Færsluflokkur: Bloggar

Skemmtileg samlíking

Guðmundur Steingrímsson velti fyrir sér hvort samfylkingin muni blómstar eins og Íslendingar gegn Frakklandi.

Ég ákvað að gera athugsemdi við þetta hjá Guðmundi:

 

Tja. Ég veit ekki hvort einhver les þetta hérna á skjálfyllu 15 eða eitthvað. Elton John og félagar eitthvað að keyra sig niður eftir málþófið.

Ég var bara nefnilega að velta fyrir mér hvort þú værir nokkuð að lýsa vitlausum leik?  Hefði heldi að það væri Framsókn - Frakkland sem hér væri verið að lýsa.  Þeir eru svo duglegar að rýfa sig af stað svona rétt í kjörklefanum. 

TómasHa, 24.1.2007 kl. 00:48

Guðmundur svarar að bragði:

Ég er ekki viss um að framsókn geti unnið Frakka, Tómas. Ekki að þessu sinni. Kannski Ástrali.  

Guðmundur Steingrímsson, 24.1.2007 kl. 01:05

Ég er ekki frá því að ég sé sammála Guðmundi um þennan kafla, það er hins vegar spurning hvort Samfylkingin eigi eftir að ná sér á flug. Líklega þarf að skipta um "Kerlinguna í brúnni" og nokkra aðra til þess að svo verði.


Velskrifandi bloggvinur

Í hóp bloggvina var að bætast Davíð Gunnarsson, en Davíð þekki ég vel úr Háskólanum. Mæli með að fólk líti reglulega til Davíðs.  Bloggið hans er: http://davidg.blog.is/blog/davidg/

Utangarðsmenn í framboði

Þegar ég les þetta sé ég bara utangarðsmenn og enga sem eru formlega í forsvari fyrir fyrir samtök þessa fólks. Ég sé ekki að þetta framboð verði hvorki fugl né fiskur.

Ég vonast þó til að núrverandi stjórnarflokkar ákveði að leiðrétta kjör þessa hóps.
mbl.is Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Það kemur ekki á óvart að Margrét ætli ekki í formanninn, allt hluti af taflinu hennar og pabba hennar. Þau vita að Guðjón Arnar er sterkari en Margrét og hún hefði aldrei getað unnið hann. Miklu skynsamlegra að bakka bara og fá smá meira samúðaratkvæði. Miklu betar að segja að þetta hafi verið enn ein tilraunin til sátta.
mbl.is Margrét Sverrisdóttir býður sig ekki fram til formanns Frjálslyndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn á byggðavandanum?

Aðalbrandarinn sem gengur á milli manna er að þetta leysi byggðavandann, hægt væri að flytja heilu byggðalögin á Stór-Reykjavíkursvæðið.   Þetta er meira að segja og skammt frá flugvellinum og því eðal fyrir reynt fiskvinnslufólk að vestan.

Ég hef bent þeim sem hafa sagt mér þetta að þetta séu nú ekki nýjar hugmyndir, ætluðu ekki Danir að flytja okkur til Jótlands?


mbl.is Vel útbúinn draugabær til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Autorenowal

Maðu hefði haldið að félag eins og google gerði allt til að verja eignina sína. Það hlýtur einhver að hafa lent í skammakróknum eftir þetta. Amk. er hérna ekki þýsk nákvæmni á ferð. Greinilegt að þeir hafa hvortki stillt á autorenewal né keypt upp nokkur ár, eins og víða er hægt erlendis. 

 

Google.is mun renna út 22. maí næstkomandi, við bíðum spennt hvort fyrirtækið mun muna að greiða.  Isnic sendir út greiðsluseðla mánuðum á undan, það hefur komið fyrir hjá besta fólki að vera búið að gleyma seðlinum þegar kemur að gjalddaga.


mbl.is Google biður þýska netnotendur afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg umræða um Frjálslynda

Ég veit ekki hvort maður eigi að kalla þá Frjálslynda jafnaðarmenn, eins og tillaga sem er nú komin upp um að kalla flokkinn.  Frjálslyndi Þjóðernisflokkurinn er líka laust, miðað við stenfuna sem flokkurinn er að fara í væri það nafn meira réttnefni.

Annars er mjög furðulegt að heyra í félögum fagna því að Valdimar hafi gengið í flokkinn. Skyldi bloggvinkona mín hún Sigurlín, líka halda skýrslu um hversu duglegur Valdimarverður að mæta á þingið fram á vor? Það alla vegna makalaust að á sama tíma og Gunnar er fordæmdur er Valdmar tekinn opnum örmum. 


Snilldar saga

Fyrst ég er farinn að tala um áfengi á annað borð fann ég þessa snilldar sögu hjá Sigurjón M. Egilssyni:

Fyrir mörgum árum var ég á Melavellinum að horfa á KR. Meðal stúkugesta var Egill rakari, einn þekktasti stuðningsmaður KR fyrr og síðar, enda er hans getið í lagi Ómars Ragnarssonar, Jói útherji. Jæja, aftur á Melavöllinn. Leikurinn var við það að hefjasts. Sauðdrukkinn maður kom í stúkuna, sá Egil og starði. Sagði síðan drafandi röddu; er þetta ekki Egill rakari? Egill svaraði að bragði; ég veit ekki hvor okkar er rakari.


Einstæð móðir leitar Fúsa

Finnst þetta nokkuð skemmtilegt blog. Einstæð móðir að leita að Fúsa.

Bjórinn er góður

Hverjum myndi detta í hug að kaupa bjór handahanda hundinum sínum? Finnst mönnum gaman að sjá hundana sína raghálfa?

mbl.is Bjór handa hundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband