Forseti JCI Esju

Ég bið lesendur bloggsins míns afsökunar á smá stríðni fyrr í kvöld en það er ekki oft sem maður verður forseti.

Ég varð sem sagt forseti JCI Esju í kvöld á aðalfundi félagsins. JCI Esja er eitt af aðildarfélögum JCI Íslands, og er með starfssetur í Grafarvoginu, þótt félagar séu af öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu.  Um JCI segir á heimasíðu félagsins:

Junior Chamber er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára með áhuga og metnað til að efla stjórnunarhæfileika sína með virkri þátttöku í málefnum þjóðfélagsins á jákvæðan hátt.

Þetta voru tímamót fyrir mig og félagið, en JCI Esja tók til starfa fyrir ári síðan þegar það flutti af Nesinu og upp í Grafarvoginn. Ég byrjaði líka í þessum samtökum þá og sé síður en svo eftir því.

Ég hef lengi tekið þátt í ýmsu pólitísku starfi, þar hefur maður lært ýmislegt um pólitísk störf.  Í JCI hef ég lært ýmislegt sem mig vantaði upp á svo sem ræðumennsku og fundarstjórn svo eitthvað sé nefnt.

Ég mun væntanlega skrifa eitthvað meira um starf mitt í JCI í framhaldi þar sem maður er orðinn forseti. 

Sem fyrsta prómó nefni ég ræðunámskeið sem byrjar 22. janúar á vegum JCI Esju. Ferkari upplýsingar er að finna á heimasíðunni: http://www.jciesja.org/Raedunamskeid.html

Hérna fyrir neðan er mynd af stjórninni: Hannes, Ég, Arna og Siggi. 

 

JCI Esja

 


Ég verð forseti

Ef fer fram sem horfir verð ég forseti áður en kvöldið er liðið.

Meira um það síðar. 


Lítið rætt um Duran Duran

Það vekur athygli að engin fjölmiðill virðist hafa pikkað upp skúbbið hans Denna um Kaupþingsmanninn og Duran Duran.

Á sama tíma og tvær konur taka dansinn á Útvarpi Sögu um hvort það séu til samtök fátæklinga, myndi maður ætla að einhver fjölmill sýndi þessu amk. það mikinn áhuga að þeir myndu alla vegna fá fréttir hvort þeir hefðu verið góðir eða slæmir eða hvort þetta sé satt.


Rosalegt start

Það er rosaleg að heyra hvernig sænski hægri flokkurinn er að klúðra málum þar í landi.

Fyrstu vikurnar tvær afsagnir og nú þetta mál með Bildt. Ekki bara það að hann hafi verið grunaður í nokkurn tíma um að hafa þegið mútur frá Rússlandi heldur núna þessi ógnun í garð fréttamanns.

Karl Bildt átti að vera stóra tromp ríkisstjórnarinnar, að ná þessa gömlu keppmu til að hafa hlutina flotta.


mbl.is Bildt ógnaði sænskum fréttamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins nýlenduveldi

Er ekki málið að Ríkið kaupa eyjuna, þar með að verða í fyrsta skipti nýlendu ríki.  Það hlýtur að vera hægt að fá blessuðu eyjuna fyrir lítið, enda allt hálfbrunnið þarna.

Ef samningar nást ekki dustum við rykið af skriðdrekanum góða sem var keyptur, svo ekki sér spurt um herdeildinar góðu sem við erum umþb. að vera komnir með. Miðað við að einhverjur kaupsýslumenn rændu einkasyninum, ætti þetta að vera "walk in the park" að ná eyjunni á okkar vald.

Forsetinn gæti þá auðvitað fengið langþráðan prins titil og þangað væri hægt að senda óþæga ríkisstarfsmenn.

Það fylgir ekki sögunni hverjir skattar eru þarna.  Þeir hljóta að vera mjög þægilegir, miðað við þjónustuna.

Við myndum að sjálfsögðu krefjast þess að fánanum og þjóðsögnnum væri hent út á hafsauga og sá íslenski innleiddur. 


mbl.is Minnsta ríki í heimi til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísmaðurinn frá Íslandi

Fréttin á mogganum segir kannski ekki nógu mikið, en þessi strákur var mjög reyndur BASE stökkvari, samkvæmt frétt sem ég fann á Áströlskum fjölmiðli. Þar er hann kallaður "Benni the Iceman".

Þetta er hins vegar ekki BASE jump en það er sagt að hann hafi einfaldlega opnað fallhlífina of seint.

Það sorglega við þetta er að samkævæmt fréttinni var hann í Ástralíu, að heimsækja systur besta vinar síns sem lést í Norgi í fyrra við að stökkva svona stökk.

Fréttin sem ég fann:
smh.com.au
mbl.is Íslendingur lést í fallhlífastökki í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill ekki enn bloggari

Var að sjá þessa grein hjá Agli, það er greinilegt að hann hefur ekkert skipt um skoðun, þótt í ljós hafi komið hann getur ekki falið sig á bak við þær tæknilegu ástæður að hann sé svo reyndur í þessu.

Egill er greinilega bara merkilegri en hinir.   

Bendi aftur á greinina sem ég skrifaði í dag á Deigluna um blogg.  Þar ræði ég meðal annars þetta blog hans Egils.

Blogg eða ekki blogg 


Komið upp um ofátið?

Það er alltaf til heimskt fólk sem ætlar sér að fara einföldöldu leiðina.  Það er ótrúlegt að heyra hvað fólk er tilbúið að fara ótrúlega lágt til þess að redda sér peningum.

Fyndið að ætla að kúga út þessar milljónir eftir að hafa hlustað á starfsmann.  Starfsmaðurinn hefur bara verið í vondu skapi.  Getað bullað eitthvað eða viðkomandi verið að búa allt til.

Hvað ætli hann hafi sagt, að hún væri fyrir bæði kynin eða að hún væri alltaf að borða svo mikið?  Eitthvað svona af þeim sögum sem hafa heyrst í slúðrinu. 

Sá hefur haldið að hann væri að kassa inn.  

Maður ætti að hringja í Sirrý og segjast vita að hún hafi rekið klámhring. Krafist milljóna. Skiptir ekki máli hvort það sé satt eða ekki. Bara fá peninginn...


mbl.is Sakaður um að hafa reynt að hafa fé af Oprah Winfrey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fór Eykt frá hálfkláruðu verki

Í fréttum RÚV er sagt frá því að byggingarfélagið sem stóð að byggingu Skuggahverfis hafi farið frá hálfkláruðu verki. Að sjálfsögðu neitar Eykt þessu.

Maður hefur heyrt ótrúlega mörg dæmi um að byggingarfélög hafi ekki verið að standa sig, hús hafi verið mjög illa byggð og allir veggir skakkir.  Hraðinn á þessum byggingarframkvæmdum sé svo mikill að menn megi ekki bíða eftir því að steypan þorni almennilega áður en haldið er áfram.

Einnig er það nánast undartekning ef íbúðir eru afhentar á réttum tíma og mér skilst að menn hafi ekki heldur gert það í þessu tilfelli. 

Í flestum tilfellum eru það einstaklingar sem eru sjálfir að sjá um þetta og það getur verið gríðarlega dýrt að sækja svona skaða.  Menn leggja varla í þetta nema að það sé verulegur galli.  Í þessu tilfelli eru menn í blokkinni líklega svon "heppnir" ef hægt er að tala um heppni í þessu máli að það er byggar félag sem getur sótt þetta fyrir menn.

Skuggahverfisblokkir gallaðar? - af rúv.is

 

 


Magni ekki ánægður með slúðrir

Samkvæmt þessari frétt er Magni ekki ánægður með slúðrið og vill tilfinningalegt svigrúm eins og forsetinn.  Ég hef nú eitt að segja við rokkarann, það er ekki hægt að velja og hafna.  Þetta er bara það sem frægt fólk finnur fyrir þegar svona hlutir gerast í lífinu.  

Þetta fólk þarf þó ekki að kvarta yfir því að verið sé að mala um þau, miðað við þær fréttir sem eru í gangi um fólk erlendis.  Það eru engir ljósmyndarar fyrir utan heimili þessa fólks, eða elta þau úti í frí.

Varðandi Dillönu og Magna, er það mjög skiljanlegt að menn spyrji sig um þetta og svona sagi fari af stað. 

Fréttablaðið, 07. jan. 2007 15:30

Magni ósáttur við kjaftakellingar á netinu

„Þetta flokkast ekki einu sinni undir kjaftasögur. Þetta er ekki svaravert en svona viðbrögð voru náttúrlega viðbúin," segir Magni Ásgeirsson aðspurður um þær kjaftasögur að söngkonan Dilana hafi komið upp á milli hans og Eyrúnar Haraldsdóttur. Allt hefur verið morandi í slíkum gróusögum á netinu. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hafa Magni og Eyrún ákveðið að slíta samvistir og vakti sú ákvörðun mikla athygli hér heima og meðal aðdáenda hans.

Opinberri aðdáendasíðu Magna, magni-ficent.com, var lokað í gærmorgun eftir að einn notandi gekk svo langt að falsa frétt um þessar sögusagnir og notaði til þess útlit hinnar virtu fréttasstofu CNN.com. Þegar síðan var opnuð aftur seinni partinn var fréttin horfin en ekki stóð á hörðum viðbrögðum dyggra aðdáenda söngvarans við þessu uppátæki. „Þetta er svo tillitslaust og grimmdarlegt að það nær engri átt [...] Legg til að þessum aðila verði hent út enda eiga svona notendur ekki heima á aðdáendasíðu Magna," skrifar notandandinn SmokyBay og aðrir taka í sama streng.

Á barnalandi.is hefur spjallsvæðið verið undirlagt af kjaftasögum í svipuðum dúr og segir Magni að þeir notendur sem breiði út slíkan óþverra ættu frekar að líta í eigin barm. Alls voru stofnaðir sautján spjallþræðir í kringum málið á svæðinu og er talið að yfir fimm þúsund notendur hafi skoðað eða tjáð sig um sambandsslit Magna og Eyrúnar.  Af Vísi.is

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband