Tæki fyrir safnið á Akureyri

Ég fann til með Safninu á Akureyri, sérstaklega þegar ég veit að það sé til tæki sem hjálpi þeim verulega.

Þau eru að glíma við alltof hátt rakastig, það er samt ekkert annað sem þarf að gera en að lækka rakastigið.  Eitthvað sem við glímum við á hverjum einasta degi.

Þurrktæki myndu bæta ástandið verulega hjá þeim. 

Ekki að húsnæðið er ekki óásættanlegt, en það má ýmislegt gera til að stjórna rakstigi með þurrtæki.  Við höfum reyndar ekki verið að bjóða upp á það en séð og kynnt okkur rakatæki sem eru bæði raka og þurrktæki í einu og sama stykkinu, þannig að það er alltaf rétt hitgastig. 


Mögnuð skeiti

Ég hef verið að skoða nýar vörur frá Kína og hef verið í sambandi við nokkra aðila um að kaupa vörur.  Var að fá þetta skeiti frá einum:

Hello ,have a good day ?How are you ? I hope all is well for you ,I am not fine ,our country have a earthquake,so all the people not feel well .

 

 B&R

 

Kathy

 Það er samt aðdánunarvert að mörgu leiti hvað þeir voru fljótir að bregðast við.


Heitu sumri spáð

Það er jafn mikið að gera í vinnunni minni eins og hitastigið úti.  Í janúar er ekki handtak að gera enda fáum of heitt í janúar (þá er helst að gera í að selja hitara).  Hins vegar breytist þetta allt þegar hitastigið verður 17 stig, eins og spáð er í dag.  

Þá er loftkæling málið, ásamt öðrum tækjum til að kæla loftið eins og uppgufunarkælum, öflugum viftum og rakatækjum.  

Undanfarin ár hefur samt orðið smá breyting í þessu, Íslendingar eru að venjast því að það er heitt á sumrin og eru farnir að undirbúa sig aðeins fyrr.  Þrátt fyrir að maður sé allur að vilja gerður þá er of seint að bregaðst við þegar hitinn er orðinn 20 stig.  

Þá er nú fínt að Veðurstofan hafi gefið það út að það eigi líklega eftir að verða mjög gott sumar.   


mbl.is Allt að 17 stiga hiti í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar eða fréttir

Mér finnst æðislegt að blogga.  Ég set oft hingað inn sem ég er að hugsa og fæ athugasemdir til baka. Því fer fjarri að ég geri sömu kröfur til mín eins og til fjölmiðla.  Hugsanir fá oft að standa hérna án þess að þær hafi verið kláraðar. 

Ég skammast mín ekkert fyrir að skrifa lélegan texta, skrifa setningar sem ekki allir skilja eða allir fá botn í. 

Það er bloggið mitt. Spontant og óyfirlesið.

Þetta virðist stundum vera höfuðverkur markaðsstjórans. Í dag var þetta höfuðverkur markaðsstjóra HR, hann skrifar yfirborðslega kurteisi þar sem hann þakkar mér fyrir að fylgjast með velgengni HR.  Svo setur hann út að ég hafi ekki unnið mína rannsóknarvinnu.

Málið er að ég þarf alls ekki að vinna mína rannsóknarvinnu.  Það er kosturinn við að blogga.  Menn geta bara skrifað athugasemd ef þeir eru ósáttir.  

Hitt er annað mál, að það breytir því ekki þótt að einhver heimasíða hafi búið hafi haldið í hugtakið vestur-Evrópa, er það jafn kaldastríðslegt í mínum huga og það var áður en ég las hana.  Mér finnst það alveg jafn fyndið og áður, og það minnkar ekki þá staðreynd að ef HR hefði verið á meðal 50 bestu í ALLRI Evrópu, hefði það staðið í auglýsingunni. 

Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem markaðastjórar hafa verið ósáttir við skrifin. Sá fyrsti var líklega markaðastjóri útvarpsins. Þá gagnrýndi ég "Fréttasímann" sem var símsvari sem hægt var að hringa í og hlusta á fréttirnar.  Ég spáði því fyrirbrigðinu litlum vinsældum og hafði heldur betur rétt fyrir mér.  Markaðsstjórinn tók þessu heldur illa á sínum tíma.

Enda var það hans starf.

Eins og það er starf markaðsstjóra HR í dag að segja mér hvað HR sé góður skóli.  

Ekki ætla ég að mótmæla því.

Aðeins og mikill marmari fyrir gamlan MR-ing. 


Kaldastríðs samanburður

HR stærir sig af því að vera með eina af 50 bestu viðskiptadeildum í Vestur-Evrópu.  Ég veit það ekki en þetta er voðalega kaldastríðslegur samanburður, eða kannski þurfti að búa til hóp sem var þannig að hægt að hægt væri að auglýsa þetta.

Þeir eru amk. duglegir að auglýsa þetta og koma þessu í fjölmiðla, í dag birtist grein á vísi og þetta var auglýst í öllum blöðum.

Það er amk. betra að auglýsa upp markmið sem eru bara fjarlægur draumur.  Það vill nú svo skemmtilega til að höfundur þessarar greinar á Deiglunni, er nú orðinn starfsmaður HR. 


Umhverfisráðherra og hjólamennskan

Í einhverju blaðinu í gær var sagt að umhverfisfráðherra hefði látið skutla hjólinu sínu í Laugardalinn til að taka þátt í hjólað í vinnuna, og náð svo að hjóla alla leið á bílastæði ÍSÍ þar sem einkabílstjórinn hafi beðið hennar.

Til hvers var hún að hjóla nokkurn skapaðan hlut?  Var þetta allt hluti af sýndarmennskunni?

Hann er nú ekki mikill trúverðugleikinn hjá svona ráðherra sem predikkar umhverfisvernd en lætur svo skutla hjólinu og láta einkabílstjóran bíða á meðan ljósmyndarara smella af nokkrum myndum.


Góður Guðjón Bergmann

Fór á fyrirlestur hjá Guðjóni Bergmann.  Fyrirfram átti ég ekki von á miklu enda ekki áhugamaður um svona andlegt dót og hefur fundist flest af því humbúk. 

Það kom því verulega á óvart að það sem Guðjón var að segja var mjög skynsamlegt. Ég vissi ekki mikið um hann fyrir og var sjálfsagt uppfullur fordóma.

Sem fyrirlesari fékk hann 10, með áhugavert efni og hélt athygli minni í þessar 40 - 50 mínútur sem hann hélt kynninguna. 

Ég hugsa nú samt að ég skelli mér ekki á seinasta námskeiðið hans, þú ert það sem þú hugsar, en sjálfsagt hefði ég farið á öðrum tíma.  Eins og Guðjón sagðist sjálfur ekki gera, þá hef ég alveg tíma ég hef bara ákveðið að verja honum í annað og í lok maí verður það loftkæling sem mun eiga huga minn allan.


Húmor í símakerfi

Ég veit ekki hvort einhver húmoristi var á ferð en í allan dag hefur verið hringt í mig (út í bæ) þegar einhver innan Reykjalundar ætlar að hringja í þvottahúsið. 

Ekki veit ég hvernig þetta er hægt eða hvað á að gera, en húmorinn fer að hætta að vera fyndinn.  NEI, Ég er ekki með þvottinn ykkar :)


Mikil eftirspurn?

Á vísi er nú frétt um að það sé mikil eftirspurn eftir þessum hæðum með öllum. Einhvern vegin efast maður um að það sé satt, þetta sé frekar svona draumhyggja hjá eigendum húsanna. Svona týpískt pr stunt, að segja fólki að þetat sé vinsælt og þá hljóti það að vera það.  

Myndi maður ekki vilja innrétta sjálfur ef maður væri að kaupa sér nýtt?  

 

Fréttablaðið, 05. maí. 2008 07:00

Húsin á Hæðinni til sölu með öllu

mynd
Begga og Pacas þykir hafa tekist vel til með húsið sitt á Hæðinni og hafa nokkrir sýnt áhuga á að kaupa það með öllu.

Húsin á Hæðinni eru föl fyrir sjötíu til áttatíu milljónir. Þetta segir Sigrún Þorgrímsdóttir hjá fasteignaþróunarfélaginu Hanza sem hefur umsjón með sölunni á sjónvarpseignunum.

Upphaflega stóð til að selja húsin eingöngu með innréttingum en þó nokkrir hafa sýnt því áhuga að kaupa húseignirnar á Arnarneshæðinni með húsgögnum og öllu því sem pörin þrjú hafa valið. Ekki hafa þó borist nein formleg tilboð. Sigrún segir það greinilegt að einhverjum þyki það þægileg tilhugsun að geta flutt inn með bara tannburstann og eftirlætisbækurnar. Hún tekur þó fram að einnig verði hægt að kaupa húsin án húsgagnanna en með innréttingum.

Þátttakendur fá ekki neinn hluta af kaupverðinu heldur fær eingöngu sigurvegarinn, sem verður krýndur 8. maí í beinni útsendingu á Stöð 2, tvær milljónir í reiðufé. Aðrir þátttakendur verða síðan leystir út með glæsilegum gjöfum.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur innbú þeirra Guðbergs Garðarssonar og unnusta hans, Pacas, fengið mestu athyglina. Þar af hefur ein kona sýnt þeim alveg sérstakan áhuga og fengið að skoða nokkrum sinnum. „Það er víst, við áttum svo sem alveg von á því að þetta myndi slá í gegn enda höfum við vandað vel til verksins," segir Guðbergur í samtali við Fréttablaðið. Að sögn Sigrúnar verður opnað fyrir tilboð í húseignirnar og þær sýndar strax eftir úrslitaþáttinn. - fgg


Ýtt undir athyglissýki

Vill einhver taka athyglissjúkasta barn Íslands og berja það í hausinn.  Fyndið hvað ríkissjónvarpinu hefur tekist að hæpa upp þetta barn.  Ég get ekki gert af því að mér hefur ekki fundist neitt sérstaklega merkilegt að heyra að barn hefur áhuga á að taka upp kvikmyndir.    Nú þegar tæknin er í boði er þetta ekki mikið mál.  Þetta eru ekki beint mjög frumlegt og virðist helst til þess falli að ala enn frekar athyglissýki hans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband