Að stela kaffihúsi

Jón Garðar, framkvæmdarstjóri Eyjunnar er með nokkuð áhugaverðar pælingar. Þar bendir hann á að penninn hafi sagt upp samningi við Súfistann sem gilti til 2013, sem hafi valdið því að staðurinn varð að pakka saman og fara.

Álíka dæmi kom upp fyrir nokkrum árum þegar Sólon varð að gera slíkt hið sama. Gott ef sambærilegur staður var ekki opnaður í Hafnarfirði, með litlum árangri.

Eins og Jón Garðar bendir á þá er það staðsetningin sem skiptir öllu máli í þessum kaffihúsabransa.

Ég mæli með bókinn The Undercover Economist . Bókin byrjar á umfjöllun, afhverju við erum tilbúin að kaupa kaffibolla á lestarstöð fyrir 200 kall, þegar við getum fengið hann annarsstaðar fyrir 100 kall. Sú umfjöllun fittar mjög vel við það sem Jón Garðar er að segja um Súfistann.

Menn hljóta annars að gera leigusamninga þannig úr garði að það sé eitthvað penalty ef honum er sagt upp. Það eru fjölmörg dæmi um að menn hafi orðið að kaupa leigutaka út fyrir stórar fjárhæðir. Erlendis ganga leigusamningar á góðum stöðum kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir. En þá er líka gríðarlega hátt penalty fyrir leigusalan að segja upp slíkum samningi.

Ameríkuvika Deiglunnar

Mæli með Ameríku viku Deiglunnar.

 

Spennan magnast nú, maður hefur varla undan að fylgjast með þessu. Ég án efa etir að benda á áhugaverðar greinar um leið og þær birtast.


Kosniningasmölun í mann ársins

Maður ársins á Rás 2, eru jafnan hetjur fólksins.  Fjöldinn allur af einstaklingum sem hefur gert hinum vinnandi stéttut gott hafa notið orðið þessa heiðurs.

Nú bendir orðið á að Svandís Svavarsdóttir, hafi náð að vinna inn þennan titil með hjálp góðra stuðningsmanna VG.  Auðvitað er gott fyrir stjórnmálamann af hafa slíkt í vasanum.


Félagi Össur og ráðningarnar

Mæli með góðri grein Andrésar Magnússonar um seinustu ráðningar Össurar.

Össur ræður félaga sinn

Orðið á götunni bendir á að nýráðinn Orkumálastjóri sé gamall félagi Össurar eða gamlir vopnabræður eins og orðið kallar það. 

Það var gaman að heyra Össur fullyrða það í dag að hann væri bara að brjóta lög ef hann hefði ekki ráðið gamla félaga sinn.


Má Margrét bjóða sig fram aftur?

Margrét Sverrisdóttir skrifar færslu á blogginu sínu og segir:

Ástþór Magnússon ætlar víst að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn, þrátt fyrir hraksmánarlega útkomu í fyrri skiptin.  Er ekki hægt að stöðva þessa vitleysu?  Ég hef talið mig lýðræðissinna, en þetta er ekkert grín.  Kosningar eru fokdýrar og skattborgararnir borga brúsann, þeir sömu og hafa þegar hafnað Ástþóri tvisvar!

Þetta eru nokkuð merkileg skrif frá konu sem býður sig fram fyrir lítið jaðarframboð, nægjanlega lítið til þess að ná ekki að manni í seinustu þingkosningum. Margir myndu telja að ýmsir sem voru á þeirra listum hafi ekki verið minna "spes" en Ástþór Magnússon.

Það sem hefur átt að koma í veg fyrir jók framboð hefur verið stuðningsmannasöfnun, en í stjórnarskránni segir:

Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.

Þetta ákvæði hefur töluvert verið gagnrýnt undanfarin ár, þar sem Íslendingum hefur fjölgað verulega undanfarin ár. Nú veit ég ekki hvenær þessi tala var seinast uppfærð en hafi það veirð árið 1944, þurfti 1,2% þjóðarinnar að skrifa undir, árið 1960 þá 0,8%, 1980 0,65% og 0,53 árið 2000. Árið 2oo7 er þetta hlutfall svo komið í 0,48% þjóðarinnar.

Þetta sýnir hvað þetta er meingallað ákvæði, mun eðlilegra væri að hengja þetta við fjölda kosningabærramanna. Það segir sig sjálft um leið og fólki fjölgar verður þetta auðveldara. Ástþór hefur lengi verið grunaður um að misnota þetta með því að skella sér í verslunarkringlur og með því að gera út verktaka í að safna þessu.

Það er hins vegar ekkert gefið í þessum efnum og óvíst að þótt Ástþór vilji bjóða sig fram að hann fái þær undirskriftir sem þarf. Fjölmörg framboð hafa ekki náð að safna þessum undirskriftum.

Ég vona hins vegar að Margrét eða aðrir fái ekki að ákveða fyrir okkur hver fái að bjóða sig fram. Við getum ekki verið að horfa í kostnað bara af því Margrét telur Ástþór rugludall. Mun eðlilegra væri að lagfæra reglurnar og láta minnst 3000 manns ákveða það.


Yahoo.is til sölu

Dv segir frá því að Yahoo.is sé til sölu. Byrjunar verð er 100.000 USD.

Hýsingarfyrirtækið Gíraffi stendur fyrir sölunni, en að sögn Garðars Arnarssonar, kerfisstjóra, hafa nokkur tilboð borist í lénið. Ekki fæst þó upp gefið hversu há tilboðin eru.

Sé hins vegar skoðað boðin á ebay kemur í ljós að enginn hefur sýnt þessu áhuga.

Líklega er þetta frekar tilraun hjá þeim félögum til þess að kynna sitt littla hýsingarfyrirtæki.  Það er alveg ljóst að fáir hafa áhuga á að eiga slíkt lén, enda réttur Yahoo inc sterkur og fáir sem hafa áhuga á að standa í málaferlum við þá. 


Bækur fyrir MILLJÓNIR

Er einhver að kaupa bækur fyrir milljónir?  Ég hef stundum farið inn á þessar fornbókamarkaði og þar sé ég rykfallna kalla, selja rykfallnar bækur.  Flestar sem kosta hundrað kalla.

Maður sér þessar búðir hverfa hverja á fætur annari, þegar þessir kallar fara á ellilaun.

Það er rosalega erfitt að átta sig á því að það sé verið að selja bækur á þessum gríðarlega háu upphæðum.   


mbl.is Stærsti bókastuldur Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árásum lokið

Árásunum í dag minntu á í gamla daga þegar blogger lá reglulega niðri.  Á þeim tíma voru örfáir menn sem voru að uppfæra vefina sína, fyrst og fremst þeir sem voru að nota önnur kerfi.

Já, í þá gömlu góðu daga árið 2000 :) 


Góðverk World class?

Var að hlusta á Dísu í World Class í morgun útvarpi Rásar 2, á henni að heyra virtist þetta nánast vera hugsjónastarf! 

Það er auðvitað rétt hjá henni að með aukinni hreyfingu eru þau að spara ríkinu fullt af peningum, hins vegar kostar það um 5.000 þúsund á mánuði að vera hjá þeim á ódýrasta taxta. Svo varla er um mikið hugsjónarstarf að ræða. Þau moka inn á nýársheitin um hver áramót, fólk sem dugar oft í 1-2 mánuði en heldur svo áfram að borga enda með samning til eins árs.

Svo sagði hún að það væru mjög fá tilfelli um að fólk nýtti sér ekki kortin. Trúir því einhver?  Bara með því að horfa í kringum sig, sér maður fjöldann allan af stuðningsaðilum við þessar stöðvar.  Hún sagði að allt væri gert til þess að halda í þessa einstaklinga.

Hvernig ætli sé staðið að því?

Í fyrra var ég einn af þessum stuðningsaðilum.  Byrjaði af krafti og hætti svo eftir mánuð.   Varð ekki var við að það hefði nokkuð verið gert til að halda í mig.

Ekki að þetta hafi verið nokkrum öðrum að kenna en mér. Hins vegar er ekki hægt að segja að það hafi verið gert eitthvað til að halda í mig.  Í raun hefðu þeir getað gert ýmislegt ef þetta væri raunverulega það sem WC vildi.  Þeir vita nákvæmlega hvenær og hvar hvert kort hefur verið notað, t.d. gætu þeir sent mér bréf eða tölvupóst, þar sem ég væri hvattur til þess að mæta eða boðið upp á eitthvað til að koma mér af stað aftur.

Hins vegar græða þessar stöðvar mest á mönnum eins og mér, sem byrja með krafti og detta svo út.  Peningar í áskrift og enginn kostnaður á móti.

Þeir mega eiga það að í þessu afskiptaleysi, þá gerðu þeir enga tilraun heldur til að halda í mig, þegar kortið mitt rann út.   Maður hefði haldið að eitthvað væri gert, t.d. að senda mér tilboð á sérkjörum ef ég héldi áfram.  Meira að segja þegar ég var stuðningsaðili í Nautillus, fékk ég slíkt boð.  Líklega þarf WC bara ekki á þessu að halda, það er nóg af fólki sem streymir á eigin vegum til þeirra og þeir græða meira á að taka bara þá sem mæta sjálfviljugir, frekar en að bjóða tryggum viðskiptavinum einhver sérkjör.  WC sendi mér þó jólakort fyrir ári síðan, þar sem ég gat nýtt upp í nýtt kort en því var ekki fyrir að dreifa í ár.

Annað sem er skrýtið hjá þeim er að maður getur ekki bætt áskrift aftan við aðra. Ef ég kaupi kort í dag til að tryggja að kortið mitt renni ekki út og ég komist ekki inn, þá er það ekki hægt nema að "geyma" kortið og standa svo í að virkja það sérstaklega. 

Væntanlega förum við fljótlega að heyra árlegar fréttir frá þessum stöðvum að allt sé að fyllast og þau séu að fara að hætta að taka fljótlega við nýjum viðskiptavinum.  Ég hef heyrt þennan söng undanfarin ár, samt hef ég aldrei heyrt um að neinum hafi verið neitað um kaupa kort. 

Auðvitað eru stöðvarnar samt frábærar, ég hef verið mjög ánægður með að æfa hjá þeim (þegar átakið er í gangi).   Hins vegar skal þarf ekki að halda það eina mínútu að þetta sé annað en púra buisness fram í fingurgóma hjá eigendunum og miðað við uppbygginguna er nokkuð upp úr þessu að hafa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband