Færsluflokkur: Bloggar
26.1.2007 | 20:27
Skellum okkur í bað
Spurning um að vera á réttum stað á réttum tíma og baða sig þá í peningum.
Stöð 2, 26. jan. 2007 19:30Sturtaði evruseðlum yfir mannfjöldann
Vegfarendum í Kaiserslautern í Þýskalandi varð nokkuð hverft við í morgun þegar ský dró fyrir sólu og peningaseðlum tók að rigna. Ekki voru örlátir veðurguðir þarna á ferðinni heldur maður sem unnið hafði 100.000 evrur, jafnvirði níu milljóna króna, í útvarpshappdrætti. Hann ákvað að halda aðeins fjórðungi upphæðarinnar eftir handa sjálfum sér og hella afganginum, fimmtán þúsund fimm evruseðlum, niður úr kranabíl til fjárþurfi borgarbúa. Á fjórða þúsund manns reyndu að krækja sér í seðil þrátt fyrir að í borginni væri nístingskuldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 19:48
Öllum er boðið
Það er með hreinum ólíkindum að flokkurinn skuli ekki vilja kjósa menn inn á þetta þing. Á þessu þingi ætla þeir ekki bara að kjósa sér varaformann, heldur ætla þeir að marka sér stefnu. Það eru ástæður fyrir að menn vilji vita fyrir hverjir ætla að mæta, menn vilja fá vinnufrið.
Aðalástæðan fyrir þessu hjá Frjálslyndum er væntanlega sú að þeir eru að reyna að smala í flokkinn.
![]() |
Viljum eiga aðild að ríkisstjórn eftir kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 19:32
Hvaða fólk er þetta?
Það vita nú allir hverjir róling stones eru en það eru þeir sem koma á eftir sem vekja spurningar hjá mér.
Tim McGraw - Kántrý gaur
Rascal Flatt - Kántrý band
Fleiri kántrýmenn eru á þessum lista.
Þetta segir ansi mikið um vinsældir kántrýtónlistar í Bandaríkjunum. Maður þekkir varla til þessarar tónlistar hérna heima, nema eintstaka lag. Það kom mér á óvart þegar ég hef rætt við Kana, sem þekkja mjög lítið af annari tónlist nema kántrý.
![]() |
Rolling Stones þéna mest allra í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2007 | 17:35
Er öllum boðið?
Það er gríðarleg samkeppni hjá stóruflokkunum og menn eru að keppast um sætin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 15:17
Þér er ekki boðið!
Væntanlega gildir þetta um Viktoríu ef hún neitar að mæta eins og hún er beðin um.
Hvernig berst svona annars í fjölmiðla? Sendir Viktoría frá sér tilkynningu eða?
![]() |
Bleikt er ekki liturinn hennar Viktoríu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 23:24
Alfreð illur
Veit einhver hvað var þarna í gangi. Það kom á óvart að hann var ekkert spurður út í þetta í viðtali sjónvarpsins.
Kommentið ef þið vitið eitthvað um þetta.
![]() |
HM: Logi bjartsýnn þrátt fyrir meiðsli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 23:12
Guðmundur hættur
Oft þegar bloggarar hætta er þetta í kjölfarið á því að menn dala rólega niður í ekkert eða að menn séu að skipta um vinnu og fara í vinnu sem krefst bloggleysis.
Skildi Guðmundur vera kominn með jobb?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 21:39
LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM FYRIR UNGAR STÚLKUR
Ekki að ég hafi lesið hana en ég geri ráð fyrir að fyrirsögnin segi allt sem segja þarf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2007 | 21:36
Hvar.is snilld
Ég fór um daginn til Bandaríkjanna en þurfti á greinum að halda. Þá kom í ljós að margar þeirra voru læstar og ég gat ekki komist inn á þær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 19:03
Skattaafsláttur
Las þessa frétt á vísi.is, ég sé að rætt er um fjármagnstekjuskatt en sé ekki hvar rætt er um þenna skattaafslátt. Hvaða skattaafslátt fær þetta fólk? Borgar það ekki sína skatta eins og upp er sett?
Stöð 2, 25. jan. 2007 18:17Fá ríflegan skattafslátt en njóta allra réttinda
Eitt hundrað og fimm hjón sem höfðu lifibrauð sitt einungis af fjármagnstekjum, samkvæmt skattframtali höfðu tæpar níu milljónir á ári að meðaltali í árstekjur, en mikill munur er á þeim tekjulægstu og tekjuhæstu í hópnum. Fjármagnseigendur greiða minna en þriðjung þeirra skatta sem venjulegir launþegar þurfa að borga. Þeir njóta hins vegar sambærilegra réttinda til að fá barnabætur og vaxtabætur. Ef við skoðum þann afslátt aðeins nánar, að teknu tilliti til persónufrádráttar og tökum dæmi af tvennum hjónum með tólf milljónir í samanlagðar tekjur á ári, kemur í ljós að önnur hjónin sem vinna venjulega launavinnu borga þrjár milljónir fimm hundruð og tuttugu þúsund í tekjuskatt, útsvar og framkvæmdasjóð aldraðra.Hin hjónin, sem hafa jafnmiklar tekjur greiða einungis tæpa eina milljón í skatta.Fjármagnstekjurnar skerða hins vegar ekki barnabætur nema eins og venjuleg laun, þannig að þetta fólk fær barnabætur og vaxtabætur til jafns við hina
Sex þúsund og sexhundruð manns hafa meirihluta tekna sinna af fjármagnstekjum, þar af lifa tvö þúsund og þrjú hundruð þeirra eingöngu af fjármagnstekjum. Ríflega tvöþúsund þeirra gefa upp tekjur sem ná ekki skattleysismörkum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)