyrir 20 árum hafa gert sér nokkra grein fyrir því hvað myndi rætast úr fyrirtækinu?
![]() |
Forstjóraskipti hjá TM Software |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 17:38
Af bílastæðasjóði
Sek þar til hún getur sannað sakleysi sitt
- borgaðu sektina strax, ella hækkar hún um 100%
Það var fyrir nokkrum dögum að ung kona í Vestmannaeyjum fékk bréf frá Bílastæðasjóði.
Í bréfinu er henni tilkynnt að hún hafi verið sektuð um 3.750 krónur fyrir stöðvunarbrot - hafa lagt bíl sínum rangt í Reykjavík, þann 19. nóvember síðastliðinn.
Nú vildi bara þannig til að umrædd kona var stödd i Vestmannaeyjum þennan umrædda dag og einnig hennar gamli bíll, þannig að sektin er greinilega byggð á röngum forsendum, sennilega hefur sá er skrifaði kæruna skrifað upp rangt bílnúmer eða eitthvað þess háttar. Konan var því ekki sátt við að greiða þessa sekt til Bílastæðasjóðs. Hún hafði samband við Bílastæðasjóð og sagði frá því að bæði hún og bíllinn hennar hefðu verið í Vestmannaeyjum þennan dag, en þar ætti hún heima. Sú er fyrir svörum varð hjá Bílastæðasjóði sagðist ekkert geta liðsinnt henni, sektina yrðu hún að greiða innan 14 daga, þvi eftir þann tíma hækkaði sektin um 100%. Ef hún hinsvegar rengdi sektina með þeim rökum að hún hefði ekki verið Reykjavík 19. nóvember, yrði hún að geta sannað það. Bílastæðasjóður skyldi hinsvegar senda henni umsóknareyðublað, þar gæti hún kvartað yfir sektinni og reynt að færa sönnur á fjarveru sína úr höfuðborginni þennan dag. Það yrði síðan úrskurðarnefndar að meta það hvort hún fengi sektina endurgreidda - eða ekki.
Einu sinni var sagt að allir væru saklausir nema sekt þeirra væri sönnuð. Hér er réttarkerfinu greinilega snúið á haus. - Konan er sek nema geta hún geti sannað sakleysi sitt. Nú er konan því 3750 krónum fátækari, nema úrskurðarnefndin taki mark á orðum hennar og endurgreiði 3750 krónurnar - það á að skýrast þegar nefndin kemur saman á næsta ári.
Af suðurland.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 17:29
Umræðan um Byrgðið
Umræðan í dag hefur komið mér nokkuð á óvart, þrátt fyrir að ég hafi ekki verið sammála því hvernig Kompásþátturinn sýndi þetta og fannst ýmislegt vanta upp á þáttinn. Hins vegar eru mun fleiri sem gagnrýna þáttinn en ég sá fyrir mér. Ég átti von á því að umræðan myndi snúast um meintan pervertisma frekar en fréttamennskuna. Mig grunar að Stöð 2 menn séu sama sinnis.
Auðvitað á ekki taka menn af lífi án dóms og laga, hins vegar hljóta þeir hjá Stöð 2 að hafa svo sterkar vísbendingar að þetta sé algjörlega óhrekjanlegt, jafnvel í þessum meiðyrðamálum. Þeir fullyrða það statt og stöðugt að málið hafi verið rannsakað í 3 mánuði, þeir hafi 20 mismunandi aðila sem séu ótengdir og segi allir sömu sögu. Frásagnir Guðmundar voru auk þess vægast sagt mjög ótrúverðugar.
Hins vegar er ég mjög sammála þeim sem benda áhersluna á hvað var gert þegar inn fyrir veggi hjónaherbergisins var komið. Aðalatriði í mínum huga er að hann er með fólk á mjög viðkæmum tímum, fólk sem er niðurbrotið andlega og er að leita sér að hjálp.
Varðandi umræðu um að það hefði átt á hlífa ættingingjum Guðmundar, getur það einfaldlega verið mjög erfitt. Hhvernig hefði áttað koma fram með þessar ásakanir án þess að bent væri í áttina að honum. Hefði t.d. verið betra að kalla hann forstöðumann meðferðarheimilis á Suðurlandi?
![]() |
Stjórn Byrgisins í meiðyrðamál vegna umfjöllunar í Kompási |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2006 | 17:10
100 ára háskólastúdent lauk loks námi
Miðað við hraðan hjá mér að klára mastersnámið stefnir allt í að ég slai þetta met.
Sem betur fer hef ég nokkuð mörg ár í viðbót til að afgreiða þetta.
![]() |
100 ára háskólastúdent lauk loks námi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 13:55
Jón og Gunna fjárfesta fyrir Pétur og Pál
Ég verð að viðurkenna að ég átta mig bara alls ekki á því hvernig þessar fjárfestingar fara fram. Annars vegar er talað um gengissjóð og hins vegar að fjárfestar séu sjálfir að fjárfesta.
Veit ekki hvort ég myndi vilja vera í sjóð sem Jón og Gunna væru að fjárfesta fyrir mig, né sæi ástæðu til að vera í sjóð ef ég sem félagi væri bara að fjárfesta fyrir sjálfan mig.
Ég held að það hljóti að skortar upplýsingar í þetta.
Viðskiptin fara fram með þeim hætti að félagar fjárfesta sjálfir með aðstoð netsins en fá aðeins upplýsingar um gengi bréfanna hjá sjóðnum. Ekki er um að ræða neina stýringu á kaupunum af hálfu sjóðsins. "Það er fyndið og umhugsunarefni að gengissjóður skuli sigra. En það merkir alls ekki að við vísum á bug stýringu á verðbréfakaupum," segir forstjóri BG Invest, Carsten Koch.
![]() |
Fjárfest án sérfræðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 12:48
Að byrja og hætta að blogga
Mundi bendir á að ég hef byrjað og hætt að blogga nokkuð oft (væntanlega ca. jafn oft).
Það er rétt hjá Munda, maður hefur verið misstemdur í blogginu. Hins vegar hef ég alltaf hætt vegna tæknilegravandamála, ég hef svo nennt eftir dúk og disk að laga þetta. Ég treysti því að blog.is menn sjái til þess að tæknilegu vandamálin hætti.
Ég lofa hins vegar engu um þrekið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 12:27
Ekkert samband við 69.is
Ekki það að ég sé sérstaklega með 69.is á heilanum, þá verður að viðurkennast að vefurinn virðist vera heldur óstapíll þessa dagana.
Þeir hljóta að velta fyrir sér að skipta um hýsingaraðila.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)