12.7.2007 | 14:36
Kemur nú ekki á óvart
Það kemur ekki á óvart að fimmti hver svíi eigi meira en milljón í eigifé, um leið og íbúðarverð hefur rokið upp þar eins og hér er auðvelt að hrein eign vaxi í milljón sænskar (eða um 9 milljónir), þetta eru augljóslega ekki peningar í hönd. Það er örugglega 5 hver Íslendingar sem á orðið 9 milljónir í eigið fé eftir gríðarlegan vöxt undanfarinna ára. Það er nóg að bara hafa keypt venjulega íbúð fyrir nokkrum árum síðan. Að sjálfsögðu finna menn samt ekkert fyrir þessu, því þessir peningar eru bundnir í steypi og þetta kemur ekki í ljós nema að menn flytja aftur heim til mömmu.
Hitt kemur svo alls ekki á óvart að eldra fólk eigi meiri pening en ungt fólk. Fyrr má nú vera, þetta er fólk sem hefur unnið alla ævi. Það er eins og að segja að ungt fólk sé unglegra en eldra fólk. Auðvitað á eldra fólk að meðaltali meiri pening en yngra fólk, fólk sem er búið að vinna alla ævi og koma sér upp húsnæði og greiða niður, búin að koma upp börnum og greiða allar skuldir.
![]() |
Fimmti hver Svíi á milljón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2007 | 11:44
Sniðugur klúbbur
Mér finnst þessi Soloklúbbur vera nokkuð sniðug hugmynd, við búum einhvern í samfélagi þar sem fólk á oft mjög erfitt að gera hluti eitt.
Hver fer t.d. á holti 1 en par er það mjög fínt, eða í bíó eða leikhús. Viðkomandi væru taldir skrýtnir, og þarf af leiðandi oft erfitt fyrir fólk að gera þetta. Þó svo að það sé sjálfsagt alveg fínt að fara einn á holtið og njóta veitinganna, og það er sussað á mig ef ég ætla að njóta félagsskapar vinar á miðri leiksýningu.
Heimasíða klúbbsins http://www.soloklubburinn.com/
12.7.2007 | 10:17
Bílasalar
Ég hef gaman af viðskiptum og díla með hluti bara ekki bíla. Ég hef undanfarið verið með augun opin fyrir nýjum bíl og hef verið að fara á milli og skoða bíla. Það virðast vera tveir heimar í gangi, og hvorugur nálægt mínum heimi.
Annars vegar eru það bílasalar á almennum bílasölum, loksins þegar maður nær þeirra athygli þá þýðir eiginlega ekkert að tala um annað en einhverja milljón króna bíla. Að ræða um einhverja fjölskyldu bíla þýðir ekki neitt. Þegar þeir komast að því að maður er bara að leita að fjölskyldu bíl er áhuginn búinn. Ég heft gert nokkrar tilraunir, en alltaf hrökklast út eftir að hafa heyrt um hversu dýrann og flotta bíl ég þurfi að kaupa
Svo eru það blessaðir bílasalar umboðanna, ég hef farið í nokkur umboð en þar gildir að þeir eru áskrifendur að laununum sínum. Bílinn kostar bara þetta, hann stendur þarna og ef maður vill ræða eitthvað eins og verð, þá er það algjör óþarfi. Bílinn minn í skoðun, og svo er bara tala á pappír. Þetta eru sko bílar sem selja sig sjálfir. Maður er mest hissa á að bílaumboðin hafi ekki fyrir löngu sett upp svona sjálfafgreiðlukassa, þau gætu grætt fullt af peningum í formi launakostnaðar.
Ég tek það fram að ég er að gera sterótýpur úr þessum ágætu mönnum., en þetta hefur verið reynslan í grófum dráttum. Auðvitað hefur maður lent á öðruvísi bílasölum inn á milli. Þó held ég að ég muni aldrei eftir því að hafa gert góðan díl í bílakaupum, maður maður er ekki innvígður og innmúraður til þess að geta gert góðan díl.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 16:04
Brúðkaupsbrandari
Þetta hefur nú bara verið hefbundinn brúðkaupsbrandari, enda varla staður né stund til þess að fara yfir starfskilyrði konunnar. Menn mega ekki taka svona of alvarlega.
Það er samt merkilegt hvað þessir þættir verða alltaf þynnri og þynnri.
Gerðist eitthvað í seinustu þáttarröð?
![]() |
Bannar barneignir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2007 | 14:36
Iphone Idrasl eða Isnilld
Skrifaði á Deigluna í dag pistil um Iphone símana og geðveikina sem er búin að vera í kringum þá. Greinina er hægt að finna hér:
Iphone Idrasl eða Isnilld
11.7.2007 | 12:29
Afmælisgjöf
Landsbankinn fær plús fyrir að muna eftir afmælinu mínu, í gærkvöld beið mín miði frá póstinu. Ég skellti mér áðan og sótti hann. Í ljós kom að þetta var rosalega fínt glerverk frá Landabankanum ásamt afmæliskorti.
Greinilegt að markaðsdeildin sé að vinna vinnuna sína hjá þeim. Ætli maður fari ekki niður eftir og skelli sér á einn stóra yfirdrátt :)
11.7.2007 | 09:53
En á Íslandi?
Á Íslandi hefði slíku fólki fjölgað mjög hratt, einmitt vegna fasteigna viðskipta og hlutabréfa kaupa. Íslenska kauphöllin hefur verið mjög gjöful og því ættu margir að hafa efnast vel hér á landi, fasteignaverð hefur líka rokið upp úr öllu valdi.
Það væri í raun áhugavert að heyra hversu margir Íslendingar eiga meira en milljón dollara í eiginfé.
Ég las einhver staðar á netinu að það væri áætlað að um 9,7 milljónir manna ætti meira en 1 milljón dala í eiginfé. Miðað við fjöldann í heiminum eru það ekkert rosalega margir einstaklingar.
Ætli fjöldinn sé sambærilegur hér og í Noregi?
![]() |
Hlutfallslega flestir milljónamæringar í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2007 | 09:43
Kemur ekki á óvart
Það ætti varla að koma mörgum á óvart að hér á landi sé vændi. Breytingin er sjálfsagt sú að Ísland er að komast á kortið, vegna fjármálaumsvifa erlendis og fyrirtæki eins og þetta rúsneska fyrirtæki að átta sig á því að hér er til mikið af fólki með fulla vasa fjár sem er tilbúið að greiða hátt verð fyrir þessa þjónustu.
![]() |
Rússnesk vændiskona send til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2007 | 00:17
Fúlt
![]() |
Þurfti að hætta þegar 2,4 km voru eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2007 | 23:44
Drullusokkar og drulludelar á Castrup
Annars var fleira fólk sem kom með mér í vélinni, mér sýndist hálf borgarstjórnin vera að koma frá Rússlandi. Björn Ingi, formaður borgarráðs fær plús fyrir að sita með okkur populnum, ég sá ekki hvar Vilhjálmur Þ sat. Allir aðrir sem ég sá úr borgarstjórn voru með okkur. Það vatnaði þó ekki að nóg var bókað í Saga Class Baltasar hafði eitthvað til að halda upp á, Dr. Þorsteinn Ingi var þarna líka og að lokum gat ég ekki betur séð en að Sturla forseti Alþingis hafi tekið sér sæti þarna líka. Ég sat sjálfur á bekk 23, og glápti ekkert alltof mikið en nóg til þess að sjá þessa koma inn.
Þrátt fyrir þetta var þetta nokkuð betra en þegar ég sótti vin minn um daginn út á flugvöll, þá þurfti ég að bíða í 30 mín vegna seinkunnar, og viti menn Ólafur Rangar fékk super þjónustu og vélin beið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.7.2007 kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)