20.1.2008 | 13:01
Engin þjóðhetja
Ekki rætt um að fleiri verði jarðsettir á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2008 | 12:40
Hver bjó til Mike Huckabee
19.1.2008 | 20:29
Laus sæti hjá Flugfélaginu
Svandís hefur það víst ágætt þótt þetta hafi örugglega verið skelfileg lífsreynsla. Sem betur fer.
Hins vegar var auðvitað ekki lengi að bíða þess að brandarar færu af stað.
Það að Flugfélagið auglýsi laus sæti, fékk amk. nýja meiningu í þessu flugi.
19.1.2008 | 11:41
Leiðinleg umræða um skemmda vöru
Hver nennir að ræða um einhverja uppistandara. Ein frétt um máið var fínt, en "come bakið", þar sem menn eru að rífast um hvort einhverjir eru skemmd vara eða óskemmd er alveg ótrúleg.
Ég horfði reyndar á einhverja þætti af þessu sem voru endursýndir, og fannst eiginlega ótrúlegt fyndið að þeir sem unnu voru þeir sem voru með mest fílflætin eftir að keppnin var.
Þetta var eiginlega ótrúlega fíflalegt :)
18.1.2008 | 22:02
Kemur ekki á óvart
Það kæmi bara ekkert óvart að oddvitinn hefði fengið sér föt á kostnað annara. Honum hefur tekist að smeygja sér snilldarlega framhjá öllum á ádeilum sem á hann hafa komið, og hefur réttilega unnið sér inn teflon titilinn. Nú kemur þetta fram frá gömlum samherja.
Hvað manninum gengur til, er mér alveg fyrir munað að skilja. Þessum framsóknarmenn ætla sér greinilega að drepa flokkinn með öllum ráðum sjálfir.
Ekki mun hann græða sjálfur á þessu, því væntanlega munu flokksmenn ekki gleyma þessum leik glatt, og ef flokkurinn gleymir þessu ekki er þetta enn einn naglinn í líkistu flokksins í Reykjavík og á landsvísu.
Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2008 | 13:37
Bara 1 spurning
Iðnaðarráðherra rökstyður ráðningu Ólafar Ýrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2008 | 11:23
Wii-ið virkar
Ég er nokkuð viss um að WIIið hafi góð áhrif á hreyfi getu fólks, margir leikir eru þannig að maður þarf að vera ótrúlega naskur.
Ég er ekki að segja að ég sé að skella í mér í skurðlækningar, en þetta hefur amk. ekki neikvæð áhrif á mann.
Alveg frá því ég prufaði Wii-inn fyrst var ég "hooked", algjör snilldar græja, og því leið ekki á löngu þangað til ég keypti mér tölvu með öllu tilheyrandi. Ég mæli amk. með því að menn prufi :)
Skurðlæknar þjálfaðir með Wii | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2008 | 10:36
Flottir vefir
Ég mæli með að menn skoði þetta og taki þátt. Þetta er nokkuð góð kynning á þeim vefjum sem eru tilfnefndir.
Í fyrra mætti ég á verðlaunaafhendinguna, vegna þess að Deiglan var tilnefnd. Það var ótrúlega skemmtilegt.
16.1.2008 | 10:16
Atvinnuhúmor
Það er oft mjög gaman af svona orðaleikjum í kringum fyrirtækjanöfn og atvinnu. Stundum horfir maður á þessi nöfn og svo allt í einu fattar maður brandarann. Þessi brandarara verða þó oft mjög fljótt þreyttir.
Í viðskiptablaðinu í dag var einn slíkur brandari, þegar einn sagðist hafa verið á kafi í vinnu í 32 ár. Þegar betur var að gáð var þetta kafari.
Það var hægt að brosa að þessu, en ég er nokkuð viss um að þessi brandari hafi verið þjóðnýttur frá því fyrir 20 árum og þeir sem eru í kringum kafarann eru fyrir löngu komnir með leið á brandaranum.
Ég þekki alla vegana nokkkra sem kunna svona atvinnubrandara, og eru þeir notaðr í hvert einasta skipti og sömu mönnum finnst þeir alltaf jafn fyndnir.
15.1.2008 | 12:33
Að bjarga leiðinlegum mánuði
Það er misjafnt hvað gleður fólk, Þórunn Guðmundsdóttir gleðst yfir því að hafa fengið á sig kæru. Ég gleðst yfir því að hafa náð að fylla 2 ræðunámskeið á vegum JCI Esju.
Sjálfsagt er bæði jafn nördalegt.
Það er áhugavert að hafa það marga lögmenn í kringum sig að menn verði að draga um þeð hver fái að verja sig.
Er þetta ekki það sem heitir Showoff.
Kæra Ástþórs bjargar leiðinlegum janúar hjá Þórunni
Ég sem hélt að janúar yrði langur og leiðinlegur en þessi kæra bjargar honum alveg," segir Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Ástþór Magnússon hefur kært Þórunni fyrir brot á hegningarlögunum í kjölfar fréttar hér á Vísi undir þeirri fyrirsögn að forsetaframboð hans síðast hefði verið nauðgun á lýðræðinu.
Þórunn vinnur á lögmannsstofunni LEX og segir það valdi sér smá áhyggjum hversu mikla gleði kæra á hendur henni fyrir brot á almennum hegningarlögum hafi vakið meðal vinnufélaganna. Í þessum töluðu orðum eru þau víst að draga um hvert þeirra fái heiðurinn af því að verja mig í málinu," segir Þórunn.
Þórunn segir að hún sé sérstaklega stolt yfir því að Ástþór hafi meðal annars kært sig til Öryggis-og samvinnustofnunnar Evrópu (ÖSE). Það er ekki á hverjum degi sem maður fær kæru af slíkri stærðargráðu á sig. Mér hefur ekki verið sýndur annar eins heiður í langan tíma," segir Þórunn.