Of seint í rassinn gripið

Er það nú ekki orðið of seint að friða þessi hús, þegar verktakinn er búinn að fá öll tilskilin leyfi til að rífa húsið?  Þessi umræða er búinn að vera í gangi í nokkur ár, þannig að húsafriðunarnefnd hefði haft nóg af tíma til þess að friða þessi hús.

Árbæjarsafn hefur nú þegar hafnað að fá þessi hús til sín, enda eiga þeir þessa húsagerð hjá sér.

Ég sé ekki að það sé nokkur eftirsjá í þessum húskofum.  Það er ekki hægt að sjá að það séu nokkur sérstök menningarverðmæti.  Við eigum vondandi eftir að sjá glæsilegar húsbyggingar á þessu svæði.

Það er fyndið að húsið sem á að friða er með risastórt Nike merki á þakinu.   Það fylgir sjálfsagt.

Svo er með þessa götumynd, en þarna fyrir ofan nokkur vegleg hús, og ekki meiri skerðing á götumyndinninni en þegar þau hús voru byggð.

Það er heldur ekkert sem segir að borgir þróist ekki, þessi hús eru börn síns tíma. 

 


mbl.is Ráðherra friði Laugavegshús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi hús mega fara mín vegna EF eitthvað flott kemur í staðinn.  Því miður virðist lenskan vera sú að smíða ódýr og ljót hús.

Björn Heiðdal, 8.1.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: TómasHa

Mér finnst nú flest skárra en þessi hús. Ef þetta hefðu verið reisuleg og falleg hús, hins vegar eru þetta kofar.  

Þannig að ég held að það verði ekki mikill vandi að koma með eitthvað betra. 

TómasHa, 9.1.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband