10.1.2008 | 23:50
Obama er maðurinn
Það hefur verið gaman að lesa Deigluna þessa dagana, hver greinin á fætur annari þar sem gæðum Obama er líst. Eina sem skortir á er umfjöllun um Republicanana.
Nú seinast skrifar reynir ágæta grein um Clinton og Obama. Hann endaði greinina sína svona:
Það er ótrúlega langt eftir að þessari baráttu og mikið vatn á eftir að renna til sjávar, það á eftir að vera gaman að fyljgast með aðferðum spunameistaranna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2008 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2008 | 13:35
Hvert er braskið?
Það vantar nú eitthvað stórkostlega inn í þessa frétt eins og hún stendur og vonandi er fréttin eitthvað betri í blaðinu sjálfu. Ég get ekki séð hvað það kemur borginni við að BYR í Kópavogi ákveði að veita eitthvað rosalegt veð í hjalla sem er að hruni kominn.
Getur ekki verið að BYR sjái verðmætið liggja í lóðinni sem er undir húskofunum en ekki þeim sjálfum? Ég sé amk. enga sérstaka ástæðu fyrir að BYR sé að lána mönnum gífurlegar fjárhæðir í veð sem standa ekki undir sér.
Hitt er svo með borgina. Hver er hennar þáttur í þessu máli? Vara er það hlutverk borgarinnar að skipta ser af þvi hvað bankinn er að lana viðskiptavinum sinum.
Eg get ekki beðið með að lesa þessa frett i 24 stundum þegar eg kem heim. Voandi er su frett skyrari.
Lykt af braski í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2008 | 12:31
Millar í bobba
Mér fannst nokkuð merkilegt að RÚV skildi flytja um það frétt að Gnúpur væri í vondum málum. Hingað til hefur það verið orðrómur, en hins vegar hefur RÚV væntanlega haft eitthvað meira fyrir sér í þessu máli fyrst þeir fóru út í þetta en bara orðróm.
Annars eru orðrómar ansi margir um þessar mundir, meðal annars að margir séu í stórum vandamálum vegna þess að menn hafi tekið feiknalega há lán til verðbréfaviðskipta. Maður trúir því nú varla að þetta sé svo gríðarlegt, markaðir hafa hækkað gríðarlega undanfarin ár og menn hljóta að vera tilbúnir að mæta einhverjum smá áföllum.
Spurningin er hins vegar hvenær botninum verður náð. Einhverjir hljóta að fara að sjá kauptækifæri á markaðnum.
Mikil verðlækkun á hlutabréfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2008 | 10:24
Háðir fjölmiðlar og óháðir fjölmiðlar
Borgar Þór Einarsson skrifar ágæta grein í dag um New Hampshire kosningarnar, eitt af því sem hann fjallar þar um er sjónvarpsstöðin Fox, sem hefur meðal annars verið sýnd hér á Fjölvarpinu og ég hef stundum náð að horfa á.
Það hefur verið hrein unun að hlusta á þá snúa út úr veruleikanum og miðla "réttum skilaboðum".
Ég er því alveg fullkomlega sammála Borgari þegar hann segir í lokin:
Ég mæli annars með lestri greinarinnar, en þetta er bara hluti greinarinnar en hann fjallar einnig um niðurstöður kosninga New Hampshire.8.1.2008 | 18:57
Of seint í rassinn gripið
Er það nú ekki orðið of seint að friða þessi hús, þegar verktakinn er búinn að fá öll tilskilin leyfi til að rífa húsið? Þessi umræða er búinn að vera í gangi í nokkur ár, þannig að húsafriðunarnefnd hefði haft nóg af tíma til þess að friða þessi hús.
Árbæjarsafn hefur nú þegar hafnað að fá þessi hús til sín, enda eiga þeir þessa húsagerð hjá sér.
Ég sé ekki að það sé nokkur eftirsjá í þessum húskofum. Það er ekki hægt að sjá að það séu nokkur sérstök menningarverðmæti. Við eigum vondandi eftir að sjá glæsilegar húsbyggingar á þessu svæði.
