Ótrúleg lok Hans Petersen

Saga Hans Petersen hefur verið mjög sorgleg undanfarin ár, þar sem fyrirtækið hefur skipt um hendur eigenda. Nú heitir þetta ekki einu sinni Hans Petersen, lengur heldur HP Farsímalagerinn. Frekar sorglegt að þetta ágæta fyrirtæki skuli vera selt til að koma netfarsímafyrirtæki upp söluneti.

Þetta lýsir nokkuð vel hver staðan hefur verið á myndamarkaðnum undanfarin ár. Þessi fyrirtæki hafa bara ekki náð að fylgja þróuninni eftir, þar sem þau sátu um framköllun landsmanna og gátu rukkað ótrúlega háar upphæðir fyrir framköllun. Í dag, er framkallað minna af myndum og á lægra útsöluverð.
mbl.is Farsímalagerinn og Hans Petersen saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þunnur þrettándi

Nú er kominn upp einhver visir að heimasíðu fyrir Íslandshreyfingun, það kemur á óvart að þau skuli ekki leggja meiri metnað í heimasíðuna sína. Fyrir utan stefnuyfirlýsinguna og hvað þau vilja. Bæði sem hafa legið fyrir í langan tíma.

Það eru ekki einu sinni upplýsingar um það hvernig á að hafa samaband við þau eða hverjir það eru sem eru í stjórn þessa ágæta frumvarps.

MR vann

Gamla góða MR hjartað sló þegar MR sigarði í gær. Hins vegar áttu þeir það varla skilið eftir feykilega góðan árangur MK manna, sem mér fannst klikka þegar þeir dingluðu of snemma í lokaspurningunn. Þeir höfðu meira að græða að bíða og taka sénsins að MR myndi klúðra. Þar með gáfu þeir MR líka jöfnunatækifærið.

Mér fannnst Sigmar ekki vera sannfærandi spyrill, hann virstist of oft óviss og beið eftir staðfestingu hjá dómara, stundum var nánast hægt að sjá á honum að spurning var næstum rétt og hitt liðið gat þá nýtt sér það og að lokum beið hann alltof oft með að gefa svarið.

Hlutirnir þurfa bara að vera réttir, svona eins og þegar ég stjórnaði klappliði MR, gegn ME á Egilsstöðum og lét MR syngja Gádann tvisvar. Eftir keppnina veiti Stebbi Páls mér tiltal. Hann kenndi mér aldrei neina ræðutakta enda er það vel þekkt á þessum tíma voru ákvarðnanir um ræðuliðið teknar í reykfylltum kjöllurum.

Spennandi kosning

Það er óhætt að segja að þetta séu spenanndi kosning, og að Hafnfirðingar velji rétt bæinn sinn. Tekjur bæjarins af álverinu eru miklar og bæri getur nýtt þær til góðra verka fyrir bæjarbúa. Það er furðuleg hversu margir virðast losna við þennan tekju gjafa.
mbl.is Yfir 8.500 manns hafa kosið í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðsetning á Campari

Tók eftir því að það er nýbúið að skrá lénið Campari.is, spurningin er því hvort sá góði brandari sem Jax kom með um daginn hafi verið hluti af herferð, eða hvort hann hafi bara hitt svona fjandi vel á.

Brandarinn er ekki verri fyrir vikið.

Ný hugsun Margrétar

Það er gaman að hugsa um þessa nýju hugsun Margrétar, er þetta "ungliðin" Margrét sem var ungliði fram á fimmtugsaldurinn og þar með elsti ungliði landsins. Nú er hún komin með nýja hugsun sem sögð koma frá Frjálslyndum.
mbl.is Margrét: Stjórnmál 21. aldar snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nuddari Halldórs

Marshall svarar fyrir sig vegna greinars Björns Inga, þar segir hann:

Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi nuddari Halldórs Ásgrímssonar, virðist telja það einhverja sérstaka óheppni fyrir mig að nú veiðist vel við sunnanvert landið. Vegna greinarinnar hér að neðan.

Gremja?

Gott mál

Þetta er hið besta mál að rífa einhverja gamla kofa sem eru hvort sem er komnir að hruni. Þarna koma væntanlega fallegar verslunarbyggingar í nútímalegum stíl sem gefa Lagarveginu nýtt líf.
mbl.is Leggjast gegn niðurrifi húsa við Laugaveg og Vatnsstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggað á pólsku

Var að skoða forsíðu mbl þegar ég sá tungumál sem ég kannaðist ekki við. Þegar betur var að gáð var það Grazyna frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins sem nú er farin að blogga á mbl.is.

Þetta er bara flott hjá henni, en hún er að blogga á pólsku og íslensku.

Óli Björn á fleygiferð

Gamli ritstjóri Viðskiptablaðsins er kominn á fullt í bloggið og farinn að blogga nokkuð skemmtilegar færslur um viðskiptalífið. Það er spurning hvað það endist lengi hjá honum, en það miðast sjálsagt að því hversu góðan starfslokasamning hann hefur fengið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband