29.3.2007 | 16:01
Algengt að verð séu gefin án vsk
Í viðskiptum fyrirtækja á milli er mjög algengt að verð séu gefin án vsk, flest fyrirtæki fá vaskinn hvort sem er eundrgreiddann. Hitt er annað mál að það stendur í þessum dómi:
Í dómnum er vitnað til laga um þjónustukaup þar sem m.a. er kveðið á um að í tilgreindu verði skulu innifalin öll opinber gjöld nema neytandi hafi sannanlega haft vitneskju um að þau væru það ekki.
Þarna kemur líka nokkur kjarni í þessu máli, en menn taka ávallt fram hvort þetta er án vsk eður ei. Sé ekkert tekið fram er eðlilegt að gera ráð fyrir að verðið sé með vsk.
Í dómnum er einnig fjallað um verkfæragjald sem viðkomandi iðnaðarmaður innheimt. Að mati dómara bar verktakanum að tilgreina það sérstaklega í verðáætlun, ef hann ætlaði sér að gera sérstaka kröfu um notkun eða slit á verkfærum í hans eigu.
Ekki vildi ég fá þennan verktaka að vinna fyrir mig, svo mikið er víst.
![]() |
Óheimilt að bæta virðisaukaskatti ofan á tilboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2007 | 15:03
Gott hjá þeim
Ungdomshúset fólkið hlýtur að vera allt saman á leiðinni til Kína núna.
![]() |
Óvenjuleg mótmæli gegn byggingarframkvæmdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 15:02
Eins og eldur um sinu
![]() |
DV kaupir Krónikuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 13:21
Sól í straumi biðst afsökunar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 12:55
Baráttusamtökin - magnaður kokteill
Þetta er ekki síst innkoma Höfuðborgarstamtakanna sem kemur á óvart. Eiga þessir hópar eitthvað sameiginlegt?
Ég ætla að hlýða á það sem þau hafa fram að færa næstu dagana. Það verður fróðlegt að heyra.
Ætli félagsmenn Höfuðborgarsamtakanna séu allir sáttir við þetta framboð? Eru höfuðborgarsamtökin kannski bara samtök eins manns?
29.3.2007 | 12:22
Afsakanlegt gáleysi önnum kafins manns
Ég er mjög önnum kafinn maður, þar með er ég greinilega kominn með mjög góða ástæðu gangvart skattinum. Þetta er amk. mat lögmanns Tryggja Jónssonar.
Nú veit ég ekki hvort hann er sekur eða saklaus en rökin eru nokkuð skondin.
Vísir, 29. mar. 2007 10:37Afsakanlegt gáleysi önnum kafins manns
Jakob Möller sagði við málflutning í Héraðsdómi í dag að meint bókhaldsbrot Tryggva Jónssonar væru mistök sem ættu sér skýringar. Ekki væri um ásetning að ræða eða stórfellt gáleysi, heldur afsakanlegt gáleysi önnum kafins manns. Jakob vísaði þannig til 16. ákæruliðs sem snýr að bókfærðri kredityfirlýsingu frá færeyska fyrirtækinu SMS.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 10:04
Öðruvísi listi
Maður hefur lent inn á mörgum svona listum "blogg sem ég les" en aldrei hef ég orðið svo frægur að lenda inn á lista af bloggum sem ég veit að eru til en les ekki.
Það kemur lítið á óvart að Matti veit ekki alveg hvernig á að taka þessu. Ég skil það alveg, ég myndi heldur ekki vita hvernig ég ætti að taka þessu ef ég væri á svona lista. Nægjanlega góður eða þekktur til að vera tekinn fram en um leið keyrður í jörðina með að vera ekki þess virði að lesa.
Það er auðvitað það sniðuga við þennan lista. Fæst okkar myndum búa til svona lista, bara vegna þess að við viljum kannski ekki vera að stofna til illdeilna við einhverja sem við lesum ekki.
Mér fannst þetta sniðugt hjá Munda og mjög original.
Ég held bara að ég eigi mér ekki svona lista eða hvað.. hann væri amk. ekki sá sami og Munda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2007 | 08:59
Allur sannleikurinn?
Málningarbransinn hefur alltaf verið dálítið skrýtinn bransi í þessum efnum, ég held að árásin á Byko eigi engan sérstakan rétt á sér. Farið og ræðið við þá sem eru bara að selja málningu, þar eru líka alls konar mjög sérstakir "dílar" í gangi.
Það er samt tiltölulega einfalt fyrir fólk að horfa fram hjá þessum afsláttum. Hvað kostar að mála íbúðina. Þar eru Múrarabúðin heldur ekki að koma eðlilega fram, þeir vita að það skiptir margt máli um gæði svona málningar, t.d. hvað er mikið þekingarefni í henni. Ég hef reynt þessa málningu frá Múrarabúðinni og þurfti að fara mun fleiri umferðir yfir dökka veggi en þá málningu sem hef ég áður notað. Það kostar því ekki bara efnið, heldur líka minn tíma við að mála.
![]() |
Segja afsláttarmálningu aldrei hafa verið selda á upprunalegu verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 08:40
64 ÞÚSUND hús
![]() |
Skipulagðar frístundabyggðir rúma allt að 64 þúsund frístundahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 00:19
Ómar með minna en aldraðir?
Plúsinn er ekki áræðanlegasta tækið til að gera kannanir, hins vegar hefði maður haldið að það væri helst skortur á atkævðum alraðra sem vantaði inn í þessa netkönnun.
Það vekur athygli hvað þetta framboð er með hægan uppgang, eins og Einar Mar bendir á, hafa svona framboð oft fengið mjög hátt til að byrja með, en svo eru önnur framboð sem hafa vaxið hægt.