Það er fyndið að húsið sem á að friða er með risastórt Nike merki á þakinu. Það fylgir sjálfsagt.
Svo er með þessa götumynd, en þarna fyrir ofan nokkur vegleg hús, og ekki meiri skerðing á götumyndinninni en þegar þau hús voru byggð.
Það er heldur ekkert sem segir að borgir þróist ekki, þessi hús eru börn síns tíma.
Ráðherra friði Laugavegshús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2008 | 13:52
Bandarískt heilbrigðiskerfi
og að lokum:
8.1.2008 | 13:43
Ræðunámskeið JCI
Ég ætla enn að misnota bloggið mitt og auglýsa ræðunámskeið sem við erum að fara af stað með.
Námskeiðið er sex kvölda grunn námskeið í ræðumennsku. Þar verður farið í alla helstu þætti hvernig á að smíða og flytja góðar ræður.
Endilega kíkið á heimasíðuna og kynnið ykkur þetta: Ræðunámskeið
8.1.2008 | 10:51
Símaat
Þetta kom upp í hugan um leið, að þarna væri síma að finn
Ég átti svo sem ekki von á öðru en að það væri búið að loka fyrir þetta fyrir lifandi löngu enda allir komnir með gsm og vandséð að Landsbankinn sé að skaffa þessa þjónustu.
Það fyndna var að þarna ryfjuðust upp þau fáu símaöt sem ég hef átt um ævina og fóru væntanlea öll fram í þessum síma.
Bölvaðir símanúmerabirtarnir búnir að eyðileggja þessu iðju fyrir æsku landins. Enda er langt síðan að maður fékk almennilegt símaat.
7.1.2008 | 13:31
Fyrirtækjum bannað að rukka
Megin niðurstaða starfshóps sem viðskiptaráðherra skipaði um heimildir fjármálafyrirtækja er sú að bankar og sparisjóðir heimili ekki fyrirtækjum eða öðrum kröfuhöfum að bæta fylgikröfum, svo sem seðilgjöldum, við aðalkröfu gagnvart neytendum.
Þetta er nokkuð merkilegt, hérna er fyrirtækjum bannað að rukka en bankar mega áfram rukka fyrirtæki. Það er því ekki verið að taka spón úr aski bankana heldur eingöngu fyrirtækja sem nota greiðsluseðla til innheimtu.
Auðvitað mun þetta ekki skipta neytendur neinu máli! Þetta þýðir bara að fyrirtæki munu setja þetta á reikninga í staðin fyrir að innheimta þetta í gegnum greiðsluseðlana. Fyrirtæki ætla sér augljóslega ekki að sitja uppi með þann kostnað sem bankarnir innheimta þá.
Fyrir fyrirtæki sem verða fyrir þessum kostnaði mun þetta bara vera 1 auka lína á reikninginni í staðin fyrir að hægt var að setja þetta með greiðsluseðlinum og þetta birtist þar.
Seðilgjöld heyri sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2008 | 11:49
Að stela kaffihúsi
Álíka dæmi kom upp fyrir nokkrum árum þegar Sólon varð að gera slíkt hið sama. Gott ef sambærilegur staður var ekki opnaður í Hafnarfirði, með litlum árangri.
Eins og Jón Garðar bendir á þá er það staðsetningin sem skiptir öllu máli í þessum kaffihúsabransa.
Ég mæli með bókinn The Undercover Economist . Bókin byrjar á umfjöllun, afhverju við erum tilbúin að kaupa kaffibolla á lestarstöð fyrir 200 kall, þegar við getum fengið hann annarsstaðar fyrir 100 kall. Sú umfjöllun fittar mjög vel við það sem Jón Garðar er að segja um Súfistann.
Menn hljóta annars að gera leigusamninga þannig úr garði að það sé eitthvað penalty ef honum er sagt upp. Það eru fjölmörg dæmi um að menn hafi orðið að kaupa leigutaka út fyrir stórar fjárhæðir. Erlendis ganga leigusamningar á góðum stöðum kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir. En þá er líka gríðarlega hátt penalty fyrir leigusalan að segja upp slíkum samningi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)