Færsluflokkur: Bloggar
15.1.2007 | 16:54
Bloggið er snilld
Ég hef auðvitað eignast bæði góða bloggvini, sem og óvildarmenn.
Ég hef sett fram skoðanir mínar, ýmsar skynsamar og aðrar minna skynsamar og rætt um það við þá sem hafa kært sig um að kommenta í athugasemda kerfið hjá mér.
Suma daga hef ég mikið að segja og blogga oft.Aðra daga hef ég ekkert að segja og blogga lítið. Allt eftir því í hvernig skapi ég er í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.1.2007 | 10:32
Úthvíldir
Við skulum vona að "strákarnir okkar" séu úthvíldir.
Spurning um að búa til svona "Í blíðu og stríðu" stuðningsfélag fyrir þá.
Væntanlega hafa allir fengið heimsókn frá sínum þingmanni, ekki satt?
![]() |
Þingmenn koma úr jólafríi í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 22:54
Greitt of mikið
Hvað voru þeir að hugsa?
Ég held að þeir hafi greitt alltof mikið fyrir Beckham, áhuginn að komast til Hollywood er þvílíkur að það liggur við að Beckham hefði verið tilbúinn að borga með sér, bara svo að Viktoría hefði getað spókað sig.
Það er fyndið að þau vilji ekki segja hvar í LA þau ætli að búa, það liggur alveg fyrir hvað þau ætla sér. Vinur þeirra Tom hefur sagt þeim það.
Hvað ætli sé langt þangað til þau byrji að mæta á fundi hjá Vísindakirkjunni?
![]() |
Viktoría Beckham komin til Los Angeles |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2007 | 17:49
Drakk sig í hel með vatnsdrykkju
Rakst á þetta á vísi.is, þetta sýnir betur en allt annað að hvað sem er getur verið óholt, sé það tekið í of miklu magni.
Vísir, 14. jan. 2007 16:17Drakk sig í hel af vatni
Vatn er hollt og mikið vatn er mjög hollt. Of mikið vatn getur hinsvegar verið lífshættulegt. Tuttugu og átta ára gömul bandarísk kona drakk sig í hel af vatni, til þess að vinna Nintendu leikjatölvu.
Jennifer Stange, sem var þriggja barna móðir, tók þátt í keppni hjá útvarpsstöð í Kaliforníu, um hver gæti drukkið mest af vatni án þess að þurfa að fara á klósettið. Verðlaunin voru Nintendo leikatölva. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið Jennifer drakk af vatni.
Það er þó vitað að hún svolgraði í sig hverja vatnsflöskuna af annarri, þartil henni fór að líða illa og hún fékk höfuðverk. Þá fór hún heim, þar sem hún fannst látin síðar um daginn. Krufning leiddi í ljós að dánarorsökin var of mikið vatn á of skömmum tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 16:51
Skuggaleg frétt
Ha!!!
Ég veit ekki hvað skal segja, að það að taka Herbalife séu líkur á að maður sé að taka inn eitur.
Það hljóta að koma einn meiri upplýsingar um þetta.
Það er líka skrýtið að það hafi ekki komið eitthvað meira um þetta áður, ef það er búið að leggja 6 inn á spítala.
![]() |
Sex lifrarbólgutilfelli eftir neyslu á Herbalife |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 11:50
Ekki ódýr dallur
Það er spurning hvenær íslensku auðjöfrarnir fara að fá sér svona snekkjur. Þær láta sér kannski nægja einn þyrlupall og sleppa dvergkafbáttinum.
Viking skútann hjá Baugi er bara smádallur miðað við þetta.
![]() |
Abramóvítsj lætur smíða stærstu snekkju heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2007 | 20:55
Háskólinn missir góðan mann
Ég skil ekki hvað hann er að gera að sækjast eftir því að halda þessari stöðu. Það er skiljanelg afstaða hjá Háskólanum að binda ekki stöðuna í amk. 4 ár meðan hann byggir upp annan skóla.
Hitt er annað mál að með þessu er Háskólinn að missa mjög öflugan mann, þetta var klókt hjá Bifröst að ná í Ágúst. Buisnessmann, Háskólamann og gamlan pólitíkus.
![]() |
Fær ekki launalaust leyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2007 | 20:36
Landsleikurinn
Ég fór í fyrsta skipti í meira en áratug á handboltaleik áðan. Ástæðan var hið sniðuga boð KSÍ með hjálp miði.is. Ég verð að segja að þetta var bara nokkuð áhugavert, og mun meira að gerast en í blessuðum fótboltanum, sem ég fór á í sumar.
Ég þekkti auðvitað nánast ekki einn einasta kappa úr landsliðinu, og ýmislegt kom mér á óvart.
Mér fannst þeir ekki nógu kappsamir, það vantaði neistann þangað til undir lokin þegar eitthvað gerðist. Ég held að það vanti einhvern óútreiknanlegan í liðið, annars fannst mér þetta oft voðalega vélrænt og fyrir séð. Helst var það þessi Róbert, sem sýndist vera svona loose Canoon. Þeir voru auðvitað að reyna fullt af nýjum strákum, það var gaman að sjá hvað það eru margir ungir eru að koma upp. Reyndar gerðu þeir ótrúlega mörg mistök í leiknum en væntanlega er það eitthvað sem er að skólast til.
Mér fannst líka fyndið hvað það var rosalega mikill hæðarmunur, þetta var bara eins við væru að spila við risa. Maður mætti halda að okkar strákar væru einhverjir sérstakir stubbar.
Mér finnst þetta frekar vera á gráu svæði þegar kynnirinn er að nota hljóðkerfi hússins til að hvetja liðið áfram strákana okkar og nota kynningar á mörkum til að búa til anda. Salurinn á að sjá um þetta, en svo virðist vera sem að liðið hafi neitað að borga klöppurunum. Reyndar datt þetta allt í gang á endanum.
Svo var verið að kynna stuðningsfélag landsliðins sem var kallað í blíðu og í stríðu. Sjálfsagt margir tilbúnir að standa alltaf að baki liðinu.
![]() |
Galia tryggði Tékkum sigur í Höllinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2007 | 12:46
Viðtal tekið vegna viðtals á eigin miðli
Þetta er fyndið hjá Mogganum, taka viðtal við eigin blaðamann fyrir að vinna vinnuna sína og um hvernig gekk að taka viðtalið við viðkomandi.
Mér skilst að þetta hafi allt gengið vel hjá Ingbjörgu, hún hafi verið ljúf en þetta hafi þó ekki gengið allt vel.
Ætli við eigum að eiga von á þessu á næstunni að fá fleiri svona viðtöl við starfsmenn Moggans, næst verði viðtal við prentsmiðjuna hvernig gekk að prenta, uppsetjarna hvernig uppsetning gekk og að lokum megum við ekki gleyma blaðberunum.
![]() |
Ingibjörg Sólrún ræðir stjórnarsamstarfskosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.1.2007 | 01:00
Guli hummerinn til sölu
Var að sjá að Guli hummerinn er til sölu á 25 milljónir. Í fyrstu er maður alveg bit á þessu verði, fyrir einn bíl.
Þegar ég skoða þetta á ebay fann ég 2 hummera, annars vegar einn 2003 módelið á 50 þ dollara og hins vegar 2006 módelið á 150 þúsund dollara reyndar stærri útgáfu. Verðið 25 milljónir virðist því ekki vera neitt út úr korti, þótt líklega megi prútta það niður sem nemur 1 krúser og jafnvel smábíl í viðbót.
Auglýsingin sem hefur verið keyrð mjög reglulega er ferðastu um eins og Holliwood stjarna, og var sérstaklega keyrt á auglýsignar í DV.
Líklega hefur þetta aldrei náð nægum vinsældum og bara kostað eigandann pening. Ég veit um ýmsa sem myndu langa að fara í limma, en þetta er einhvern veginn limmi á sterum sem ég held að fáir hafi áhuga á að fara í.
Amk. ekki að greiða það hátt verð að það réttlæti 25 milljón króna fjárfestingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)