Færsluflokkur: Bloggar

Afhverju þurfa sprotafyrirtæki skattaafslátt

Ég var að lesa um skattastefnu VG, það var eitt sem ég hnaut um en það var að það ætti að veita sprotafyrirtækjum skattaafslátt.

Hvað skilyrði ætli fyrirtækið mitt þurfi að uppfylla til þess að vera talið sprotafyrirtæki? Er nóg að ég hefji innflutning í bílskúrnum mínum til þess að vera orðið sprotafyrirtæki? Ef ég flyt inn nýja ameríska keðju, t.d. cinabon stað sem er ekki til á landinu, væri það sprotastarfsemi. En ef ég bý til nýjan cinabon stað, alíslenskan en samt ekki til svona staðir á íslandi, væri það þá sprotafyritæki? Verð ég að vera að uppgötva eitthvað til þess að vera sprotafyrirtæki?

Hvað með hin raunverulegu sprotafyrirtæki, eins og flestir skilja þau. Þessi fyrirtæki eru þannig að þau tapa nánast alltaf fyrstu árin, einmitt á meðan þau eru að þróa vörur og koma þeim á markað. Þau hafa á móti getað nýtt sér uppsafnað skattalegttap í 10 ár, eftir að tapið myndast. Spurning er þá hvort þetta tap verði þá metið líka á lægri skatti?

Þetta eru sjálfsagt fínar hugmyndir en vandamálið er þær koma fæstum sprotafyrirtækjum að gagni, þegar þau helst þurfa á þeim að halda.

400 stunda samfélagsþjónusta

Það er nú alveg ótrúlegt að eftir að hafa næstum drepið piltinn skuli hinn bara vera dæmdur til 400 stunda samfélagsþjónustu. Ég hefði haldið að þetta hefði amk. verið gróf árás.

Hitt er svo annað mál að það er ótrúlegt kraftaverk að maðurinn skuli vera lifandi eftir þessa árás. Þvílíkt ótrúlegt.
mbl.is Fékk stólfót gegnum höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað getur maður sagt?


Enex flottir

Undanfarið hafa sprottið fram fjölmörg fyrirtæki sem hafa verið að fjárfesta í orkutækifærum. Ég held að fá fyrirtæki séu jafnvel búin og Enex til að meta kostina og ná árangri í framkvæmdunum.
mbl.is Reisir gufuaflsvirkjun og leggur hitaveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu fara á hausinn?

Auglýsingar Frjálslyndra í morgun hittu ekki í mark. Þeir voru með sömu auglýsingu í öllum blöðum þar sem fólk var spurt hvort það vildi fara á hausinn. Afhverju.. jú út af verðbótunum.

Fólk tengir verðbætur við okur, en að halda því fram að við séum að fara á hausinn út af þeim er eitthvað sem fólk tengir ekki saman.

Fólk er ekki fífl og gerir sér grein fyrir þeim áður en það kaupir íbúðirnar sínar, og þrátt fyrir nokkra verðbólgu í landinu hafa íbúðir haldið áfram að seljast og Íslendingar hafa aldrei haft það betra.

Margt nýtt sniðugt hjá Mogganum

Ég hef verið mjög duglegur að gangrýna það sem miður hefur farið á moggablogginu, ég hef líka komið með hugmyndir sem ég hef komið á framfæri. Undanfarið hafa þeir verið mjög duglegir að þróa kerfið. Þrátt fyrir að mér hafi fundist illa staðið að opnun IP talna, það er að það var gert langt aftur í tímann, þá finnst mér jafnframt nauðsynlegt að þær séu sýnda. Ég skildi aldrei hvaða leynd var að baki þeim. Einnig finnst mér mjög flott hvernig er búið að bjóða upp á að tilkynna ef menn eru að misnota fréttatengingarnar.

Varð 100 og fékk 25.000 pund

Þegar ég sá þessa frétt hélt ég að þetta væri maður sem varð 100 ára um daginn, hann hafði veðjað 100 pundum þegar hann var 90 ára þess efnis að hann yrði 100. Hlutfallið var 1 á móti 250 og fékk hann því 25 þúsund pund á afmælisdaginn sinn.

Í viðtali sagði hann að þetta hefði bara verið win-win hjá honum, ef hann hefði ekki orðið 100 hefði hann ekki þurft á þessu að halda ef hann hins vegar yrði 100 væri þetta frábært.

Þegar hann var spurður hvort hann ætlaði þá ekki að veðja á 110 ára afmælið sitt, sagði hann að nú væri nóg komið.
mbl.is Eyddi 300 krónum og fékk 11,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandshreyfingin ehf

Ég held að Íslandshreyfingin sé fyrsti flokkurinn sem ehf sjálfan sig. Það vekur furðu að flokkurinn skuli bæði stofna Íslandshreyfingin og Íslandshreyfingin ehf.

Það vekur ekki minni furðu að Íslandshreyfingin ehf var stofnuð árið 2005, þar með er ljóst að þau eru að nota gamla kennitölu. Þau geta heldur ekki sagt að það sé ekki verið að nota þetta hlutafélag, því það hefur verið notað til að skrá lénið Íslandshrefyingin.is.

Ætli það sé verið að reyna að komast framhjá lögum um stjórnmálaflokka? Það kæmi svo sem ekki á óvart. Hvað ef þau kaupa hlutafélag fyrir klink en það vill svo til að félagið á fullt af eignum?

Ætli þetta sé kannski stefnan þeira í rekstri opinbera fyrirtækja, svo sem RÚV?

Uppfært:

Fletti að gamni upp í hlutafélagaskránni upplýsingum um félagið og þar koma nokkuð skemmtilegar staðreyndir um félagið.  Það er með einn stjórnarmann og það er Jakob Frímann, hann er líka framkvæmdarstjóri félagsins.  

Tilgangur félagsins er tilgreindur svo:

Félagið er stjórnmálaflokkur með áherslu á náttúruvernd. Tilgangur félagsins er að vera vettvangur umræðna og móta áherslur í stjórnmálum. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að bjóða fram í kosningum á landsvísu og til sveitastjórna.

Tilgangurinn vekur athygli, sérstaklega að fjárhagslegur tilgangur að "hyggjast" bjóða fram á landsvísu og til sveitarstjórna.  

Íslandshreyfingin hlýtur að þurfa að svara fyrir það hvað þeir eru að bralla.   


En að gefa þeim hjól?

Ef menn ætla að vera alvöru umhverfisvæn hefðu þau átt að gefa þeim eitt hjól. Það hefði getað verið geymt á skrifstofu borgarfulltrúa niður í bæ.
mbl.is Gefa borgarfulltrúum strætómiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur risinn upp frá dauðum

Ég held að Guðmundur Magnússon hafi amk. 9 blogglíf eins og kettirnir, amk. rís hann statt og stöðugt upp frá bloggdauða.

Hann bloggar með krafti þessa dagana og gaman hvernig hann er að tvinna inn í bloggið sögu áhugamáli sínu.   

Sérstaklega fannst mér áhugavert að sjá tilkynningu frá seinustu vinstri stjórn sem hér var við völd.  Það er ótrúlegt að þetta hafi verið árið 1989.  Sent frá ríkisstjórn Íslands:

Einnig hefur verið ákveðið að bjóða á næstu 3-4 mánuðum sérunnið lambakjöt á tilboðsverði. Í þessu felst, að kjöt í sérstökum umbúðum verður selt á 20-25% lægra verði en annað kjöt. Kjötið verður til sölu allsstaðar á landinu, þannig að verðlækkunin skili sér til allra landsmanna. Kjötið verður niðursagað og sérpakkað í neytendaumbúðir og selt í hálfum skrokkum. Frá verða teknir þeir hlutar, sem ekki nýtast nema í sérvinnslu.

Sem beturfer erum við laus við þessi afskipti í dag.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband