Færsluflokkur: Bloggar

Mörg egg

Ég frétti að þeir hefðu soðið gríðarlegt magn af eggjum og ég hló. Maður hlær kannski ekki núna þega rmaður les þetta. Miðað við þetta hefur verið útihátíðarstemning á staðnum.

Sjálfur tók ég þátt í aðeins minni hátíð með JCI félögum, það var mjög skemmtilegt og börnin skemmtu sér mjög vel.
mbl.is Margir leituðu að páskaeggjum í Elliðaárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskulegar spurningar

Fyndin viðbrögð að segja að bankar verði að fá meiri upplýsingar. Hvað ætla þeir svo að gera ef viðkomandi er hryðjuverkamaður? Segja að þau hafi spurt viðkomandi? Hvað gera þau svo ef hann segir já? Fær hann ekki aðgengi að bankanum eða ætla þau að tilkynna þetta frekar til lögreglu?

Þarf svo að spyrja fólk hvers lenskt það er?

Það þarf auðvitað að spyrja Sparisjóðina sem hafa verið að auglýsa persónulega þjónustu, hvort hún sé svo persónuleg að nauðsynlegt er að spyrja allra þessara spurninga eða hvort þeir treysti bara sínum viðskiptavinum?
mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG Fílar Heimdall

Var að sjá páskaauglýsingu VG, það er þegar horft er framhjá stöfunum í báðunum myndum kemur bersýnilega í ljós hvernin VG fílar Heimdall. Það skildi þó ekki vera að þeir ætli að fara að nota D-mann kallinn?

DMaður

DMaður

Milljarðamæringur borgar fyrir límonaðið sitt!

Það eru auðvitað stórfréttir að milljarðamæringur sé að borga nokkrar krónur fyrir límonaðið sitt. Þetta eru þvílíkir smáaurar og hann hefur örugglega haft gaman af þessum ungu frumherjum, enda nýttu þeir sér þetta í auglýingaskyni.

Þetta sýnir bara að Clooney er fínn kall, sumir milljarðamæringar hefðu sjálfsagt ekki tímt að greiða krónu fyrir glasðið ef þeir hefðu komist upp með það.

Hvernig ætlu íslensku milljarðamæringjarnir séu í þessum efnum? Þeir hafa margir verið gjafmildir á opinberum vettvangi.
mbl.is Clooney greiddi 1.300 krónur fyrir glas af límonaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaceballs 20 ára

Hin ágæta SpaceBalls er 20 ára um þessar mundir. Ég hef ekki horft á hana í ansi mörg ár, en þótt mjög skemmtileg á sínum tíma. Það er spurning hvort maður eigi að horfa á hana og hún missi sjarmann sem hún hafði á sínum tíma.

Reyndar er þetta Brook Shields framleiðsla, þær hafa margar enst alveg ágætlega.

Borgaraleg óhlíðni

Það fór eins og mig grunaði, Lögreglan hafði lítinn áhuga á uppátækii Vantrúarmanna. Þeir eru samt ánægðir með þetta eins og Matti útskýrði í athugasemnd með færlsu hér fyrir neðan. Enda fengu þeir fjölmiðla umfjöllun út á þetta.

Allir þá bara sáttir?

Ekki hægt að sanna?

Afhverju er ekki hægt að sanna að þessi bíll sé Beckhams, væntanlega eru serial númer á nokkrum hlutum ekki bara bílnum sjálfum. Þar að auki er kominn mjög flottur tölvubúnaður, búnaðurinn hlýtur að geta gefið til kynna hvaða seríal númer var upphaflega á bílnum.

Ráðherran fær þó hrós, hvenær höfum við vitað til þess á Íslandi að ráðherra kaupi sér notaðan bil? Ekki það að þetta sé sérstaklega gott fordæmi, en þessi ráðherra var greinilega að spara fyrir sitt þjóðfélag.
mbl.is Bíll sem stolið var frá Beckham er nú ráðherrabíll í Makedóníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef enginn mætir?

Væri ekki mesti bömmerinn ef enginn myndi mæta, hvorki áhugasamir bingóspilarar né lögreglan? Væntanlega vilja menn fá smá hasar í málið.

Augljóslega mega þeir spila mín vegna, kippi mér lítið upp við það.
mbl.is Vantrú heldur bingó á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátt íbúðarverð útlendingum að kenna!

Það var þá málið, en ég var að hlusta á Sigurjón Þórðarsson, á útvarp Sögu þar sem hann fullyrti að það væri meðal annars útlendingum að kenna hversu hátt íbúðarverð er orðið á Íslandi! Það á greinilega að kenna þessum vesælis mönnum um allt.

Frjálslyndir strax orðnir þreyttir á útlendingaumræðunni?

Fyrirsögn Guðjóns Arnars formmanns Frjálslyndra í DV í dag kemur á óvart. Hann virðist sjálfur strax orðinn þreyttur á umræðu um útlendingamál en samt eru það þeir sem eru að þrýsta þeim fram.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband