Færsluflokkur: Bloggar

Takk fyrir Árni

Það er rétt að þakka Árna fyrir þetta framlag hans í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins, þangað til að hann gerði þetta sýndu fáir málinu áhuga. Núna er hins vegar töluverður áhugi á málinu og ég get ekki hvernig er hægt að kvarta mikið undan því að loksins sjái fyrir endann á húsnæðismálum skólans.
mbl.is Segir úthlutun lóðar til Listaháskóla hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottar breytingar

Ég er mjög ánægður með breytingarnar á blog.is, núna getur maður látið púka lesa yfir færslurnar, það eyðir auðvitað ekki út öllum villum. Hálf lesblindir menn eins og ég ættu að geta nýtt sér þetta.

Áhugaverðar greinar á Deiglunni

Ég bendi á tvær áhugaverðar greinar á Deiglunni. Annars vegar er Jón Steinsson að fjalla um heilbrigðismálin, sérstaklega eftir að Samfylkingin hefur lofað að eyða biðlistum. Gríðarlega aukning hefur verið á útgjöldum í þennan lið og spurning hvernig hvaða lausnir Samfylkingin er að bjóða upp á. Flokkarnir sem nú eru við völd hafa ekki boðið upp á lausnir en Samfylkingin hefur ekki heldur boðið upp á neinar lausnir. Heilbrigðisútgjöld vaxa og vaxa

Í öðru lagi ætla ég að benda á grein eftir Halldór Benjamín það sem hann ræðir um kosningaloforðin og meðal annars kosningaloforðið um fríar bækur í framhaldsskólum og hækkun persónuafsláttarins. Plástrapólitík.

Merki Íslandshreyfinginarinnar stolið?

Á vísi er umfjöllun um merki Íslandshreyfingarinnar og bent á að merkið sé stolið.

Ég spái því samt að einhver hafi setið með hönnuði í marga klukkustundir og fundist hann hafa komið upp með flott merki (og eytt fúlgu fjár). Ég efast um að þeir hafi googlað þetta á netinu og ákveðið að stela því.

Maður veit samt aldrei. Auðvitað geta menn treyst því að þetta komist ekki upp.

Sjálfur sat ég einmitt yfir hönnuði og lét hanað fyrir fyrirtækið mitt merki, fyrir stuttu síðar rakst ég á merki sem var nánast eins. Hins vegar efast ég um að þeir hafi séð mitt merki og ákveðið að stela því.

Flytur mogginn áróður?

Ég veit svo sem ekki hvernig er hægt að flytja áróður með því að segja ekki neitt. En Sigurjón Þórðarsson Alþingismaður vill meina að mogginn sé að gera það vegna þagnar um ákveðinn þátt.

Ég hef svo sem ekki orðið var við að Mogginn hafi verið að fylgjast með fréttaskýringarþáttum samkeppnisaðila síns og grípa boltann daginn eftir. Ekki minnist ég þess að mogginn hafi fjallað um Byrgismálið daginn efti, né nokkurt annað atriði sem nokkurn tíman hefur komið fram í þeim þætti.

Ég skil svo sem vel að Sigurjón sé svektur, þetta átti að vera stóra bomban þeirra, ég hafði alla vegna heyrt af þessu fyrir löngu, að Kompás átti að vera með stóra sprengju, sem myndi birtast í seinasta þætti fyrir kosningar. Hafi þetta verið það var hún ekki mjög stór sú sprengja.

Ég var að skoða myndina af Sigurjóni á blogginu hans, þar er hann mjög niðurlútur. Maður skilur það svo sem miðað við fylgi flokksins hans þessa dagana.

Kveiktu kommarnir í Valhöll?

Símtalið sem ég fékk í gær hefur sem sagt haft rétt á sér, reyndar er frekar óvíst að kommarnir eða súrir menn Davíðs hafi gert þetta. Ég amk. feginn að vera ekki að vinna þarna, lyktin er örugglega óbærileg - hér í Íshúsinu er hún fersk enda með eðal Prem-i-air lofthreinsitæki (sem við erum að selja).

Stóra spurning dagsins hlýtur að vera: Hvar var Villi borgarstjóri?
mbl.is Eldur í gámi við Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommarnir kveikja í Valhöll

Frændi minn sem er algjörlega ópólitískur hringdi í mig í kvöld og tilkynnti mér að kommarnir hefðu kveikt í Valhöll. Hann vildi meina að það væri eldur í eða við húsið en hann hefði keyrt fram hjá húsinu og það hefði greinilega verið reykur. Hann var handviss um að kommarnir hefðu kveikt í húsinu, nú þegar herinn væri farinn og lítið annað að gera en að kveikja í kofanum. Menn væru smám saman að átta sig á því að kommar væru kommar og því hryndi fylgið af þeim, þar á bænum hefðu menn ryfjað upp gamla róttækni og kveikt í kofanum.

Hann sagði mér svo að "án gríns" hefði hann séð reyk frá húsinu. Ég sé ekkert um þetta í fréttum.

Að grobba sig af netsjónvarpi

Mér finnst það ekki neinu stórtíðindum sæta að stjórnmálaflokkur skuli getað komið netsjónvarpi á heimsíðuna sína.  Prófkjörsframbjóðendur hafa lengið boðið upp á þetta og meira að segja hverfafélag Sjálfstæðisflokksins í Breiðholti halda úti eigin vefsjónvarpi.

Slóðin hjá þeim er www.breidholtid.is


Góð niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Miðað við þessa könun yrði þetta mjög góð niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fylgi hans hefur vaxið um 4% síðan í seinustu könnun. Það vekur athygli að enn eru 40% sem annað hvort neita að svara eða eru óvissi þannig að það er til mikils að vinna fyrir flokkana á lokametrunum.

Ég spái því líka að Jón mun enda inni en reynsla hefur sýnt sig að Framsókn hefur bætt við sig á seinustu metrunum.  Þrátt fyrir að ég sé ekki hrifinn af auglýsingum Framsóknar hefur miðaldra fólk, sem ég hef talað við, hrósað þeim og sagt að þær vekji traust. 


mbl.is Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengið og Framsókn

Ég benti fyrir nokkru á að Framsóknarflokkurinn væri að auglýsa áfengi í verslanir í menntaskólablaðinu Verðandi. Nú hafa fjölmiðlar pikkað þetta upp. Framsókn hefur bent á móti á að margir ungliðahreyfingar eru með þetta á stefnuskrá sinni en ekki flokkarnir sjálfir.

Þegar ég las þessa auglýsingu áttaði ég mig ekki á því að þetta væri sérstaklega auglýsing frá ungum, þegar ég skoða hana aftur núna eftir að hafa fengið þær útskýringar þá er sett inn kind í hornið og auglýsing á kind.is. Það kemur hins vegar hvergi fram í þessari auglýsingu að hún sé frá ungum framsóknarmönnum.

Margir ungliðar vilja fá áfengi í verslanir, en þeir ungliðar hafa ekki verið að auglýsa það í blöðum menntaskólanema.

Hérna fyrir neðan er auglýsingin sjálf úr blaðinu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband