Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2007 | 00:46
Ókeypis lén?
Nú er auglýst að í fyrsta skipti á Íslandi sé hægt að sleppa við stofngjald á .is lénum. Þetta er alls ekki rétt. Ég skráði lén á sínum tíma hjá islandia.is, þar þurfti ég hvort að greiða fyrir skráningu né að greiða fyrir mun hærra verð fyrir hýsinguna.
Á þeim tíma þurfti ég að greiða 2990, ef ég man rétt, per mánuð. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég áttaði mig að ódýr vefhýsing væri hægt að finna annars staðar.
Ég verð að hrósa þeim hjá lén.is, þetta eru sniðugir menn. Þetta eru sömu menn og kynntu sig rækilega á kostnað ISNIC með því að skrá RÚV.is og svo bjóða þeir sömu heimasíðuna til sölu til allra viðskiptavina sinna.
Var einhver að tala um fría morgunaverði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2007 | 00:07
Eigin hagsmunapot
Ég var að lesa grein Eygló Harðar þar sem hún krefst þess að fá sæti sem hún vann alls ekki inn fyrir. Þar er Eygló í fádæma eigin hagsmuna poti, frekar en að hugsa um hagsmuni flokksins. Þetta er kannski lýsandi fyrir marga innan Framsóknarflokksins, og kannski þess vegna er staða flokksins eins og hún er í dag.
Eygló á ekki meiri rétt á þessu en nokkur annar. Hún var ekki kosin í þetta sæti, það er í kjölfarið uppstillingarnefndar að koma með tillögu og svo kjördæmisráðs að samþykkja listann.
Það er hlutverk uppstillingarnefndar að verja eins sigurstranglegan lista og mögulegt er. Þar sem menn verða að horfa á ansi marga hluti eins og kynferði, búseta, aldur og starfstéttir, þannig að listinn höfði til sem breiðasta hóps.
Eygló kallar þetta þúfupólitík, en staðreyndin er að það er sú pólitík sem gildir. Hvort sem henni líkar betur eða ver og hvort sem hún segist vera þingmaður Suðurlands alls eða bara þúfunnar Vestmannaeyja.
Það verður að teljast veikleiki ef Framsóknarmenn eiga ekki fulltrúa á Reykjarnesi, flokkurinn á nokkra möguleika á þessu sviði þar sem hinir flokkarnir hafa ekki fulltrúa. Framsóknarmenn kusu Suðurnesjamann í þetta sæti, hann ákvað að þiggja ekki sætið, hljóta þeir að íhuga að taka annan Suðurnesjamann í sætið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2007 | 16:02
Engar frekari athugasemdir
Það kemur á óvart að það hafa engar frekari athugasemdir verið gerðar eftir að Þórir Hrafn Kommentar hjá mér og bendir á staðreyndir málsins. Háskólalistinn fór fram á leiðréttingu en eftir að athugsemdir komu á málfluning þeirra heyrist ekkert frekar.
Nú þegar Háskólalistinn hefur verið á móti listakosningum frá upphafi, má velta fyrir sér með sömu rökum má velta því fyrir sér afhverju þeir yfir höfuð bjóða fram lista?
Við hljótum að fá leiðréttingu á þessu.
Annars er nokkuð merkilegt að það virðist lokað á athugasemdakerfið hjá þeim, þannig aðilar þeim þóknanlegir geta einir komenterað. Hér hjá Heita Pottinum kjósum við lýðræðislegar umræður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2007 | 08:59
Ekkert nýtt
Um leið og manni finnst ótrúlegt hvað fólk lætur bjóða sér í þessum þáttum, þá eru alltaf gríðarlega langar raðir. Fólk veit þó nokkuð hverju það á von.
Er það ekki svo þetta sem áhorfendur biðja um? Einhver ástæðan fyrir því að þessir söng þættir eru svona ofboðslega vinsælir og mun vinsælli en aðrir sambærilegir. Þetta eru ekki fyrstu söngþættirnir!
Þetta vita framleiðendur þáttanna, enda gat Simon búið til eigin þátt (X Factor) án þess að framleiðendurnir hafi rekið hann.
![]() |
Cowell hafnar gagnrýni á illkvittni í American Idol |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 22:06
Skemmtileg umræða í kommentakerfinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 22:04
Björn Ingi býður upp á athugasemdir
Það er gott hjá Birni Inga að bjóða upp á athugasemdir. Þetta er nýjung hjá honum. Hvenær skildi Steingrímur Sævarr taka þetta upp?
Mér finnst þetta mjög flott hjá Birni. Menn hafa gott af því að fá á sig gagnrýni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2007 | 21:24
Háskólalistinn farinn að kommenta
Háskólalistinn er farinn að kommenta hjá mér og ekki bara það heldur eru þeir farnir að kalla mig Tomma, eins og að þeir þekki mig. Nú er nokkuð skrýtið að standa í orðastappi við heilt framboð, sem þar að auki talar eins og það sé minn besti vinur.
Spurning hvort það sé eitthvað svona gælunafn til á Háskólalistanum? Nema að sá sem skrifi gevi sig fram. Hverjum ætli Háskólalistinn treysti nægjanlega vel til að skrifa í nafni framboðsins? Eins og við sáum í fréttum í vikunni geta talsmenn misstigið sig.
Hitt er annað mál að ég held því áfram fram að listinn sé ekki að bjóða fram til Háskólalista vegna fámennis. Ég átti ekki von á því að opinber afsökun þeira væri fámenni. Ég treysti fylkingunum alveg ágætlega til að velja fulltrúa í efstu sætin sem hafa "vit á þeim málefnum sem þar er fjallað um".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2007 | 21:08
Mogginn farinn að vísa í Steingrím
Skildu fleiri bloggarar vera á þessum lista, eða eru skúbb Steingríms þau einu sem eru ásættanlega góð til að Mogginn birti þau?
![]() |
Elton John keypti íslensk glerverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2007 | 21:02
Kristinn næstur?
Það er óhætt að segja að í dag hafi verið áhugaverður dagur fyrir þá sem rýna í pólitík.
Reyndar hefur verið búist við þessu í nokkurn tíma að Valdimar muni ganga til liðs við Frjálslynda, eftir arfa slakan árangur í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Nú er bara að sjá hvort spáin hans Péturs Gunnarssonar reynist rétt. Ég hef oft heyrt galnari kenningar en að Kristinn fái 1. sætið og að Guðjón Arnar muni flytjast suður.
Þá er bara spurning undir hvaða merkjum þeir munu bjóða fram. Þeir verða fljótir að rigga upp nýtt nafn.
![]() |
Valdimar gengur til liðs við Frjálslynda flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 20:54
Kemur ekki á óvart
Það hjálpar ekki að enginn maður skuli vera á efstu sætum kjördæmisins.
Það vekur athygli hvað Suðurnesjamönnum gekk almennt illa í prófkjörum flokkanna. Amk. þeim sem hafa haldið prófkjör, hvort sem um er að ræða Sjálfstæðisflokkurinnn, Framsóknarflokkurinn eða Samfylkingin. Hvað ætli valdi þessu?
![]() |
Hjálmar Árnason hættir í stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)