Færsluflokkur: Bloggar

Flott hjá Vöku

Þetta er flott hjá Vöku að koma þessu í gegn, nú heyrast þær raddir að:
  • Þetta sé Röskvu að þakka
  • Þau hafi ekki vitað af þessu
Það er mjög flott þegar menn eru farnir að eigna sér verk sem þeir vissu ekki af.

Það sem kemur á óvart er sá skítur sem er að koma núna frá Röskvu á lokametrunum, þeirra maður hefur fengið að njóta sín í stúdentaráði til jafns við Formann Stúdentaráðs. Ég held að sjaldan eða aldrei hafi framkvæmdastjóri stúdentaráðs fengið jafn mikinn tíma í fjölmiðlum og það hefur varla verið nema í góðu samstarfi.

Svo byrjar strax í upphafi kosningabaráttunnar ótrúlegt skítkast, eins og draga fram varamann í nefnd og reyna að klína á hann rasisma, og skíta út formann ráðsins vegna boðunar á fundi. Framkvæmdastjórinn var við hlið hans allan tímann og vissi vel hvað var um að vera en virðist ekkert hafa gert.

Manni finnst leiðinlegt hvað þetta er að fara í mikið skítkast miðað við það sem virðist hafa verið ágætist samstarf.
mbl.is Formaður SHÍ segir yfirlýsingu stjórnar komi á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofþjálfun?

Er ekki málið að liðið er að klikkast eftir ofþjálfun? Spurning um að skella bara á sig bleyju, keyra 1500 km. Skella þar upp hárkollu og elta konuna.

Svo var þetta ekki einu sinni ástarsamband, heldur bara umhyggja fyrir starsfélaganum.

Ætli þau hafi ekki farið í eina of marga hópeflisæfingu?

Það er auðvitað ekki hægt að skrifa um þetta án þess að nefna myndina. Hún lítur út eins og hún hafi verið pikkuð upp af götunni.
mbl.is Átök um ástir geimfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fyrir D sorgleg fyrir S

Það er greinilega hörku fylgisbreytingar um þessar mundir miðað við þessa könnun og þá sem Capacent gerði fyrir nokkrum vikum. Samt er sjálfsagt minna að marka þessa könnun en könnun Capacent.

Það kemur ekkert á óvart að Frjálslyndir skuli falla svona niður, það kom meira á óvart að það skuli ekki hafa gerst fyrr miðað við átökin undanfarna mánuði.

Samfylkingin hlýtur að vera með krísufundi um allt land hvernig hægt sé að breyta þessari stöðu. Það er auðvitað spurning hvað þeir treysta formanninum mikið lengur, en þetta virðist hafa verið stöðugt minnkandi fylgi síðan hún tók við.

Vintris Grænir hljóta að vera vera í skýjunum með sitt fylgi.

Ríkisstjórnarflokkarnir, hljóta að vera ánægðir með sinn hlut, bæði Sjálfstæðismenn og Framsókn. Framsóknarmenn telja væntanlega að þeir eiga meira inni og Sjálfstæðismenn hafa oft fengið minni kosningu en kannanir gefa til kynna.

Þetta er auðvitað könnun og það er langt til kosninga, ýmislegt getur breyst meðal eiga eftir að koma í ljós 1-3 ný framboð sem hafa verið boðuð. Það getur breytt stöðunni og svo eiga flokkarnir eftir að skerpa línurnar fyrir kosningar.
mbl.is Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki þetta væl

Teitur Einarsson á ágætisgrein á Deiglunni, þar segir hann í upphafi:

Fyrirsögnin á leiðara nýjast heftis vikublaðsins The Economist gæti allt eins verið beint til Íslendinga. Titilinn er You´ve never had it so good og fjallar greinin um hvernig það megi vera þrátt að fyrir alla velgegni Breta á nær öllum sviðum samfélagsins þá eru þeir samt sem áður óánægðir og fúlir. Bretar eru leiðir á pólitíkinni í landinu. Þeir eru óánægðir með hækkandi vexti og gjöld, áhyggjufullir yfir minnkandi samkennd meðal þjóðarinnar og óttaslegnir vegna mögulegrar hættu á hryðjuverkum. Þess fyrir utan eru þeir pirraðir vegna Íraksstríðsins og þola ekki George Bush. Til að toppa lélega stemmningu þá vinnur krikketliðið þeirra aldrei neitt. Í stað krikkets mætti setja handbolta og í stað hryðjuverka mætti fjalla um útlendinga og þá væri hér á ferð ágætlega hraðsoðinn lýsing á íslensku þjóðarsálinni.

Þetta er fín grein hjá Teit, mæli með henni.

Einelti í beinni

Þetta er nokkuð merkilegt mál, að vera með einelti í beinni.

Þetta eru nú ansi merkilegir þættir, ég hélt að ég myndi nú ekki nenna að horfa á einhverjar persónur í húsi en var fljótur að sogast yfir þessu.

Fyrsta hugsun var hvernig er hægt að hafa eitthvað að gera í einhverja mánuði í húsi og vita ekkert... Það var nú líklega eitt af því skemmtilegra á endandum, hvað liðinu datt í hug að gera.

Sjónvarpsfyrirtækið seldi allskonar lausnir í kringum þetta, meðal annars var hægt að hringja í 99 krónur / mín síma. Þar gastu valið hljóðnema hvers keppanda fyrir sig, og hlustað hvaða keppanda sem er í "real time", einnig voru þeir með sérstaka sjónvarpsstöð sem bauð upp á klippt efni.

Ég lét mér nægja að horfa á þetta þegar þetta birtist á skjánum.

Það kemur hins vegar ekkert á óvart að það hafi orðið einhver rasismi, og miðað við hvað liðið er farið að gera þegar það eru margar vikur liðnar inn í keppnina. Til þess að skapa eitthvað fútt er auðvitað sent töluvert af áfengi inn í húsið, og liðið fer að gera alls konar hluti.

Ég veit ekki með þessar kenndir og bílslys, ég hefði haldið að þetta væri bara forvitni og þetta væru sömu kendir og að lesa Séð og heyrt.
mbl.is Stóri bróðir sagður höfða til sömu hvata og bílslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndir um norður veg

Um helgina var töluvert fjallað um Norðurveg og það í einkaframkvæmd. Ég fagna því að menn telji þetta arðbært og einkaaðilar eru tilbúnir að leggja í þessa framkvæmd. Mér finnst ekkert leiðinlegt að skreppa norður og það væri gaman að geta "skroppið".

Það er eitt sem vakti athygli mína, en það er að ólíkt Hvalfjarðargöngum, þá ætla þeir ekki að skila þessu til ríkisins eftir að búið er að greiða niður kostnaðinn við bygginguna.

Það er auðvitað ekkert óðelilegt við það að menn smíði sér einkaveg, og rukki fyrir notkun hans, en það eru væntanlega einhverjar kvaðir á slíku. Reikna þeir félagar með því að kaupa eða greiða afnot af landinu sem vegurinn stendur á? Ef þetta á að vera einhver gróðasjoppa, hlýtur ríkið sem væntanlega er eigandi landsins upp á Kili með að fá eitthvað greitt fyrir það.

Ætli það breyti þessum áætlunum?

Ótrúlegt

Þetta er nú orðið ótrúlegt rugl. Fyrst hættir Reynir, stofnar eigið blað í samkeppni við sitt gamla, svo er öllu klabbinu steypt saman í einn haug.

Nú bregður svo við að Reynir fer á sitt gamla blað og tekur upp störf eins og hann hafi yfirgefið stólinn í gær.

Er ekki málið að steypa þessum blöðum saman aftur? Er eitthvað vit í því að vera með tvö svona lík blöð á markaðnum?
mbl.is Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alfreð að hætta

Manni finnst sorglegt ef Alfreð er að hætta, þrátt fyrir að hafa ekki endað eins og menn vildu þá verður því ekki neitað að þetta er besta lið sem við höfum átt í mörg ár.

Ég get ekki séð betur en að Alfreð eigi mikið í þessu.

Ég skrifaði um mótið á Deiglun.
mbl.is Hættir Alfreð strax með landsliðið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leit ekki vel út

Ég keyrði fram hjá þessu í gær, þetta fór svo sannarlega betur en á horfðist.

Það sem var mesta vesenið á þessum stað voru bílar, sem voru að fylgjast með. Ég reyndi að hleypa inn einum bíl, en bílstjórinn var svo mikið að glápa að hann fór ekki inn í röðina.   Svo allt í einu áttaði hann sig löngu síðar og ætlaði þá að keyra, en þá var ég nú bara lagður af stað og hann hefði keyrt inn í miðja bílinn.

Það var greinilega mikið um að vera í gær, því ég var varla kominn niður í bæ þegar 2 sjúkrabílar tóku fram úr mér. 


mbl.is Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu að reyna að hætta að reykja?

Var að skoða á netinu og rakst á þessa síðu. Spurning hvort þetta sé málið:

Exploding Lighter Terrifying Aversion Therapy for anyone trying to give up smoking.

Plastic lighter and eight caps. Adult Joke Item. Colours vary. Not a toy. Caution: Do not fire within 36cms of the head or near eyes or ears.

Veit ekki hvernig á að fá fólk til að reyna ekki græjuna nokkurstaðar í grend við andlitið á sér. Fólk kveikir nú á kveikjaranum oftast nokkuð nálægt andlitinu á sér.

Þá mynd ég nú frekar hætta að reykja hér

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband