29.4.2008 | 22:53
Hinir fúlu bloggarar
Ingó Idol er ekkert súr þótt fúlir bloggar fíli ekki lagið hans. Gott mál að vera með 10.000 fjórtán ára gellur sem aðdáendur og fremja tónlistahryðjuverk.
Mér hefur alltaf fundist fyndið að gaurinn sé kendur við Idol. Datt hann ekki út í fyrstu eða annari umferð?
Hins vegar er það ekkert miðað við gaurinn sem verður kenndur við Bubba, alla sína ævi. Hvernig er að vera Eyvi úr bandinu hans Bubba (eða hvað hann heitir sem vann)?
29.4.2008 | 09:45
Barnabörn Evrópusambandsins
28.4.2008 | 20:26
Áhugavert viðtal
26.4.2008 | 13:38
Sára lítill möguleiki á sprengingu
Það eru svo sem engin stór undur í að þessi skápur hafi sprungið. Um leið og það er mjög litlar líkur á að það gerist eru líkur.
Eftir að menn hættu að nota gömlu kælimiðlana og fóru að vera umhverfisvænir. Annars vegar eru miðlar eins og R134a sem er ekki með sprengihættu og svo eru aðrir miðlar eins og isobutan og fleiri jarðgös (R600 og R290). Helsti kostur jarðgasmiðlana er að þeir eru náttúrulegir (ekki framleiddir miðlar), kælipressur eru hljóðlátari og nýta rafmagn betur (var þannig alla vegna).
Hins vegar er það sprengihættan, hún er hins vegar ákaflega lítil og eingöngu eins og það sem gerðist í þessu tilfelli. Leki kemur væntanlega á kælilögnina inni í ísskápnum og lekin er nægjanlega hraður til þess að gasið nær ekki að leka út í andrúmsloftið.
Hinn hlutinn er að það þarf vera til staða er það þarf myndast blossi inn í rýminu en það gerist annað hvort með ljósinu eða í þessu tilfelli væntanlega er það thermóstat sem fer í gang.
Magnið á svona skáp er í kringum 150 g af gasi, en hins vegar hefðu þurft að vera amk. 20-30 gr inn í ísskápnum sjálfum til þess að duga til að sprengja. Þannig að hlutfallslega hátt magn af gasinu þarf að hafa lekið inn í ísskápinn til þess að það sé nokkur möguleiki á að einhver sprenging myndist.
Yfirleitt eru helstu ástæður fyrir leka í þessum skápum mannlegir, sérstaklega eftir svona langan tíma. Þar sem menn stinga einhverju í leiðslu, slá einhverju í tengingar eða á annan hátt eyðileggja rásina. Einnig er möguleg tæring, en það er samt óvíst þar sem hann er ekki nægjanlega gamall (6 ára) til þess að það sé raunverulega komin hætta á tæringu.
Sjálfur vel ég mér nú ísskápa með R134a og hef alltaf gert. Ég er enginn sérfræðingur í þessu, en hef stundum spurt sérfræðingana út í þetta og þeir segja mér að það séu meiri líkur á að ég verði fyrir bíl eða hrapi í flugvél en að minn ísskápur springi. Einnig hafa þeir spurt mig hvort ég eigi útilegugastæki (og svarið við því er já) og að líkurnar á að sá búnaður gefi sé ekki minni.
Samt hef ég nú valið mér skápa sem eru með óbrennanlegum miðlum.
Ísskápurinn sprakk í tætlur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 09:10
Seinasta hálmstrá pókerspilara?
Mér fannst það fyndið að í Fréttablaðinu í morgun var frétt að einhver Póker hetja vildi koma ef það væri leyft að spila póker á Íslandi.
Nú er ég alveg hlyntur því að leyfa póker hér á landi en þetta var bara fyndið.
Auðvitað er gaurinn tilbúinn að koma til landsins, bara að hafa nógu hátt verðlauna fé og þeir eru allir tilbúnir að koma. Það væri hægt að halda opna IS Open og fá Tiger til að spila hérna ef menn væru með nógu hátt verðlauna fé.
Það er svo annað mál að sumir myndu segja að þetta væri eins og áhugamenn um morð segðu að Manson væri tilbúinn að koma hingað ef hætt yrði að refsa fyrir morð.... eða kannski ekki :)
20.4.2008 | 13:34
Ræðunámskeið Óðins
Mér fannst nokkuð skemmtilegt að sjá í fréttablaðinu í gær að Málfundafélagið Óðinn, félag launþega í Sjálfstæðisflokknum, væri nú orðið hluti af ungliðahreyfingunni.
Félagið er eitt af elstu félögum í Sjálstæðisflokknum og hélt á dögunum upp á 70 ára afmælið sitt.
Í umfjöllun Fréttablaðsins var lögð áhersla á ræðunámskeiðið sem Óðinn er að halda um þessar mundir, en Óðinn hefur haldið slík námskeið í einu eða öðru formi í 70 ár. Það hefur verið einn af hornsteinum félagsins að halda málfundi og hjálpa mönnum að taka þátt í slíkum fundum. Þetta er því ekkert nýtt í sögunni að félagið sé að halda svona námskeið. Margir hafa stigið sín fyrstu skref í ræðumennsku hjá Óðni.
Í tilefni af afmælinu opnaði félagið nýja heimasíðu.
18.4.2008 | 20:40
Ekki landsliðið í Eurovision
18.4.2008 | 16:15
Ritskoðun Moggabloggsins
Ég mæli með því að menn eins og Skúli, nýti sér aðra þjónustu aðila en Moggabloggið og hætti að væla yfir því hvort þeim sé úthýst. Það er nóg til af ókeypis þjónustuaðilum, en það á við Moggann eins og annað að þeir eiga lénið, bera ábyrgð á því og geta sett bloggurum þau skilyrði sem þeir vilja. Það er svo okkar að ákveða hvort við treystum okkur til þess að beygja okkur undir þau.
Ef ekki getum við einfaldlega leitað annað, eins og áður segir er nóg til að ókeypis blogg kerfum.
18.4.2008 | 08:54
Eurogrín?
17.4.2008 | 09:32
Meira af Kína
Kjartan sem er í Shanghai fjallar um ástandið í Kína. Þetta er nokkuð góð greining og passar mjög vel miðað við það sem ég hef verið að fá að vita frá þeim Kínverjum sem ég þekki. Ég mæli með greininni.
Kína vs. Heimurinn