Færsluflokkur: Bloggar
7.1.2007 | 14:55
Blogg eða ekki blog
Í dag skrifaði ég grein á Deigluna sem heitir blogg eða ekki blogg. Greinin fjallar um svipuð málefni og hafa verið í umræðunni síðan Egill Helgason afsalaði sér bloggara titlinum um áramótin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 01:39
Duran Duran í einkapartýi
Það virðist vera gott upp úr því að hafa að starfa fyrir Kaupþing, alla vega skúbbar Denni því að Ármann Þorvaldsson, hafi haldið áramóta partý með hljómsveitinni Duran Duran. Denni er orðinn eins og Moginn sem lýgur ekki, og því full ástæða til að taka mark á þessari sögu.
Ármann hóf störf hjá Bankanum árið 1994, en hefur nú verið í nokkur ár forstjóri Singer og Friedlander. Það virðist nóg um að vera út í London og greinilega er töluverð samkeppni á milli íslenskra auðjöfra og hinna rússnesku um skemmtikraftana, svona rétt eftir að George Michael var pantaður með einkaþotu til að skemmta í nokkra tíma í Rússlandi.
Það má segja ætla að hinar fölsuðu Kaupþingsmyndir munu ganga annan hring, nú með auknu gildi. Það er ekki ólíklegt að hinn seinheppni sviðstjóri fái nú klapp á bakið.
Ég er svo heppinn að skulda Kaupþingi ekkert.
Ef Stefán Ólafsson á ekki eftir að fylla svo sem einn sal út á þetta, þá veit ég ekki hvað. Vinstri-Grænir munu reyna að losa okkur við þessa menn, Samfylking mun krefjast skattahækkunnar, Framsókn mun reyna að skrá þá í flokkinn og Sjálfstæðismenn segja að þetta sé fullkomalega eðlilegt. Kaupþingsmenn munu segja að þetta hafi ekki kostað neitt mikið, þeir hafi rukkað minna því Íslendingar séu svo fáir.
Svona er lífið í dag, allt gengur sinn vanagang, nema hjá þeim sem hlustuðu á Duran Duran live í einkapartýi. Það gerist örugglega ekki aftur á næstunni, næst verður það eitthvað annað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2007 | 22:59
Jólin kvödd i Keflavík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2007 | 19:21
Tæknileg iðrun Múrsmanna
Bæði Katrín Jakobsdóttir, sem og ritstjórn Múrsins hafa beðist afsökunar eða reynt að útskýra þetta grín sem kom fram í áramótaannál Múrsins:
Bók ársins: Minnislausa stelpan frá Stokkseyri. Margrét Frímannsdóttir heimfærir endurminningar Thelmu Ásdísardóttur upp á sjálfa sig.
Útskýringarnar eru frekar þunnur þrettándi og gjörsamlega misheppnaðar að mínu mati. Að segja að þetta sé tilvísun í einhvern dóm Jóns Baldvins um bókina, nú svo löngu eftir þetta er bara alltof seint. Brandarinn er greinilega langsóttur og fáir hafa fattað hann. Það hefur heldur ekkert verið gert fyrr en núna að útskýra þetta.
Það að láta í veðri vaka að þessi gagnrýni sé tilkomin vegna öfundar út af lélegu fylgi, er bara fyndið. Menn hafa fullan rétt að gangrýna svona hvort sem flokkurinn er með mikið eða lítið fylgi. Einnig að saka viðkomandi um að fela sannleikan, eftir misheppnaðan brandara þeira er ótrúlegt. Brandarinn hefði nú átt að vera það skýr að fólk þurfi ekki leiðbeininga bók með til að fatta brandarann.
Bók Margrétar er enn ein bókin sem ég á eftir að lesa, en í bókinni kemur meðal annars fram gagnrýni á Steingrím J, formann vinstri grænna og Guðföður þeirra Múrsmanna. Er því nema von að menn hrökkvi við með svona brandara?
Í raun er ekki verið að biðjast afsökunar í þessu heldur bara verið að reyna að útskýra brandarann. Í mínum huga er þetta tæknileg iðrun á ferðinni, bæði léleg og alltof seint til komin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2007 | 18:27
Lítil þvottavél
Mogginn er nokkuð seinn með þessa frétt, því vísir sagði okkur frá þessu í gær. Þá sagði ég Óttari að ég hefði leyst þetta mál með þv að kaupa mér litla þvottavél, vél sem ég passa bara ekki í.
Fólkið í búðunum var reyndar frekar hissa þegar ég fór á milli og reyndi að máta...
![]() |
Bannað að þvo fólk í þvottavélinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2007 | 09:51
Lausnir herra félagsmálaráðherra!
Það væri gott að heyra eitthva frá manninum, ekki bara að hann sé svo góður með pennan að með einu striki þurkaði hann út heimili 100 eiturlyfja neytenda.
Herra félagsmálaráðherra, hvað segirðu nú við lögguna!
![]() |
Vistmenn yfirgefa Byrgið - lögreglan í Reykjavík kveðst kvíða framhaldinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2007 | 22:58
Breytingar á Sirkus og Birtu
Heyrði það í dag að það stæðu fyrir dyrum breytingar hjá Sirkus. Breki og Andri hafi verið beðnir að taka pokann sinn.
Breki leitar ekki skjóls í sínu gamla blaði Hér og Nú, enda búið að grafa það blað. Hins vegar er spurning hvort hann finni ekki skjól á DV. Þeir eru víst að leita að fólki.
Einnig er mér sagt að til standi til að fella Birtu inn í Fréttablaðið, það muni því koma í sama brot og blaðið sjálft.
Ég velti fyrir mér hvar Árni Þór sé núna innan félagsins, það virðist vera að flestar hugmyndir hans hafi beðið skipbrot.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2007 | 13:37
RIIA salernispappír
Ætli Papcó sé tilbúið að framleiða STEF pappír?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2007 | 12:19
Mugi-mama
Það er skiljanlegt að Tryggingarfélagið skuli láta á þetta reyna, enda ljóst að verð skipins er lítils virði miðað við hvað kostar að fjarlægja það.
Hugsanlegt er að eigandi og tryggingafélag Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes fyrir jól, óski eftir því við umhverfisyfirvöld að skipið fái að standa áfram þar sem það mengi ekki lengur. Það yrði þá aðeins aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Engin mengun á að stafa frá skipinu lengur eftir að starfsmenn Olíudreifingar og Framtaks luku í gær við að hreinsa alla svartolíu úr lest flutningaskipsins Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes fyrir jól. Olían kom úr botntönkum, þegar lestargólfið rofnaði í hafróti. Olíunni var dælt í kör, sem síðan voru flutt í land með þyrlu. Verkið gekk vel náðust um 40 tonn af svartolíu úr lestinni. Að því búnu var allur dælubúnaður fluttur í land.
Alls hafa ríflega 130 tonn af svartolíu, smurolíu og glussa verið fjarlægð úr skipinu frá því að aðgerðir Umhverfisstofnunar hófust. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þrátt fyrir þetta sé hugsanlega enn einhver olía milli banda í botntönkum skipsins og verður fylgst með því hvort eitthvað smiti upp í lestina næstu daga.
Að öllu venjulegu ætti niðurrif að geta hafist á næstunni, en samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru eigandi og tryggingafélag skipsins að íhuga möguleika á undanþágu til þess, í ljósi þess hversu erfitt og dýrt það yrði og með hliðsjón af því að ekki stafi lengur mengun af því. Vísir.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2007 | 11:34
Sýndarmennska
Það var eðlilegt að borga einhverjum aðkomu manni hærri laun fyrir að flytja með fjölskyldu sína á staðinn og selja þær eignir sem viðkomandi á annars staðar. Að sjálfsögðu þurfa viðkomandi að hafa einhverjar tryggingar. Það kom nú bara á daginn með fyrrum bæjarstjóra.
Hins vegar finnst mér merkilegt þegar fólk með milljón á mánuði kemur fram eins og Hrói höttur og lýsir yfir smá lækkun. Mér finnst merkilegt hvernig þessir litlu bæjir geta boðið upp á þessi laun til bæjarstjóra og barmlómað sér svo yfir of litlum tekjum.
![]() |
Bæjarstjórinn í Árborg með milljón á mánuði í laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)