Færsluflokkur: Bloggar
7.1.2007 | 21:40
Egill ekki enn bloggari
Var að sjá þessa grein hjá Agli, það er greinilegt að hann hefur ekkert skipt um skoðun, þótt í ljós hafi komið hann getur ekki falið sig á bak við þær tæknilegu ástæður að hann sé svo reyndur í þessu.
Egill er greinilega bara merkilegri en hinir.
Bendi aftur á greinina sem ég skrifaði í dag á Deigluna um blogg. Þar ræði ég meðal annars þetta blog hans Egils.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2007 | 21:12
Komið upp um ofátið?
Það er alltaf til heimskt fólk sem ætlar sér að fara einföldöldu leiðina. Það er ótrúlegt að heyra hvað fólk er tilbúið að fara ótrúlega lágt til þess að redda sér peningum.
Fyndið að ætla að kúga út þessar milljónir eftir að hafa hlustað á starfsmann. Starfsmaðurinn hefur bara verið í vondu skapi. Getað bullað eitthvað eða viðkomandi verið að búa allt til.
Hvað ætli hann hafi sagt, að hún væri fyrir bæði kynin eða að hún væri alltaf að borða svo mikið? Eitthvað svona af þeim sögum sem hafa heyrst í slúðrinu.
Sá hefur haldið að hann væri að kassa inn.
Maður ætti að hringja í Sirrý og segjast vita að hún hafi rekið klámhring. Krafist milljóna. Skiptir ekki máli hvort það sé satt eða ekki. Bara fá peninginn...
![]() |
Sakaður um að hafa reynt að hafa fé af Oprah Winfrey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 20:55
Fór Eykt frá hálfkláruðu verki
Í fréttum RÚV er sagt frá því að byggingarfélagið sem stóð að byggingu Skuggahverfis hafi farið frá hálfkláruðu verki. Að sjálfsögðu neitar Eykt þessu.
Maður hefur heyrt ótrúlega mörg dæmi um að byggingarfélög hafi ekki verið að standa sig, hús hafi verið mjög illa byggð og allir veggir skakkir. Hraðinn á þessum byggingarframkvæmdum sé svo mikill að menn megi ekki bíða eftir því að steypan þorni almennilega áður en haldið er áfram.
Einnig er það nánast undartekning ef íbúðir eru afhentar á réttum tíma og mér skilst að menn hafi ekki heldur gert það í þessu tilfelli.
Í flestum tilfellum eru það einstaklingar sem eru sjálfir að sjá um þetta og það getur verið gríðarlega dýrt að sækja svona skaða. Menn leggja varla í þetta nema að það sé verulegur galli. Í þessu tilfelli eru menn í blokkinni líklega svon "heppnir" ef hægt er að tala um heppni í þessu máli að það er byggar félag sem getur sótt þetta fyrir menn.
Skuggahverfisblokkir gallaðar? - af rúv.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2007 | 20:46
Magni ekki ánægður með slúðrir
Samkvæmt þessari frétt er Magni ekki ánægður með slúðrið og vill tilfinningalegt svigrúm eins og forsetinn. Ég hef nú eitt að segja við rokkarann, það er ekki hægt að velja og hafna. Þetta er bara það sem frægt fólk finnur fyrir þegar svona hlutir gerast í lífinu.
Þetta fólk þarf þó ekki að kvarta yfir því að verið sé að mala um þau, miðað við þær fréttir sem eru í gangi um fólk erlendis. Það eru engir ljósmyndarar fyrir utan heimili þessa fólks, eða elta þau úti í frí.
Varðandi Dillönu og Magna, er það mjög skiljanlegt að menn spyrji sig um þetta og svona sagi fari af stað.
Magni ósáttur við kjaftakellingar á netinu
Þetta flokkast ekki einu sinni undir kjaftasögur. Þetta er ekki svaravert en svona viðbrögð voru náttúrlega viðbúin," segir Magni Ásgeirsson aðspurður um þær kjaftasögur að söngkonan Dilana hafi komið upp á milli hans og Eyrúnar Haraldsdóttur. Allt hefur verið morandi í slíkum gróusögum á netinu. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hafa Magni og Eyrún ákveðið að slíta samvistir og vakti sú ákvörðun mikla athygli hér heima og meðal aðdáenda hans.
Opinberri aðdáendasíðu Magna, magni-ficent.com, var lokað í gærmorgun eftir að einn notandi gekk svo langt að falsa frétt um þessar sögusagnir og notaði til þess útlit hinnar virtu fréttasstofu CNN.com. Þegar síðan var opnuð aftur seinni partinn var fréttin horfin en ekki stóð á hörðum viðbrögðum dyggra aðdáenda söngvarans við þessu uppátæki. Þetta er svo tillitslaust og grimmdarlegt að það nær engri átt [...] Legg til að þessum aðila verði hent út enda eiga svona notendur ekki heima á aðdáendasíðu Magna," skrifar notandandinn SmokyBay og aðrir taka í sama streng.
Á barnalandi.is hefur spjallsvæðið verið undirlagt af kjaftasögum í svipuðum dúr og segir Magni að þeir notendur sem breiði út slíkan óþverra ættu frekar að líta í eigin barm. Alls voru stofnaðir sautján spjallþræðir í kringum málið á svæðinu og er talið að yfir fimm þúsund notendur hafi skoðað eða tjáð sig um sambandsslit Magna og Eyrúnar. Af Vísi.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2007 | 20:27
Hvar er loðnan?
Það vekur áhyggjur að ekkert er að finnast af loðnu, maður veltir fyrir sér hvað valdi þessu en maður hefur á tilfiningunni að það hafi ekki. Það eru alla vegna mörg ár síðan við fengum einhverja alvöru loðnuvertíð hingað til lands með þeim tekjum sem því fylgir.
Það er kannski tímana tákn að þessar fréttir eru alltaf að minnka og menn eru að veita þessu minni og minni athygli.
![]() |
Lítilsháttar sást til loðnu norður af landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 18:50
Bankinn
Það hlýtur að koma að því að það komi nýr banki til sögunnar, fyrir löngu hefði átt mátt búast við erlendri samkeppni.
Nú er í tísku að skýra svona fyrirtæki og stofnanir svona stuttum víðtækum nöfnum. Dæmi um þetta eru bæði Blaði og svo núna seinast Flokkurinn.
Menn virðiast ekki hafa orðið neit ímyndunarafl lengur á góðum nöfnun.
Ég verð hrifinn af Bankanum ef hann lækkar vextina hjá Íslendingum og ræður fólk sem eru ekki á þannig launum að hægt sé að ráða Duran Duran í veislurnar.
Eru menn með mér í þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2007 | 18:43
X Factor
Nú þegar X factor er kominn vel af stað verð ég að segja að mér finnst fátt heilla mig í þættinum. Einna helst er að horfa á Ásdísi Rósu vinkonu mína, en það er ekkert nýtt í mínum huga hvað hún er góð, enda hef ég vitað um þetta síðan við vorum saman í Menntaskóla. Það er margt eðal söng fólk að austan.
Það er einhvern veginn ekkert sem fær mig til þess að límast yfir þessum þáttum, enn er þetta of mikill fjöldi og svo er verið að hopa á milli hópa. Þetta fólk sem er að dæma er alltof margt og óspennandi.
Kannski á þetta eftir að breytast þegar líður á þáttinn.
Það eru tveir þættir sem þurfa að foma á dagskrá, en það eru þegar ísprinsessan Leoncy mætir, og svo þegar Baugur sjálfur mætir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 16:16
Tæknileg iðrun múrsmanna vekur athygli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 16:11
SOS tækni ekki að virka?
Keflvíkingar þurfa greinilega eitthvað að fara að skoða sín mál
Ráðist á karlmann á skemmtistað í Keflavík
Börðu unglingsstúlku í höfuðið með hafnaboltakylfu
Á 157 km hraða á Reykjanesbraut
Fyrir skemmstu var rætt um SOS kerfið sem foreldrum Keflvíkinga er nú boðið upp á. Þetta er kerfi sem á að hjálpa erfiðum börnum og foreldrum þeirra. Það skildi þó ekki vera að sé þörf á þessu en þetta er sagt hafa skilað verlegum árangri í að hafa hemil á yngri kynslóðinni.
Það þyrfti að fara að bjóða upp á svona námskeið hérna í bænum líka.
Að sjálfsögðu er samt ekki hægt að skilda fólk í þetta, en að bjóða upp á þetta sem valmöguleika er mjög gott.
![]() |
Ráðist á karlmann á skemmtistað í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 16:05
Guðmundur og Geirfinnur næst?
Maður spyr sig hver ætli refsings hins seka hafi verið ;)
![]() |
400 ára gamalt morð loks upplýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)