Bækur fyrir MILLJÓNIR

Er einhver að kaupa bækur fyrir milljónir?  Ég hef stundum farið inn á þessar fornbókamarkaði og þar sé ég rykfallna kalla, selja rykfallnar bækur.  Flestar sem kosta hundrað kalla.

Maður sér þessar búðir hverfa hverja á fætur annari, þegar þessir kallar fara á ellilaun.

Það er rosalega erfitt að átta sig á því að það sé verið að selja bækur á þessum gríðarlega háu upphæðum.   


mbl.is Stærsti bókastuldur Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er nú ekki verið að tala um gömul eintök af Basil fursta eða Rauðu seríunni sko. Bækur eins og annað getur orðið fátíðara og verðmeira eftir því sem árin líða og þegar menn virðast vera tilbúnir að borga stórfé fyrir lokk úr hári Elvis eða tönn úr Einstein þá finnst mér ekkert óeðlilegt að sjaldgæfar bækur séu dýrar.

Markús frá Djúpalæk, 4.1.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: TómasHa

Sæll Markús, ég spyr bara.  Það er nú kannski meiri markaður fyrir hár Einsteins eða tyggjó jackson, enda á alþjóðlegum markaði og milljónir aðdáenda.  Hérna er verið að tala um bækur á íslensku, og ég geri mér grein fyrir að þetta eru bækur sem hægt er að kaupa fyrir 100 kall í kolaportinu.  Hins vegar vissi ég ekki að það væri markaður fyrir gamlar bækur, fyrir hundruð þúsunda eða milljónir.

TómasHa, 4.1.2008 kl. 11:05

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ojú, og bækur á íslenzku, allavega kjörgripir geta átt upp á pallborðið hjá erlendum bókasöfnurum. Þó svo þeir skilji ekki stafkrók af því sem í bókunum stendur.

Markús frá Djúpalæk, 4.1.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband