16.2.2008 | 20:49
Kaðall í fangaklefa!
Nú er að koma í ljós að fanginn sem slapp fann kaðal í opnu herbergi. Einhver hefði haldið að á lista yfir tól til að sleppa væri kaðall mjög ofarlega og því óæskilegt í nágrenni við fanga. Það er má ekki gleyma að fyrir utan tilgang til að sleppa, hafa menn haldið köfðlum og reipum frá föngum til að menn ákveði ekki að ráðast í drastískari aðgerir og taki jafnvel líf sitt.
Spurning er auðvitað hvernig þessum málum er virkilega háttað hér á landi, fyrst jafn hættulegur fangi var skilin eftir í ólæstum klefanum? Hvað var nú annað í þessari geymslu?
Það hljóta einhverjir að svara fyrir svona svakalegan klaufaskap.
16.2.2008 | 13:48
Slappur Háskóladagur
Mætti á Háskóladag upp í Háskóla Íslands í dag, þetta er í fyrsta skipti síðan ég var í Háskólanum að ég mæti á þetta.
Kaösin virðist vera algjör, þegar komið var inn á torgið var hópur fólks sem vildi segja mann hvað væri í gangi en einhvern veginn voru bara básar um allt. Maður áttaði sig eiginlega ekkert hver var frá hverjum.
Niðri var þetta mun skárra, þar voru menn bara í hefbundnu básafyrirkomulagi.
Ég ætlaði að skoða áhugavert mastersnám en hröklaðist bara út. Ég ákvað að það væri nóg komið að skoðun eftir þetta og nennti ekki niður í Ráðhús.
Manni grunar að það væri hægt að gera svona hluti svo miklu flottar, bara með smá skipulagningu og hugmyndaflugi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2008 | 01:17
Múgæsingur í Valhöll
Ég fylgdist með í beinni þegar fjölmiðlar sátu um Valhöll. Það var ekkert annað en umsátur, þegar menn settu upp beina útsendingu úr Valhöll án þess að vita nokkuð sjálfir hvað væri í ganga út í. Ekki var boðaður blaðamannafundur í Valhöll, þetta kom sérstaklega fram í beinu útsendingunni hvað menn hefðu verið reiðir yfir því að fundurinn átti að vera haldinn í Ráðhúsinu en var svo fluttur skyndilega í Valhöll (líklega einmitt til að geta rætt þau mál sem þurfti í friði frá fjölmiðlum).
Það er samt nokkuð fyndið að hugsa til þess hvað fjölmiðlar eru í raun orðnir ákafir hér heima. Maður hefur séð heima hvernig fólk er alveg ellt með tugi eða hundruð hljóðnema í andlitinu erlendis, en maður hefur séð þetta fyrir sér allt öðruvísi hér heima. Þegar sjónvarpið sýndi yfir það sem var þarna um að vera sá maður að þetta er orðnir ansi margir fjölmiðlamenn á staðnum. Pressan er alltaf að aukast með hverju árinu sem líður, ekki síst með nýjum fjölmiðlum og netmiðlum.
Auðvitað átti Vilhjálmur bara að veifa fólki svona á leiðinni niður stigann, og ekkert halda neinn blaðamannafund þótt fjölmiðlar hafi krafist þess.
Eftir á að hyggja var þetta alveg galin hugmynd að reyna að flokka fjölmiðla niður enda horfið frá því, hins vegar þarf að taka vilja fyrir verkið og menn voru að reyna að koma skikk á mikla kaótík sem ríkti á staðnum. Á tíma var þetta farið að minna meira á gangaslag í MR en andyri Valhallar.
Það fyndna er að menn virtust búast við einhverri rosalegri sprengju, afsögninni og því voru vonbrigðin en meiri þegar menn voru búnir að hanga tímnum saman að bíða á meðan Villi og félagar voru bara uppi að háma sig kjötbollum (eða hvað var í matinn) og þess vegna tafðist fundurinn.
Það er vonandi að bollurnar hafi verið góðar, því þetta var enn eitt sem lagðist á vogarskálarnar til að Vilhjálmur muni eiga erfiðara að vinna traust borgarbúa.
Fyndnast hefur mér þótt í umræðunni þegar Óli Björn Kárason blaðamaður átaldi starfsmenn Valhallar fyrir að gera það sem þeir voru beðnir að gera. Það var eins og þeir hefðu átt að passa Villa frá því að kasta sér á hnífana.Það virðist vera að á endanum hafi það verið svekkelsi með að hafa beðið þarna í nokkra klukkutíma, til þess að heyra að Villi hafi bara verið að borða með hinum og það væri bara ekkert að frétta, var bara of mikill.
Ég fullyrði að við hefðum ekki heyrt neitt um þetta hefði Villi sagt af sér á þessum fundi. Þá hefði menn farið heim sáttir yfir því að hafa beðið í þennan tíma, þótt það hafi verið smá ágalla ár fundinum.
15.2.2008 | 09:54
Endalaus vakning í gangi
Það er gaman af svona atvinnutengdum viðtölum. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt rætt við tatúartista sem hefur ekki sagt annað en hvað það sé mikil vakning í gangi. Sú vakning er búin að vera í gangi síðan svon 1995.'
Þegar maður les þessi viðtöl sér maður að þetta er fyrst og fremst áróður í gegn, verið að senda manni skilaboð að litla tatúið á öklanum sé ekki nóg og nú sé komið að því að fá sér stórt. Ég hef enga trú á því að menn séu í stöflum að fá sér svona stór flikki. Auðvitað er einhver hópur sem hefur áhuga á þessu en það sé eitthvað til að kalla vakningu finnst mér ótrúlegt.
Þetta er svona eins og ef rætt væri við mig um JCI og ég segði að það væri gríðarlegur meðbyr fjöldi fólks langi til þess að verða leiðtogar framtíðarinnar og hafi uppi stór plön :) Þetta er satt í dag en fyrir nokkrum árum fækkaði mjög hratt í hreyfingunni, ætli menn hefðu ekki sagt eitthvað svipað þá.
Íslensk húðflúr stækka og stækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2008 | 09:19
Kraðak
Nú þegar er þetta alltof mikið kraðak, það er ekki sjáanlegt hvernig menn ætla að ganga frá þessu ef það verður slík fjölgun á háhýsum þarna í kópavogi. Þegar Kópavogur verður orðin Manhattan Íslands, nema það gengur enginn og enginn nennir að taka strætó.
Ég er nokkuð fenginn að þurfa ekki að fara þarna í gegn á mornanna.
Gagnrýna áhrif háhýsa á umferð við Smárann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2008 | 16:11
Kári Sturluson biður til skipulagsnefndar
Það er nokkuð merkilegt að heyra að Kári Sturluson sé að biðla til skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar um að bjarga Nasa.
Mér skilst að hann hafi leitað á náðir Gísla Marteins sem lofaði öllu fögru.
Í seinustu viku lokaði hann blogginu sínu, eftir að hafa kallað Vilhjálm virkan alka. Baráttu menn fyrir lengri líftíma Nasa ættu kannski að finna sér trúverðugri málsvara. Það skilar varla miklum árangri að vera með slíkan málsvara svo stuttu eftir slíka uppákomu.
12.2.2008 | 15:08
Tækifæri fyrir Björgvin
Ég hefði haldið að þetta væri mjög gott tækifæri fyrir Björgvin, neytendaráðherra, að sanna sig. Þetta er goddy mál fyrir Björgvin. Það er enginn sem vill fá póst, sem hann ekki biður um. Þó svo að yfirleitt sé ég nokkuð ánægður með að fá bæði fríblöðin og fjölpóst, þá koma tímar sem maður vill fá frið frá þessu.
Það eru merkileg rök frá Póstinum að þeir hafi skildu til þess að bera þennan póst til mín. Hvar stendur það í lögum að ómerktir snepplar eigi erindi inn um lúguna mína? Þeir hafa fyrst og fremst skildur þegar kemur að pósti sem er merktur mér á nafn.
Hetja almúgans hlýtur að rísa á fætur og berjast gegn þessu eins og öðrum órétti eins og seðilgjöld.
Neytendur geti afþakkað fjölpóst í fríblöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2008 | 12:25
Skiptir engu máli
Gaman af þessu. Nú þegar eru komnar upp torrent síður sem eru jafn öflugar og istorrent var á sínum tíma, þetta hefur því ekki haft nokkur áhrif á þá aðila sem hafa áhuga á að sækja efni.
Öllu verri eru hugmyndir sem eru nú í gagni í Evrópu, þar sem þingmenn eru að leggja til ritskoðun á efni sem fer um þræði internetsins. Hversu eðlilegt er að krefja söluaðila á nettenginum um ritskoðun á notendum sínum?
Máli gegn Istorrent ekki vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2008 | 09:44
Snilldar ferðalag
Um helgina fór ég í skemmtilega ferð um Suðurlandið með félögum JCI frá Frankfurt.
Við byrjuðum á því að heimsækja Hellisheiðarvirkjun, sem er mjög skemtilegt mannvirki og gaman að hafa séð þetta.
Eftir þetta var haldið til Seljalandsfoss, en hann var allur frosinn og ekki hægt með góðu móti að klifra bak við hann. Við vorum 3 sem komumst næstum alla leið.
Þá datt einhverjum í hug að reyna að sjá hvað við kæmumst áfram í áttina að Þórsmörk. Við náðum aðeins þegar ég festist í smásnjó, enda var ég á nýjum bíl og var ragur að keyra hann. Við snerum þá við.
Nú var ákveðið að skipta hópnum upp, upphaflega hafði staðið að halda áfram í áttina að Vík, en nú var ljóst að það væri ekki tími til þess. Einhverjum langaði til að sjá Geysi, á meðan aðrir vildu helst sjá svartar strendur.
Ég ákvað að fara með hópinn sem vildi sjá Geysi.
Vegirnir voru allan tíman þannig að þeir voru ísilagðir og lágrenninngur var yfir veginum þannig að lítið sást á veginn. Skyggnið var að öðru leiti mjög gott.
Þegar ég kom á Geysi kom í ljós að farþegar í mínum bíl og voru mjög skefldir við þessar aðstæður og því hægði ég töluvert á mér við aksturinn.
Um kvöldið var svo haldið á Þorrablót JCI Esju. Út af þessum aukatúr hafði ég ekki tíma til þess að fara heim og skella mér í jakkafötin. Þegar ég mætti á staðinn var ég beðinn um að vera blótstjóri, meðal annars vegna glæsilegs klæðnar (lopapeysan og gönguskórnir).
Eins og alltaf þegar JCI Esja heldur þorrablót er þetta mikil skemmtun. Þýsku gestirnir voru mjög skemmtilegur.
Eftir þorrablótið var haldið niður í bæ, þar sem skemmtuninni var haldið áfram í Hellusundinu.
Eins og er siður hjá Þjóðverjunum, þá fóru þeir flestir beint í rútúna út á Keflvíkurflugvöll af íslensku skemmtanalífi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2008 | 20:58
Að gefast upp á moggablogginu
Það eru sjálfsagt margar ástður til þess að hætta á moggablogginu en ein þeirra er ekki þessi auglýsing sem birtist núna á hliðinni. Mér finnst svo sannarlega ekki sjálfsagt að mogginn sé að bjóða mér upp á blogg án þess að ég greiði neitt fyrir það. Varla halda menn að Mogginn sé að bjóða upp á eitthvað góðgerðarblogg!