15.1.2008 | 00:29
FL á botninum
Gengi FL Group stendur nú í 10,81 krónur á hlut. Það hefur ekki farið niður fyrir 11 krónur á hlut síðan 10. janúar 2005, en þá var það 10,35. FL Group lækkaði mest allra félaga í vikunni sem leið í Kauphöllinni. Félagið lækkaði um 12,7% en Exista fylgdi fast á hæla þess með 11,8% hækkun.
Það merkilega við þá endurskipulagningu voru veglegir samningar sem stjórnendur fengu, þrátt fyrir að allt væri í kaldakolum, var samt hægt að veita þetta til þeirra.
Sjálfsagt er hluti af þessu að fyrirtækið hefur fallið jafn mikið og raun ber vitni. Fyrirtækið hafði séns á að hreinsa sig af þessu en í staðin klúðra þeir þessu með fáranlegum samningum.
14.1.2008 | 15:04
Auðvitað var skyndifriðun beitt
Hvaða vit hefði verið í að bíða þangað til það væri búið að rífa kofana, eins og þessi verktaki er með samning um að gera og það innan tveggja vikna? Þetta var eina rétta hjá nefndinni að gera fyrst þeir voru á annað borð að friða þessi hús.
Hitt er annað mál að ég tek undir með vinum mínum í SUS að það sé of seint að friða þetta núna, það sé búið að leggja í alltof mikin kostnað. Það á eftir að koma í ljós hvaða stefnu menntamálaráðherra á eftir að taka í þessum efnum.
Vonandi sendir hún þetta til baka, með þeim skilaboðum að nefndin taki sig á, og friði þau hús sem á að friða áður en ekki eftir að byrjað er að rífa þau.
Ég horfði eins og allir aðrir á Silfrið í gær, og sá umræðu Sigmunds um þróun í miðbænum. Að sumu leiti var ég sammála um uppbygginuna og öðru leiti ekki. Þetta eiga eftir að vera mjög áhugaverðir þættir hjá honum um skipulagsmál og á ég örugglega eftir að horfa á þessa þætti.
Skyndifriðun beitt á Laugavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 17:10
Ræðumennskan vinsæl
Eftir að hafa auglýst ræðunámskeið JCI Esju hérna, og þá umfjöllun sem kom í mogganum hefur ekki bara eitt ræðunámskeið fyllst, heldur eru komin 2 námskeið á vegum JCI Esju. Þegar þetta er skrifað eru öfá sæti laus á seinna námskeiðið.
Þetta er ótrúlegur árangur og mjög ánægjulegt og sýnir þörfina á þessum námskeiðum.Það hefur alltaf verið skortur á því að æfa framkomu og ræðumennsku í grunnskóla. Íslendingar lenda oft í vandræðum þegar þeir koma út og eiga að flytja ræður eða koma fram.
Sama gildir þegar menn eru búnir að klára nám hérna heima og eiga að halda kynningar, standa á fundum og setja fram skoðanir eða selja vörur. Þá vantar bara reynslu og æfingu í framkomu.
Öryggi í ræðumennsku getur hjálpað fólki á margan hátt, margir halda að ræðumennskan sé einhvers konar nördaskapur þar sem menn eru bara að keppa í morfískeppnum en svo er ekki. Á þessum námskeiðum er bara verið að þjálfa sig í framkomu og styrkja mann í samskiptum.
Ef þú hefur áhuga á að bæta þig í framkomu og ræðumennsku, kíktu á heimasíðu JCI Esju og kynntu þér hvað þetta gengur út á.
13.1.2008 | 14:39
Umfjöllun um rasistasíður
13.1.2008 | 11:16
Að veðja á sigurvegara kosninganna
Hann bendir á síðuna www.intrade.com, þar sem hægt er að trade með spá um árangur í forvalinu, og hvernig þetta hefur verið að þróast með tímanum.
Þetta er áhugaverð síða, það væri gaman ef svona síða væri í boði á Íslandi, og menn gætu fylgst með verðmæti stjórnmálamanna.
12.1.2008 | 03:32
Eðlilegt
Þetta mál virðist allt vera hið ótrúlegasta, nú ætlar þessi nefnd að setja sig í eitthvað hásæti og ákveða hvaða hús eigi að koma í staðinn. Hvernig má það vera að þessi nefnd telur sig geta ákveðið fyrir okkur hvað eigi að koma í staðin?
Það er virkilega gaman að sjá umræður um þetta hérna á moggablogginu, þar virðast fordómar í garð SUS helst ráða skoðunum manna á álytinu. Menn eru á fullu að gera SUS upp skoðanir og að menn séu á móti allri friðun.
Hver er svo þessi mynd af Laugarvegnum sem menn vilja varðveita? Hnignandi verslunargata, sem er í stöðugri samkeppni við kringlur í bænum. Er það sá laugarvegur sem hefur verið í stöðugri uppbyggingu undanfarin ár, þar sem húsum hefur verið breytt þannig að ekki er hægt að sjá þetta séu sömu húsin?
Svo var mjög áhugavert að það væri hægt að lyfta þessum húsum upp, og byggja undir þau. Er það þá sömu götumynd?
Er réttur þeirra sem eiga húsin, hafa kynnt hugmyndir og gengið í gengum margra ára ferli einskis virði?
Húsafriðunarnefnd hefði átt að grípa strax inn í, og friða þessi hús hefði það verið hennar vilji. Að gera það á 11 stundu eru vinnubrögð sem á ekki að líðast.
Ég tek því heilshugar undir með SUS og vona að Þorgerður taki ekki mark á nefndinni.
Undirbúningur að uppbyggingu á viðkomandi reit hefur staðið yfir um margra ára skeið bæði að hálfu eigendanna og borgarinnar. Deiliskipulag svæðisins var kynnt, rætt og samþykkt innan borgarkerfisins. Íbúum gafst tækifæri á að gera athugasemdir við byggingaráformin og eigendur lóðarinnar hafa sýnt mikla viðleitni í þá átt að taka tillit til þeirra. Eins er nýlega lokið heildarvinnu við friðun húsa á Laugaveginum og voru umrædd hús ekki á þeim lista sem friða átti. Niðurstöður þeirrar vinnu má skoða í svokölluðum Laugavegsbæklingi sem gefinn var út árið 2005. Ritstjóri bæklingsins er Nikulás Úlfar Másson, núverandi formaður Húsafriðunarnefndar. Ummæli formanns nefndarinnar í viðtali við Morgunblaðið sýna auk þess að nefndin hefur farið langt út fyrir valdsvið sitt við ákvarðanatökuna. Formaðurinn telur þar að nefndin hefði ekki getað tekið ákvörðun um friðunina fyrr en fyrir lægi hvað ætti að koma í staðinn". Af lögum um húsafriðun er ljóst að hlutverk nefndarinnar er að standa vörð um byggingafræðilegan arf þjóðarinnar, en ekki að vera fagurfræðilegur dómstóll fyrir allar nýbyggingar í miðbænum, eins og formaðurinn virðist telja.
SUS: Laugavegshúsin verði ekki friðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2008 | 13:55
Góð grein í mogganum
Um daginn hringdi blaðamaður Moggans í mig og bað um viðtal, vegna ræðunámskeiða JCI, þar merkilega við þetta var að hann var stadddur erlendis, og hringdi í gegnum netið. Hins vegar var frábært að sjá vinnubrögðin þar á bæ enda var boðið upp á að staðfesta það sem ég sagði.
Hérna er svo greinin:
Kíkið endilega á síðu Ræðunámskeiðsins ef þið hafið áhuga á að taka þátt, það er alveg víst að menn tapa ekki á því að skella sér á ræðunmáskeið, hvort sem menn ætla bara að halda litla ræðu eða kynningu í vinnunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 10:01
Mac is Back
Ég skrifaði um það í gær að ég saknaði umfjöllunar um republikana á Deiglunni, nú hefur loksins komið alvörur replublicaka grein, þar sem Þórlindur Kjartansson fjallar um John McCain.
Í gær skrifaði ég um hvernig Deiglan hefur fyrst og fremst fjallað um Demókratana, en virðast vera fyrst barátta milli svarts frambjóðanda og hins vegar konu. Það er því nánast ljóst að þaðan munu koma stórar fréttir, hverjar sem þær verða.
Hjá Rep virðist þetta vera sama gamla tuggan, hjartaveilir stresskallar. Það er því ekki furða að maður sé ekki jafn spenntur yfir þeim. Þetta er reyndar algjörlega óháð því hvað þetta fólk stendur fyrri, ég skal alveg viðurkenna það :)
Það eru nú nokkuð margir mánuðir eftir af þessar baráttu og nægur tími til stefnu.
11.1.2008 | 01:34
Við hverju var búist?
Maður veit ekki hvernig þessu fólki datt í hug að fá sjónvarpssálfræðing til að hjálpa aumingjans stúlkunni.
Manni finnst hugmyndin álíka fáránlegt eins og koma með áfengi í heimsókn til manns í afeitrun. Hvað sem er að henni er augljóst að þetta líferni og athygli sem hún hefur fengið hefur haft veruleg áhrif og einhver svona þáttur hefði aldrie gert neinum gott.
Fjölskylda Britney reiðist Dr. Phil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2008 | 01:22
Kær bloggvinur
Í dag fékk ég mjög kæran bloggvin en þetta er Deiglan. Áður var ég bloggvinur Vefritins, en nú bætist þetta elsta pólitískavefrit við í hópinn.
Sem fyrsti (og eini Framleiðslustjóri) vefritsins hlýt ég að vera ánægður með að bætast í þennan hóp.