Færsluflokkur: Bloggar
19.12.2006 | 20:24
Nei-Sko
Var ekki ánægður með símafyrirtækið SKO í gær þegar þeir hringdu í mig eftir 10. Fyrirtæki eru alltaf að færa sig upp á skaptið með að hringja í einstaklinga á kvöldin, en sjálfum kæri ég mig ekki um sölusímtöl eftir klukkan 21:30.
Mér þetta því SKO ekkert sniðugt SkO.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2006 | 18:40
Góður listi?
Velti fyrir mér hvort þetta sé góður listi.
Svo hætti ég því og velti fyrir mér hvað Framsókn er tilbúin að greiða á atkvæði.
það er það eina sem skiptir máli.
![]() |
Jónína og Jón í fyrstu sætunum á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 17:26
Hættur við að hætta
Jeeemin hvað sumir eru eitthvað óvissir í rásinni. Það stefnir allt í enn eina blogdeiluna hjá mér í dag en ég get bara ekki orða bundist þegar Mundi er búinn að hætta við að hætta.
Ég sam var nýbúinn að skrá til bókar að þetta hefði verið stysta blogsaga í sögunni, þá bætist nú við að þetta hafi verið stysta blogstopp í sögunni.
Með þessu áframhaldi verður Mundi búinn að ná mér í blogg störtum og stoppum fyrir lok dags.
http://svansson.blog.is/blog/svansson/?nc=1#entry-92242
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2006 | 17:22
Kraftmikil sjónvörp
Vinstri grænir hljóta að mótmæla aukningu á flatskjám á Íslandi. Ekki bara er slæmt að fólk skelli sér í skuldi heldur er það líka að stuðla að því að íslendeningar eyði enn frekari orku, hendi hálf ónýtum sjónvörpum og eyði ævinni fyrir framan sjónvarpið.
Ef það er ekki kominn tími til að hækka skatta á flatskjám þá veit ég ekki hvað.
![]() |
Flatsjónvörp eru orkuþjófar heimilanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2006 | 17:17
Útlitið
Ég hef verið spurður út í útlitið á síðunni. Mér þótti við hæfi að hafa tómat á síðunni, enda lengi verið ósætti á milli mín og tómata. Börn í æskuminni þóttu iðulega vera við hæfi að tengja mig saman við tómata og hrópa svo undir tók í fjöllunum.
Hérna eru því sögulegar sættir við tómata.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 16:11
Risa gagnamiðstöð
Kanna möguleika á 100 þúsund fermetra gagnamiðstöð hér á landi
Breska stórfyrirtækið BT Group, sem áður hér British Telecom, hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100.000 fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Data Íslandia.
Þar segir einnig að fyrirtækið muni veita BT Group alhliða þjónustu við langtímagagnavistun og stýringu rafrænna gagna, en verkefnið er unnið í samvinnu við Farice og íslensk orku- og gagnavistunarfyrirtæki. Segir Data Íslandia að allt að 200 ný störf munu skapast í kringum starfsemi sem þessa á Íslandi, sem og stofnun nýrra stoð- og þjónustufyrirtækja.
Í tilkynningu segir enn fremur að meginástæður fyrir ákvörðun BT á að framkvæma hagkvæmniathugunina sé hreinleiki íslenskrar orku, áratugareynsla hér á landi í vistun rafrænna gagna og efnahagslegur stöðugleiki. Stefnt er að því að niðurstöður hagkvæmniathuganinnar liggi fyrir innan nokkurra vikna.
BT Group, með höfuðstöðvar í London, er eitt af stærstu fyrirtækjum í fjarskipta- og upplýsingatækni í heiminum og þjónustar milljónir viðskiptavina í Evrópu, Ameríku og Asíu. Í Bretlandi er BT með leiðandi markaðshlutdeild og þjónar meir en 20 milljónum viðskiptavina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 16:08
Guðmundur mætir
Guðmundur í Byrgininu ætlar að mæta í Kastljósþátt á eftir, eftir því sem Sigmar segir er búið að króa hann af og taka viðtalið upp, þannig að nema að komi upp tæknilegir örðuleikar verðru þátturinn sýndur.
Það verður skrautlegt að hlusta á ásaknir hans á hendur Stöð 2 manna.
Sögusagnir voru í gangi í gær um að hann hefði flúið land, greinilega ekki þó.
Margar sögur hafa verið í gagni um Guðmund, meðal annars um fjármál hans. Það hefur sjálfast verið rætt um fátt meira undanfarna daga, nema ef vera skildi strandið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 15:48
Gáfumanna blogg
Ég hef nú bloggað á blog.is í sólarhring, ég er bara nokkuð hrifin af þessu kerfi miðað við önnur kerfi sem ég hef notað. Miðað við önnur bloggkerfi er útlitið flottar og minna er af auglýsingum, ég er líka mjög hrifin af því hvernig er hægt að blogga út frá auglýsingum.
Það sem ég tók tiltölulega fljótlega er að notendur blog.is eru eldir en í hinum kerfunum. Það birtist minna af prump og reka við færslum hérna en meira af massífum pælingum. Þó svo að ég hafi sjálfsagt gerst sekur um að blogga þunnan þrettánda, miðað við doðrantafærslur margra spekinga, sem snerta ekki lyklaborð fyrir minna en 2 skjáfylli.
Ég velti fyrir mér afhverju þetta sé svona hjá blog.is, ætli það sé vegna tengingarinnar við mbl.is, það virðist vera að margir þessara penna séu að blogga af alvöur í fyrsta skipti. Tengingin við fréttirnar hafi ýtt fólki út í þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2006 | 14:32
Heilaskemmdir alkar
Nú fagna alkarnir.
Þetta er örugglega ein versta mögulega fréttin fyrir forvarnarstarf. Þar með er seinasta afsökunin farin og menn geta hafið áfengisdrykku. Þetta reddast :)
Næst þarf bara að koma að reykingar séu góðar, sé bara reykt í hófi.
![]() |
Heilaskemmdir af völdum áfengisneyslu geta gengið til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 13:54
Svansson tekur frá svansson.blog.is
Rak upp stór augu þegar ég sá nafn Svansson á lista yfir þá sem eru að blogg á blog.is. Ég skildi ekki afhverju hann lét mig ekki vita af þessu fyrst hann kvartaði sáran undan því í gær að ég skildi ekki hafa látið hann vita.
Annars sakaði hann mig um að vera að byrja og hætta alltaf stöðugt. Ég velti fyrir mér á móti, hvort hann hafi einmitt ekki gerst sekur um þetta sama, með því að byrja á blog.is og tilkynna sama dag að hann væri hættur að blogga þar?
http://svansson.blog.is/blog/svansson/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)