1.1.2008 | 19:42
Victoria Beckham að skrifa bók
Vísir segir frá því að Victoria Beckham sé að fara að skipuleggja að skrifa bók.
Victoria Beckham, sem eitt sinn upplýsti að hún hefði aldrei lesið bók til enda ætlar sjálf að skrifa bók, að sögn breska blaðsins Daily Star. Bókin á að fjalla um barnauppeldi fyrir fyrir hana fær kryddpían litlar 300 milljónir króna.
Það eru svo sem engar fréttir að Victoria ætli að græða á því að skrifa bók en nú í nóvember kom út bók eftir hana, þar sem hún kennir konum ýmis trikk og áður hafði hún skrifað sjálfsævisögu.
Þó hún hafi ekki lesið neina bók um ævina, hefur henni aldeilis gengið vel að selja bækurnar sínar og því kannski ekki furða að menn séu tilbúnir að greiða henni vel fyrir verkið.
Hérna eru svo linkar á bækurnar hennar hjá Amazon:
That Extra Half an Inch: Hair, Heels and Everything in Between
Learning to Fly: The Autobiography: The Autobiography
1.1.2008 | 18:11
Kraftlaust skaup
Mér fannst þetta vera heldur kraflaust skaup í ár, fáir mjög fyndnir brandarar en nokkrir sem var hægt að brosa í annað út af. Skaupið verður alltaf þynnra og þynnra með hverju árinu og minna og minna til að sækjast í að glápa.
Eftir skaupið í fyrra voru svo sem ekkert svakalegar væntingar.
Það er samt ánægjulegt að maður getur horft á það aftur á netinu, manni finnst það alltaf skrýtið að það sé ekki endursýnt. Þó svo að margir hlutir séu ekki fyndnir í frumsýningu, getur verið að melta þá sé kannski von á betri skilningi.
Mér skilst að ástæðan séu einhverjir samningar við leikara og sparnaður. Getur það verið?
Þeir samningar virðast þá ekki ná yfir sýningar í gegnum netið.
Einnig hafa gömlu "góðu" skaupin verið í boði á netinu í lengri tíma, en þá með því að sækja þau af torrentum. Sjálfur hef ég nú ekki látið verða af því að sækja neitt þangað og velt því fyrir mér að þetta sé kannski svona "bitter sweet" minningar sem maður eigi ekkert að vera að eyðileggja með því að glápa á þetta aftur. Þetta var amk. fyndið á þeim tíma.
1.1.2008 | 14:40
Gleðilegt nýtt ár!
31.12.2007 | 10:39
Stöndum með Tarrentino
30.12.2007 | 15:38
Flugeldasalan
Björgunarsveitir hljóta að hafa nokkrar áhyggjur af þeim rúmlega þúsund tonnum sem voru fluttar til landsins í ár (þeir og aðrir). Það er nánast ekki nokkur séns að það verði selt nokkuð nálægt því sem þeir áætluðu. Gott árferði og góð jólasala sem áttu að vera vísbending um góða sölu, á eftir að drukkna í rigningunni sem er núna í gangi.
Maður fer auðvitað og verslar flugelda, en ef veðrið verður eins og það var í dag, verður það bara lítið brot af því sem það hefur verið undanfarin ár. Maður verður nú að sjá dótið sitt sprringa, og vill helst ekki að það verði í næsta húsgarði.
Hitt er annað mál að umræðum um "landráðamennina", sem eru að selja framhjá björgunarsveitunum er skemmtileg. Ég heyrði viðtal við Örn Árnason um daginn, þar sem hann afsakaði sína sölu annars með að þetta væri frjálst samkvæmt lögum og hins vegar þá væri hann að gefa starfskrafta sína í góð málefni eins og björgunarsveitirnar. Hann náði meira að segja koma því út úr sér að hann væri alls ekki í samkeppni við björgunarsveitirnar, því hann væri bara með kökur. Fyndið að vera í svona mikilli vörn.
Ég fagna þessum frjálsu aðilum sem eru að selja, þó svo að þeir verði að standast eðlilega samkeppni og merkja verslanir sínar þannig að menn átti sig á því hjá hverjum er verið að versla við. Þrátt fyrir að björgunarsveitirnar séu með frábært starf og maður vildi ekki vera án þeirra , þá tryggir samkeppnin að þeir geti ekki rukkað mig um hvaða verð sem þeim dettur í hug. Samkeppnin eykur líka fjölbreytileika og sjálfsagt að menn hafi val um að geta keypt ódýrari flugelda.
Sem betur fer fyrir björgunarsveitirnar eru flestir tilbúnir að versla við þá og þeir hafa yfirburðarstöðu á markaðinum. Ég fer alla vegana þangað og kaupi mest af flugeldunum mínum þar en stundum en fer líka á aðra staði og skoða hvort það séu einhverjir skemmtilegir flugeldar í boði.
28.12.2007 | 21:20
Hetjudáð Idolstjörnu
Vísir segir fá því hvernig gestur á tónleikum hafi verið laminn á tónleikum.
Það var einhver gaur með fylleríslæti og alltaf að biðja um óskalag og með tóm leiðindi. Hann henti skyndilega Magic dós í gítarinn minn," segir Ingó og bætir því við að hann hafi hætt að spila og þögn hefði slegið á salinn.
Einn tónleikagestur gerði athugasemd við þessa hegðun mannsins en því var svarað með hnefahöggi. Ingó segir að hann hafi heyrt að slagsmálin hafi haldið áfram fyrir utan staðinn með fyrrgreindum afleiðingum.
Það virðist sem þarna hafi verið einhver gestur að reyna að bjarga hlutunum og hafi svo verið barinn í kjölfarið.
Það er nokkuð merkilegt að það sé yfir höfuð verið að tala við Idolstjörnuna. Hvað gerði hann þegar gestur á ballinu, sem reyndi að verja hann, var tekinn út og laminn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.12.2007 | 13:58
Húmorsleysi - Fórnalambavæðing
Mér finnst merkilegt að lesa mörg blogg sem eru með þessari frétt, annars vegur eru sumir alveg brjálaðir yfir óvirðingunni, aðrir sótbölva femínistunum og svo þeim sem finnst þetta bara fyndið.
Eru menn alveg að missa húmorinn? Hvernig er þetta niðurlægjandi fyrir þessar konur? Á hvaða máta rýrir þetta gildi baráttu þeirra?
Ég held að menn ættu að stíga 2 skref til baka og velta þessu aðeins fyrir sér.
![]() |
Fegursti femínistinn valinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2007 | 11:25
Svefnleysi
Þegar maður hefur hvílt sig jafnvel og um jólin er alltaf skrýtið a byrja að reyna að fara að sofa á eðlilegum tíma. Maður er búinn að vera að lesa bækur og horfa á sjónvarpið fram á nætur, og svo allt í einu er komin tími til að fara að vakna á eðlilegum tíma og mæta í vinnuna.
Þetta hefur reynst þrautin þyngri þessa 2 daga milli jóla og nýárs.
Það hefur reyndar gengið ágætlega að vakna, hins vegar er maður dauðþreyttur í vinnunni eftir að hafa ekki sofnað fyrr en um miðja nótt.
27.12.2007 | 00:01
Elkó-sölumennska

Þegar ég mætti í Elkó, spurði ég hvort skjárinn væri ekki örugglega til. Hann var svo sannarlega til, en svo hófst sölumennskan. Sá sem vildi selja mér skjáinn vildi eiginlega ekki selja mér þann sem ég þó bað um. Alveg sama hvað ég gerði til að segja við manninn að þetta væri skjárinn, þá tók hann ekki neinni tilsögn. Hann benti alltaf á dýrari skjá. Ég hef áður lent í þessu og spurðist þá fyrir hjá kunningja sem vann í Elkó og hann sagði mér að hvatakerfið væri þannig að menn fá nánast ekkert í bónus fyrir tilboðin en geta fengið eitthvað fyrir að dýrari. Siðan þá hef ég nú tekið þessu "ráðleggingum" með nokkrum vafa.
Eftir að í ljós kom að maðurinn vildi bara ekki selja mér skjáinn, sagði ég honum að ég ætlaði að hugsa málið í nokkrar mínútur, fór aftur og náði mér í miða og prófaði annan sölumann. Tilkynnti að ég ætlaði að kaupa viðkomandi skjá, ef það væri eitthvað múður myndi ég labba út.
Næst tóku við tilraunir að selja mér tryggingar fyrir skjáinn. Það var reyndar mun kurteisara en þvinganirnar í skjá sölunni.
Annars fór ég svo á aðfangadag og ætlaði að kaupa síma í Elkó, ég heyrði þá aumustu afsakanir sem ég hef heyrt. Þegar maðurinn spurði hvort það þyrfti að setja Síu á netsímann sinn (sem augljóslega þarf ekki á lan-kapal), þá sagði gaurinn að hann vissi það ekki. Maðurinn sagði honum að menn gætu nú lesið sig til, þá sagði hann að honum væri meina að fara á netið í Elkó. Maðurinn nenti augljóslega ekki að benda honum á að hann gæti lesið sig til á kvöldin, enda myndi hann líklega selja aðeins meira af símum ef hann vissi eitthvað hvað hann væri að selja. Miðað við bónusa er líklegt að þeim tíma væri vel varið þótt hann væri ekki á beinum launum við það.
Annars held ég að peningum Elkó væri vel varið ef þeir myndu bara kaupa gott sölunámskeið af honum Tryggva vini minum. Ég er nokkuð viss um að þeir myndu græða nokkuð vel á því. Líklega hefur samkeppnin aldrei verið meiri í þessum geira, en einmitt núna. Ég er reyndar nokkuð viss um að Max hafi ekki grætt mikið þessi jólin. Maður hefði líklega fengið betri þjónustu með því að fara þangað.
25.12.2007 | 22:16
Prestleg vorkun
Eitt af því sem hringir inn jólin eru klukkur dómkirkjunnar og svo messan á eftir. Nú bar svo við að ég gat ekki annað en vorkennt kvennprestinum sem reyndi að radda. Fannst mér eins og ég væri sjálfur mættur í útvarpið og farinn að radda, svo slæmt var þetta.
Annars er merkilegt þegar kirkjur nýta þetta tækifæri ekki. Á þessum eina degi eru bæði augu og eyru manna á kirkjunni. Kirkjurnar fullar af fólki og fjölmargir að hlusta á messu. Þá er um að gera að flýta sér ekki það mikið með messuna að enginn skilji hvað er um að vera, heldur ekki að hafa þetta svo langt að menn fagna því að fara í messu að ári.
Prestar hljóta að skipuleggja þessa messu betur en nokkra aðra messu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.12.2007 kl. 03:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)