Færsluflokkur: Bloggar
25.1.2007 | 18:51
Baugur.is
Það er áhugavert að Baugur Group skuli ekki hafa tryggt sér baugur.is.
Þeir nota hins vegar hið alþjóðlega lén - http://www.baugurgroup.com og baugurgroup.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 12:45
Í leit að athygli
Hérna er algjört bull á ferðinni og örugglega komið til vegna:
- vekja athygli
- Telja sig eiga inni atkvæði hjá þessum hóp um þessar mundir.
Eigum við ekki að leyfa þessum krökkum að skríða undan pilsfaldinum hjá mömmu áður en þau fara að kjósa?
![]() |
Vilja lækka kosningaaldurinn í 16 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2007 | 12:35
Gaman af þessu
Þjóðin fylgist að sjálfsögðu spennt með, Magni farinn á vit ævintýranna. Okkar maður.
![]() |
Magni farinn til Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2007 | 08:49
Ótrúleg harka
Það virðist alveg ótrúleg harka hlaupin í þetta og í hvert skipti sem einhver úr einum arminum segja eitthvað mæta 3 frá hinum og mótmæla.
Blaðið virðist svo komið í herferð gegn Magnúsi , alla vegna poppa alltaf nýjir og nýjir félagar úr miðstjórn tilbúnir að tala illa um Magnús.
![]() |
Ósannindum um borgarstjórnarflokk Frjálslyndra mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 23:00
Ég elska dreifbýlið
Bara ef einhver skildi ekki vita það, en menn hafa verið missáttir við færsluna mína um að "Basið" mun leysa byggðavandann.
Vandinn er víst í Reykjavík.
Ég var búinn að gleyma því hversu mikið álag höfuðborgin er á landsbyggðina. Það eru víst 30% sem búa út á landi sem vinna fyrir hinum 70% þjóðarinnar sem er á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Ég veit að það eru langir vinnudagar úti á landi og það allt en common!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 22:56
Við fallega fólkið...
Ást við aðra sýn
Sjónvarpstöð í Hollandi hefur ákveðið að hefja upptökur á stefnumótaþætti. Það merkilega við þáttinn verður hins vegar að í hann má aðeins koma fólk sem er sjáanlega óheppið í útliti." Þátturinn á að heita Ást við aðra sýn."
Fyrsta þáttinn á að senda út þann 20. febrúar næstkomandi. Sjónvarpsstöðin auglýsir nú grimmt eftir fólki og á auglýsingu á heimasíðu hennar segir Ertu með alvarlegan útlitsgalla og ertu að leita þér að lífsförunaut?" Talsmenn stöðvarinnar segja að þátturinn eigi að vinna gegn fordómum sem beint er að fólki með alvarlega útlitsgalla.
Það sem þátturinn á að gera er að draga úr fordómum í garð þessa fólks, sjá til þess að það verði samþykkt í samfélaginu og fái þá virðingu sem það á skilið og auðvitað að hjálpa þeim að finna stóru ástina."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 22:54
Styður Röskva skólagjöld?
Mér finnst þetta fyndið. Ég veit ég á ekki að vera að koma með svona fyrirsagnir, en í gegnum tíðina hef ég heyrt oftar en ég fæ talið umræðu komna frá eldheitum Röskvumönnum þar sem fullyrt er að Vaka vilji fá skólagjöld.
Vaka hefur aldrei viljað taka upp skólagjöld, ekki frekar en Röskva.
Í dag mætti ég svo á opnun Rannsóknardaga en þar var gamli Röskvuliðinn Björgvin G. Sigurðsson. Björgvin mælti einmitt með skólagjöldum við HÍ í seinustu viku.
Í þessari er hann svo mættur upp í skóla í fylgd Röskvuliða.
Nú veit ég ekki hvað þeim fór á milli og hugsanlega var framkvæmdarstjóri stúdentaráðs að segja honum til sindanna.
Ég er samt hissa á að Röskvuliðinn hafi tekið þá áhættu að bjóða þessum gamla Röskvuliða til þessarar opnunnar, það er skrýtið að búa til tengingu á milli Röskvu og skólagjalda svona rétt fyrir kosninga. Ég veit auðvitað betur, en í hugum ýmissa er ljóst að það er ekki jafn ljóst. Framkvæmdarstjóri stúdentaráðs og þingmaðurinn sem er að mæla með skólagjöldum saman á göngu um skólann.
Ég hugsa að Röskvuliðar hafi bölvað honum í hljóði og jafnvel eitthvað upphátt. Að koma þessari umræðu af stað svo rétt fyrir kosningar og verandi gamall Röskvuliði.
[Leiðrétt]
![]() |
Stúdentar við HÍ stofna Innovit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.1.2007 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.1.2007 | 22:38
Margrét selective í bloglestri
Reyndar hafa menn sagt að ég sé í þeim hópi, enda hef ég ekki talað illa um Margréti. Þvert á móti hef ég verið að lýsa lævísri áætlun Margrétar í átt að auknum völdum.
Mér finnst varaformaðurinn og formaðurinn oft vera að spila klúðurslega úr þessum málum og bíta á agnið oft hjá henni, þegar hún leggur þetta út.
Ég held mið við þá líkingu að hún sé að spila skák, hún er búin að leggja fyrir sig nokkra leiki í einu.
Menn verða hins vegar að átta sig á þessu og að þetta er ekki litla sæta Margrét sem var að aðstoða pabba sinn á sínum tíma, og var bara eftir á skrifstofunni. Þetta er hörkur stjórnmálamaður, með metnað og tilbúinn að ná því fram sama hvað það kostar flokkinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 22:31
Ómar Ragnarsson í formanninn
Steingrímur Sævar bendir á að í fréttum stöðvar 2 í gær að Ómar ætli að bíða átekta þangað til eftir þíng Frjálslyndra með að ákveða framboðsmál sín á öðrum vígstöðum. Margrét ákvað að bjóða sig ekki fram til formennsku og spurning hvort það sé hluti af áætlunum um óvissu framboð Ómars.
Það er ljóst að Ómar á marga stuðningsmenn og hann myndi geta gert verulega hluti gegn Guðjónir Arnari, margir myndu sjá sameiningartákn í Ómari sem gæti sameinað báða armana. Auk þess er víst að Ómar næði að sópa til sín fylgi.
Við fáum að sjá þetta allt um helgina.
Ég hef hins vegar ekki séð umhverfisstefnu flokksins, eða að hún sé sérstaklega umhverfisvæn. Ég man ekki til þess að þeir hafi verið sérstakir baráttumenn, nema hugsanlega þeir sem eru í borgarstjórn.
Þetta verður skemmtileg helgi fyrir áhugamenn um pólitík og það eru enn nokkrir dagar í helgina og ýmislegt getur gerst.
![]() |
Gefur kost á sér til embættis ritara Frjálslynda flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 18:08
Þjóðsöngurinn á fastforward
Í fyrstu fór þetta nokkuð í taugarnar á mér en svo fannst mér þetta bara fínt, það skildi þó ekki vera að það væri hægt að bjarga þessum söng okkar sem allir sofna yfir og setja smá baráttu anda í þetta.
Skítt með það hvor strákarnir hafi þurft að hafa aðeins fyrir þessur, þeim gekk ágætlega að syngja með og það heyrðist meira að segja aðeins í þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)