Færsluflokkur: Bloggar

Björn glæsilegur

Vefritið Panama birtir grein um fallega fólkið í framboði.  Eitthvað klikk virðist vera í þessu því efsti Vökumaðurinn er í 3. sæti.  Þar er á ferðinni Björn Patrick Swift, good guy.

Viðkomandi virðist ekki hafa heldur mikinn smekk fyrir Háskólalistanum, en kemst enginn á lista.   Ég hef reyndar grun um að hluti skýringarinnar sé lélegt aðgengi að myndum af þeim.

3. sætið

Hugbúnaðarverkfræðineminn Björn Patrick Swift skipar 17. sætið hjá Vöku til Stúdentaráðs. Með því að hafa Björn til skrauts í næstsíðasta sæti listans er Vaka greinilega með á nótunum eftir hverju fólk kýs. Björn leggur sig fram um að vera myndarlegur á myndinni og kann því greinilega að spila kosningaleikinn. Drengslegur póló-bolurinn og uppsett brosið segir: „Krakkar, þið megið vera vinir mínir.“ Eflaust þónokkrir sem vilja vera memm með Swiftinum og setja x-ið við Vöku í komandi kosningum.

Ef Björn heldur áfram í pólítikinni verður hann:
Bætið á Björn nokkrum árum og aðeins fleiri kílóum og hann umbreytist í Sjálfstæðisbangsann Bjarna Benediktsson.


Fullt virði fyrir peninginn

Snickersmenn hafa væntanlega fengið nóg fyrir peninginn. Það er sjálfsagt mál að taka auglýsinguna úr loftinu, biðja hommana afsökunar og allt gott. Fullt af ókeypisathygli.

Málið er bara að vera réttumegin við mörkin.

Nú hef ég ekki séð auglýsinguna, en ég sé svo sem ekki hvernig þetta móðgar homma. En ég bíð með frekari fullyrðingar um þetta þangað til ég hef séð auglýsinguna.
mbl.is Baráttusamtök samkynhneigðra ósátt við Snickers-auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóttur í tíma!

Ég var nokkuð hissa áðan í tíma þegar maður kom og bað um að fá að tala við mig. Í kjölfarið óskaði hann sem sagt að ég léti af áróðri á kjörstað og færi úr þeim bol sem ég var í.

Ég var sem sagt í bol merktum Vöku, en einhverjir húmoristar gáfu mér bolinn um daginn eftir umræður hér á blogginu. Ég ákvað að fara í bolinn í tilefni dagsins, en ég verð í vinnunni í mestallan dag en þurfti að fara í einn tíma. Þetta var meira bara húmor, svona í tilefni gamlla tíma. Ég hefði svo sem getað valið hvaða bol sem var, og því ekki að fara í þennan í dag...

Ég var auðvitað búin að gleyma bolnum þegar ég mætti í skólann um hádegisbilið, ég hafði setið og hlustað á uppfræðlsu kennarans. Ég gerði mér svo sem enga grein fyrir að þar sem ég var í þessum tíma væri ég um leið að útdeila áróðri. Ég óskaði því eftir að vita á hvaða forsendum hann gæti vaðið inn í tíma truflað kennslu og skipað mér úr bolnum.

Þá dró hann úr sínu pússi reglur sem á stóðu að áróður inna byggingar væri ekki heimilur.

Það vildi svo sem til að kennarinn sem var í þessum tíma, var heldur ligeglad en ég velti fyrir mér hvað aðrir kennarar hefðu sagt ef það er verið að stöðva kennslu til að sinna þessum erinumd. Sérstaklega þar sem ég sat nú bara þarna í rólegheitunum. Það var nú ekki einu sinni hægt að bíða fram í hlé.

Ég veit ekki fyrir hvaða fylkingu viðkomandi kjörstjórnarfulltrúi var, og mér er svo sem nokk sama en finnst þetta vera út í hött ef menn eru að vaða inn í tíma. Auðvitað ef ég hefði farið að rölt og fengið mér kaffi, eða verið með einhver fíflalæti í bolnum eða gert eitthvað sem hefði verið að veikja athygli, en þetta atvik vakti í raun mun meiri athygli á því sem stóð á bolnum og ástæðunni fyrir að viðkomandi kom og truflaði okkur.

Þess má að lokum geta að ég hef meiri trú á kjósendum en svo að þeir taku U beygju á milli fylkinga út af því hvað stendur á bol. Getur einhver bent mér á dæmi að kjósandi hafi skipt um skoðun og ákveðið að kjós einhvern allt annan flokk eftir að hafa séð merktan mann á kjörstað?

Merkilegt á tímum netsins

Þetta kemur óneitanlega á óvart á tímum netsins og þegar fólk fær allar upplýsingar beint af netinu.

Hefði veðjað á samdrátt eða í besta falli kyrrstöðu.
mbl.is Upplag dagblaða í heiminum hefur farið vaxandi síðustu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torrent.is tapar

Það er gaman af því að lesa að torrent.is tapaði tæplega 50 þúsundum á seinasta ári. Þetta er greinilega meira en hugsjónastarf, menn eru tilbúnir að greiða með þessu áhugamáli sínu og það töluvert af peningum.

Það er reyndar nokkuð merkilegt að þeir setji allt þetta á netið, en þeir virðast hafa keypt vél á árinu og væntanlega er þetta eitthvað sem endist.

Annað sem er merkilegt hjá Torrent er vöxturinn, þetta er í raun löngu hætt að vera lokað samfélag þegar það er farið að fjölga um tæplega 2000 manns á mánuði. Það er spurning hvort meðmælakerfið þeirra er að virka.

Það er nokkuð merkilegt að af þeim 11.000 sem eru í kerfinu hjá þeim eru bara um 30 tilbúnir að greiða styrki til samfélagsins. Spurning hvort menn óttist að vera að "viðurkenna" niðurhald með nafni og kt. með því að styrkja þá?

Svo er greinilega dramatík í gangi, eins og sjá má þegar stjórnandann PompaDour sem var rekinn fyrir hlutfallssvindls, hvernig sem það virkar. Býst við að PompaDour sé nokkuð heppinn með nafnleyndina.

Ekki verslað í Krónunni

Um daginn sendi ég póst á Krónuna og benti þeim á þá staðreynd að það eru til neinar handkörfur í búðinn þeirra upp á Bíldshöfða.  

Af svaraleysinu að dæma dreg ég þá ályktun að þeir vilji ekki fá mig í viðskipti, nema

  1. Þegar ég er að versla það lítið og ég get haldið á því
  2. Þegar ég versla svo mikið að ástæða er til þess komin að sækja stóru tólin

Því miður fyrir þá versla ég oftast þarna á milli, þar sem ég rek ekki stórt heimili. Á meðan ætla ég eins og nokkrir aðrir í mínum sporum að beina verslun okkar annað.  

Ég tek það fram að þetta eru ekki mótmæli, ég nenni bara ekki að þvælast um með köru með 2 eplum, gúrku og 1 mjólk. 


Brúðarmeyjar til leigu

Ef einhverjum vantar brúðardreng, er ég gullfallegur en bara örlítið of þungur. Einhver?
Vísir, 06. feb. 2007 15:00

Brúðarmeyjar til leigu

Kínversk stúlka hefur stofnað fyrirtæki sem séhæfir sig í leigu á brúðarmeyjum. Xu Lisha er nemandi í Tækniskólanum í Tianjin. Í auglýsingu á internetinu leitar hún að grönnum háskólanemum, glæsilegum í útliti, sem hafi hæfileika til að bregðast fljótt og vel við atvikum í brúðkaupum.

Xu sagði Daily News að henni fyndist nemendur hafa almennt góða mannasiði og þeir hefðu auk þess þörf fyrir aukapening.

Í þrígang hefur Xu ráðið sjálfa sig sem brúðarmey. Hún segist hafa fengið hugmyndina eftir að átta sig á eftirspurninni.

Xu segir stöðu brúðarmeyja eiga fullan rétt á sér á leigumarkaði. "Rétt eins og staða veislustjóra, ljósmyndara og förðunarfræðings."

Frumkvöðullin ungi sagði að lokum: "Það verður í tísku hjá brúðhjónum framtíðarinnar að leigja fagfólk í stöðu brúðarmeyja."

 


Ný íþrótt?

Þegar ég sé þessa mynd af Önju velti ég því fyrir mér hvort hérna sé á ferðinni ný íþrótt??  

Ég sá Happyfeet um daginn og þar gerðu mörgæsirnar einmitt svona. 


mbl.is Anja Pärson varði heimsmeistaratitilinn í risasvigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spjaldhryggsjafnarar

Félag Höfuðbeina og Spjaldhryggsjafnarar auglýsa nýtt námskeið.

Ekki veit ég fyrir mitt litla líf, hvað þetta ágæta félag gerir.

Ætli plankastrekkjarar séu notaðir?

Útgáfurnar

Þar sem ég er nú byrjaður að fjalla um kosningarnar í stúdentaráð ákvað ég að skoða útgefið efni og lesa aðeins meira um þetta. Í ljós kemur að miðað við heimasíðu Röskvu, hefur ekkert verið útgefið síðan í janúar 2006 en hins vegar hefur blöðum Vöku skilmerkilega verið komið á vefinn.   H-listinn hefur sett á vefinn sitt eina blað.

Nú er þannig statt með marga háskólanema að þeir eru ekki staddir á háskólasvæðinu, og myndu sjálfsagt vilja lesa þessi blöð.

Hitt má Röskva eiga að ég fékk sent Röskvublaðið fyrir löngu síðan, svo ég verði ekki ásakaður um að vera með óréttláta umræðu í þeirra garð.  Það blað var ágætis blað, ekki síst myndin á bakinu.

Ekki það heldur að ég eigi von á því að margir lesendur síðunnar viti ekki þegar hvað þeir ætla að kjósa séu þeir á annað borð í Háskóla Íslands. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband