Sóttur í tíma!

Ég var nokkuð hissa áðan í tíma þegar maður kom og bað um að fá að tala við mig. Í kjölfarið óskaði hann sem sagt að ég léti af áróðri á kjörstað og færi úr þeim bol sem ég var í.

Ég var sem sagt í bol merktum Vöku, en einhverjir húmoristar gáfu mér bolinn um daginn eftir umræður hér á blogginu. Ég ákvað að fara í bolinn í tilefni dagsins, en ég verð í vinnunni í mestallan dag en þurfti að fara í einn tíma. Þetta var meira bara húmor, svona í tilefni gamlla tíma. Ég hefði svo sem getað valið hvaða bol sem var, og því ekki að fara í þennan í dag...

Ég var auðvitað búin að gleyma bolnum þegar ég mætti í skólann um hádegisbilið, ég hafði setið og hlustað á uppfræðlsu kennarans. Ég gerði mér svo sem enga grein fyrir að þar sem ég var í þessum tíma væri ég um leið að útdeila áróðri. Ég óskaði því eftir að vita á hvaða forsendum hann gæti vaðið inn í tíma truflað kennslu og skipað mér úr bolnum.

Þá dró hann úr sínu pússi reglur sem á stóðu að áróður inna byggingar væri ekki heimilur.

Það vildi svo sem til að kennarinn sem var í þessum tíma, var heldur ligeglad en ég velti fyrir mér hvað aðrir kennarar hefðu sagt ef það er verið að stöðva kennslu til að sinna þessum erinumd. Sérstaklega þar sem ég sat nú bara þarna í rólegheitunum. Það var nú ekki einu sinni hægt að bíða fram í hlé.

Ég veit ekki fyrir hvaða fylkingu viðkomandi kjörstjórnarfulltrúi var, og mér er svo sem nokk sama en finnst þetta vera út í hött ef menn eru að vaða inn í tíma. Auðvitað ef ég hefði farið að rölt og fengið mér kaffi, eða verið með einhver fíflalæti í bolnum eða gert eitthvað sem hefði verið að veikja athygli, en þetta atvik vakti í raun mun meiri athygli á því sem stóð á bolnum og ástæðunni fyrir að viðkomandi kom og truflaði okkur.

Þess má að lokum geta að ég hef meiri trú á kjósendum en svo að þeir taku U beygju á milli fylkinga út af því hvað stendur á bol. Getur einhver bent mér á dæmi að kjósandi hafi skipt um skoðun og ákveðið að kjós einhvern allt annan flokk eftir að hafa séð merktan mann á kjörstað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband