Færsluflokkur: Bloggar

Kaup - Thing

Fannst fyndið að það hafi þurft að verja nafnið Kaupþing, á aðalfundi félagsins. Það er nokkuð gaman að auglýsingar félagsins sjálfs virðast hafa komið af stað umræðum um það hvort nafnið væri gott eða ekki.

Það kemur auðvitað ekki á óvart að stjórnarfomanninum finnist þetta vera gott nafn.

En var Key - bee bank ekki betra nafn á alþjóðvettvangi?

Skattaumræða á föstudegi

Var að lesa Skattaumræðu Árna á föstudegi. Árni tekur nokkuð þétt á umræðu um Skatta og þróun þeirra, hvernig margir vinstrimenn hafa viljað mistúlka hlutina sér í hag.

Klámlektor hættur í Háskólanum

Mannlíf tekur nokkuð stórt upp í sig þegar sagt er á blogginu þeirra að: Klámlektor hættur í Háskólanum.

Eins og ég saðgi áðan held ég að ég myndi ekki vilja vera tekin í þá meðferð sem Guðbjörg fékk. Umræðan um starfsheiður hennar var á þann hátt að hún hefði einfaldlega átt erfitt uppdráttar.

Ýmsir fræðimenn eru að blogga, þetta segir fólki að það verður að fara varlega hvað það er að skrifa á þennan máta. Sama gildir um aðra sem ætla að blogga um eigið starf.

Blogg og vinnan

Stebbi Fr bendir á að Guðbjörg Hildur Kolbeinsdóttir hefur hætt að blogga. Eftir þá umræðu sem hefur verið undanfarið skal engan undra.

Guðbjörg lenti einmitt í hinu hefðbundna vandamáli bloggar: Fólk les blogg.

Ég skrifaði um þetta fyrir 2 árum á Deiglunni, ekkert hefur breyst í þessum efnum þá. Menn verða að gæta sig á því hvað þeir skrifa á blogginu, þótt þetta sé hrár vettvangur, er fólk samt að skrifa í eigin nafni.

Ætti tryggingarfélag að bera ábyrgð á ölvun annara?

Nokkuð merkilegt að tryggingarfélagið ætti að borga út vegna þess að maðurinn vissi ekki að sá sem var að nota bílinn hans var ölvaður.

Mun eðlilegra hefði verið að maðurinn færi í mál við bílstjórann?
mbl.is Fær ekki greidda kaskótryggingu vegna ölvunar ökumanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mat á ræðumönnum

Tommi skrifar um val á ræðumanni kvöldsins í Eldhúsdagsumræðunum, en í kvöld var birt niðurstaða ákvörðunar um hver hefði verið bestur.

Matið er byggt á dómnefnd sem er með dómarablöð sem taka tillit til ýmissa málefna, þannig er t.d. ekki hægt að meta að út frá því hvort menn eru sammála eða ósamála viðkomandi.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér betur ræðumennskuna, verður haldinn kynningarfundur á morgun á kringukránni um ræðumennsku á vegum JCI. Fundurinn hefst klukkan 20:30.

Sjá frétt á vef JCI.

Bjössi bloggar

Þá er minn allra elsti vinur byrjaður að blogga. Ég á eftir að fygljast spenntur með.

Björn Þór Heiðdal.

Hverjir stjórnuðu borginni?

Það er fróðlegt að lesa pistil Ágúst Ólafs í dag, þar segir hann:
Jafnaðarmenn stjórnuðu höfuðborginni í 12 ár við góðan orðstír. Fjármál borgarinnar voru tekin föstum tökum, leikskólinn var byggður upp nánast frá grunni, kynbundinn launamunur minnkaði um helming og öll þjónusta og umhverfi borgarinnar tók stakkaskiptum.
Þá vitum við það, það var ekki R-listinn heldur voru það jafnaðarmenn sem stjórnuðu borginni.

Ég skil ekki hvernig menn geta grobbað sig af hvernig borgin var eftir valdatíð R-listans. Flestir myndu kalla þetta að finna eitthvað jákvætt í myrkrinu.

Svo minnist Ágúst á hvernig jafnaðarmönnum hefur gengið að stjórna á öðrum stöðum erlendis og í bæjarstjórnum.

Vandamálið er eins og Ingibjörg benti sjálf á þá treystir fólk ekki þeim sem eru í forsvari fyrir flokkinn. Það er auðvitað enginn að dæma alla jafnaðarmenn, en hins vegar treystir fólk ekki þeim sem eru á listum Samfylkingarinnar. Góð æfing er að velta fyrir sér ráðherraefnum framboðsins.

Tekið á stórumálunum

Það vakti athygli mína í dag að lesa þetta. Það er greinilegt að stúdentaráð er að taka á stórumálunum þessa dagana.

Endureisn velferðakerfisins

Var að lesa hjá Guðmundi Steingrímssyni, að nú væri komið endurreisn, takið eftir orðavalinu. Það er ekki verið að tala um uppbyggingu, þróun eða bætur. Heldur endurreisn, svona svipað og endurreisn Þjóðverja eftir seinni heimstyrjöld, þar sem byggingar voru reistar úr öskustó eftir loftárásir Breta.

En hvað á að gera. Fyrst þetta er endurreisn, hljóta þau að vera uppfull að hugmyndum. Því miður virðast hugmyndirnar eingöngu það langt að það þurfi að endurreisa, en engar sérstakar hugmyndir um hvernig á að gera þetta.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband